Tíramísú kaffibollakaka

Ef Naglinn ætti tímavél væri ferðinni heitið aftur og aftur í þennan unaðslega morgunmat. Tíramísu kaffibollakaka var það heillin og þátíðarátskvíðinn hríslast nú um holdið með tilheyrandi söknuði og sorg.

Ef þín hugmynd um haframjöl er bragðlaus, grár og gugginn grautur ertu fangi eigin ímyndunarafls.

PhotoGrid_1402643453734
Tíramísú kaffibollakaka:

40g malað haframjöl
1 msk NOW möndluhveiti
1 tsk lyftiduft
klípa salt
1 msk ósætað kakó (t.d Hersheys)
skvetta af löguðu kaffi
1 msk kvark/grísk jógúrt/hreint skyr
2 eggjahvítur
2 msk ósætuð eplamús
2 msk Isola möndlumjólk

Hræra öllu saman með gaffli í djúpri skál. Naglinn notar Sistema örbylgjuskál (fæst í Nettó) sem ekki þarf að spreyja.

20140729_125304
Örra kvekendið í 3-4 mínútur og hvolfa svo á disk.
Leyfa að kólna meðan kreminu er slurkað saman.

IMG_7982
Kaffifrosting

- 100g hreint skyr/grísk jógúrt/kesam/kvark
– 1 msk NOW erythritol (Nettó, Lifandi Markaður, Krónan, Fjarðarkaup)
1/2 scoop Syntrax vanillu casein (FitnessSport Faxafeni)
– 1 tsk Nescafé Espresso blend eða annað fínpúðrað instant kaffi

Hræra saman með þar til þú færð frosting áferð á gleðina.

Smyrja yfir kökuna og sáldra meira kaffi yfir.

IMG_7978

Graðga í andlitið en hafðu í huga að bullandi þátíðarátskvíði er garanteraður eftir þennan unað.

 

Leave a comment

Filed under bakstur, Fitutap, Mataræði, morgunverður, prótín, Uppbygging, Uppskriftir

Dökk súkkulaðisósa

IMG_6940

 

 

“Þú verður að deila þessu með heiminum, því þú hefur fundið lykilinn að hamingjunni” sagði bóndinn þegar Naglinn leyfði honum að smakka nýjasta kombóið úr tilraunastarfsemi eldhússins.
Naglinn keypti birgðir af dökku kakó frá Hershey’s í Ammeríkunni og það er algjör bomba fyrir súkkulaðigrísi. En það fæst eingöngu í Ammeríkunni, svo ef þið þekkið einhvern á leiðinni til Vesturheims reynið að sjanghæja viðkomandi að kippa með sér dunk. Fæst á Amazon.com og hægt að láta senda á hótel.

En þessi súkkósósa er alveg jafn gómsæt með venjulegu ósætuðu Hershey’s (fæst í Kosti).

 

Uppskrift

2 msk sykurlaust kakó (Hershey’s dökkt eða venjulegt)
2 msk NOW hot cocoa
2-4 msk Isola eða EcoMil möndlumjólk (eftir þykktarsmekk)
klípa sjávarsalt eða lakkríssalt frá Saltverk

 

 

Dark-chocolate-sauce

 

Skellið í þessa og líf ykkar mun breytast til hins betra það sem eftir er. Búið ykkur undir brúna putta í hvert skipti sem ísskápurinn er opnaður, því það er einfaldlega ekki hægt að láta hana í friði.

Leave a comment

Filed under Low-carb, sykurlaust, Uppskriftir

Númerísk hengingaról

Sjálfshjálparbækur, átaksnámskeið, skyndikúrar og mataræðisstefnur spretta upp eins og gorkúlur í hverri viku en flestar eiga þær sameiginlegt að setja snöru utan um hálsinn á þér í formi númerískra viðmiða.

 

Viltu missa 10 kg fyrir sumarið?

Brenndu 1000 kaloríum á nýja æfingakerfinu frá Hollívúdd.

Búðu til splunkunýja hegðun á aðeins örfáum dögum

Misstu 1 kg á dag á nýja lágkolvetna háfitu, prótína kúrnum.

Hangtu á horrim tvo daga í viku og tálgaðu smjörið á ljóshraða.

Borðaðu á tveggja tíma fresti, annars visna vöðvarnir með óútskýrðum mekanisma

Þú verður að borða sex máltíðir á dag annars deyja tíu kettlingar

Misstu 5 kg á mánuði á nýja díetinu sem tröllríður öllu í Ammeríkunni.

Ekki borða meira en 50 grömm af kolvetnum á dag því þá spikastu eins og aligæs í foie gras verksmiðju.

Þú verður að þyngja lóðin um 5% á tveggja vikna fresti til að verða massaður í drasl

 

Markmiðin byggjast á tölustöfum. Númer á vigt, númer á grömmum, númer á fituprósentu, númer á lóðum, númer á málbandi, fjöldi daga, fjöldi vikna, fjöldi hitaeininga.

Við förum í gegnum daginn með stöðugan kvíðahnút í maga yfir hvaða tölu hinar ýmsu græjur gubba útúr sér því þær ákvarðar lífshamingjuna og sjálfsvirðinguna. Skrefamælir í vasa. Kaloríubrennslumælir á úlnlið. Vigt á baðherbergisgólfi. Fitumælingagræja í rækt. Kaloríu-app í síma.

 

Með væntingarnar hangandi uppi í ljósastaur, vaðandi skýjaborgir af óraunhæfum markmiðum um að missa 2 kg á viku er matseðill frá nýjasta netgúrúnum vandlega klipptur út, hengdur á ísskápshurðina og fylgt eins og Biflíu Bjarts í Sumarhúsum.

“Nú er ég búinn að fylgja þessu mataræði í fimm daga og vigtin ekki haggast. En gaurinn í auglýsingunni missti 2 kg á viku. Ég er greinilega með brengluð efnaskipti.”

 

“Ég hef ekki getað þyngt lóðin núna í heilan mánuð. Búhú…ég mun aldrei kjötast upp.”

 

“Ég komst ekki frá vinnu til að borða og komnir fjórir tímar frá síðustu máltíð. Nú rýrna ég í sundur og verð að hengilmænu.”

 

Hinar magísku tólfhundruð

 

Skyndilausnabisnissinn gengur nefnilega út frá að allir séu steyptir í sama kökuformið, og allir skrokkar bregðist við æfingum og mataræði á sama hátt. En við erum jafn misjöfn og við erum mörg og mikilvægustu breyturnar sem ákvarða hvernig þinn líkami bregst við eru líkamsþyngd, megrunarsaga, arfleifð og grunnbrennsluhraði. Heilbrigt fitutap eru 500 grömm á viku. En sumar vikur missirðu “bara” 200 grömm, og sumar vikur missirðu ekki eitt einasta atóm af smjeri. Líkamlegar breytingar eru nefnilega aldrei línulegt ferli. Það eru toppar og dalir, hæðir og lægðir, stökk og stöðnun. Svo þar rjúka X kíló per viku markmiðin út um galopinn stofugluggann.

Við þurfum mismargar hitaeiningar til líkamlegra fúnksjóna og einnig til að brenna fitu og að gefa út ríkisskammt af kaloríum er algjört hrossatað.

 

“Ég var innanétinn af hungri og gat ekki haldið mig bara við 1200 kaloríur í dag. Ég er aumingi með enga sjálfstjórn sem getur ekki haldið út megrun eins og allir aðrir.”

Hvaðan kemur eiginlega þessi magíska 1200 kaloríu tala? Það eru tár á hvörmum yfir að slíkt nokkurri vídd æskileg eða sniðug lausn til fitutaps. Það endist enginn sleiktur á horrimina með skrokkinn snuðaðan um mörg hundruð kaloríur. Það leiðir óhjákvæmilega til sprengingar á limmi og öllu hent fyrir róða. Hver eru lífsgæðin í að svelta heilu hungri bara til þess að komast í brók númer eitthvað? Hvers virði er heilsan þegar grunnbrennslu og heilbrigðum efnaskiptum er hent út í hafsauga til að fylgja nýjasta tröllríðandi trendinu í tálgun.
En það er rifið í hár, grátið í kodda, skælt í símtól og rifist við maka yfir öllum númerunum sem hringsóla yfir hausnum eins og hrægammar á sjálfdauðum zebrahesti.

 

 

 

Hlegið í bankanum

 

Gegndarlaus samanburður við tölur og númer, staðla og norm, veldur frústrasjón og vonleysi í sinninu þegar við náum ekki sama árangri og básúnaður er í gjallarhorn yfir lýðnum og letur okkur til að halda áfram á heilsubrautinni.

 

Í stað þess að styrkja okkur með jákvæðri reynslu erum við stöðugt minnt á að vera mislukkuð, stútfull upp í kok af neikvæðri upplifun yfir að ná ekki númerískum viðmiðum sem miðlarnir troða í smettið á hverjum degi. Þessar misheppnauðu tilraunir festa sig í minninu og draga úr sjálfstraustinu til að halda áfram í verkefninu. En skyndilausnabransinn vill einmitt að þú gefist ítrekað upp og stútfullur af vonleysi og hjálparleysi eyðir hýrunni í næsta sölutrix. Svo hlæja þeir alla leið í bankann með sparigrísinn þinn undir hendinni.

 

Margir sem hoppa á skyndilausnahraðlestina til Uppgjafarvogs með pissustoppi í Vonleysisvík eru einmitt raðkúristar og hafa prófað alla kúra undir sólinni.Þeir eru fastir í viðjum þess sem “má” og “má ekki” og geta þulið upp kaloríur og kolvetnagrömm í matvælum eins og FaðirVorið. Í desperasjón að tálga smjer á örbylgjuhraða er hver öreind analýsuð, spáð og spekúlerað í smáatriðaþráhyggju á meðan fjötrar mataræðis vefja sig fastar og fastar um hálsinn.

 

Það er mun vænlegra til langtímaárangurs að eyða púðrinu í að tileinka sér nýtt og betra hegðunarmynstur og leyfa hlutunum að gerast á sínum eðlilega hraða. Þú stjórnar ekki hversu hratt líkaminn ÞINN vinnur, hversu mörg grömm þú missir á nýjasta díetinu úr Kosmó en þú hefur stjórn á hegðuninni, þínum aðgerðum, ákvörðunum og hugarfari.

 

Patience_2 

Gamlar Sloggi nærbuxur

 

Það sem bransinn vill nefnilega ekki að þú vitir er að fitutap er ekki afleiðing af einni gullsleginni magískri breytingu yfir nótt, heldur uppsöfnuð áhrif af margskonar hegðun yfir langan tíma. Kaldur kalkúnn á heima í kjötborðinu í Nóatúni og kann ekki góðri lukku að stýra að gefa nýrri hegðun aðeins nokkrar vikur til að festast í sessi. Nýr lífsstíll er samansafn á hegðunarbreytingum yfir langan tíma. Þegar við framkvæmum rétta hegðun dag eftir dag, viku eftir viku, sér árangurinn um sig sjálfur sem aftur styrkir sjálfstraustið til að halda áfram.

Mæta á æfingar og taka vel á því. Borða hollt og skynsamlega og hóflega skammta. Leyfa sér sveittmeti í hófi en umfram allt njóta ferðarinnar með jákvæðum augum því hegðunarmynstrið er afurð hugarfarsins, Þegar númerin eru það eina sem skiptir máli verður Nonni neikvæði allsráðandi í núðlunni og öll orkan fer í að einblína á öll þessi númer sem þú slefar yfir.

 

Þú getur valið hegðun og hugarfar en þú getur ekki valið hvernig skrokkurinn bregst við aðgerðum þínum. Þegar þú setur allt púður það sem þú getur stjórnað af réttri hegðun af hollu mataræði og reglulegum æfingum yfir langan tíma þá munu breyturnar sem þú stjórnar ekki sjá um sig sjálfar.

 

En svona nálgun er jafn ókynæsandi og gömul Sloggi nærbrók úr Kaupfélaginu á Óspakseyri, og selur engar skræður, átaksnámskeið, pillur eða ofurfæðisduft úr berjarunnum ræktuðum af nunnum í hlíðum Nepal.

Því blákaldur og nístandi sannleikurinn er að árangurinn kemur mun hægar en lagt var upp með í upphafi, því væntingarnar hanga með veðurhananum uppi á húsþaki eftir skrollið á samfélagsmiðlunum. En í staðinn verður hann langvarandi og enginn hlær í bankanum með aurinn þinn í vasanum.

 

 

 

Leave a comment

Filed under Bölsót, Fitutap, Fjarþjálfun, Hugarfar, Uppbygging

Matreiðslunámskeið Röggu Nagla, Ísland 16-19. júní

Naglinn hélt þrjú frábær og skemmtileg matreiðslunámskeið á Íslandi dagana 16,-18. og 19. júní með dyggum stuðningi frá NOW á Íslandi og Fitness Sport Faxafeni. Hátt í áttatíu manns  tóku þátt í gleðinni yfir þessa þrjá daga og lærðu allskonar gúmmulaðisgerð og fóru vonandi með gott veganesti til að gera heilsulífið að dansi á rósablöðum.

Leyfum myndunum að tala, enda segja þær meira en þúsund orð um stemmninguna og gleðina sem sveif yfir vötnum þessa daga fyrir sumarólstöður.

 

 

IMG_8028

 

 

IMG_8034

Frábæru Syntrax prótínduftin frá FitnessSport léku að sjálfsögðu stórt hlutverk á námskeiðunum

 

IMG_8035

 

 

Boðið upp á fljótandi hressingu frá NOW Slender Sticks

Boðið upp á fljótandi hressingu frá NOW Slender Sticks

 

Að sjálfsögðu notuðum við hina frábæru bragðdropa frá NOW á námskeiðinu enda langsamlega bragðbestu droparnir.

Að sjálfsögðu notuðum við hina frábæru bragðdropa frá NOW á námskeiðinu enda langsamlega bragðbestu droparnir.

Naglinn með sinni ómissandi hjálparhellu, Ingu Maríu og snillingunum Sirrý og Ólöfu frá NOW.

Naglinn með sinni ómissandi hjálparhellu, Ingu Maríu og snillingunum Sirrýju og Ólöfu frá NOW.

IMG_8033

Allskonar hráefni í gúmmulaðisgerð

 

IMG_8050

 

IMG_8106

Kátir gúmmulaðismelir

 

IMG_8088

 

IMG_8078

 

IMG_8145

Stracciatella prótíntrufflur

 

IMG_8138

 

IMG_8142

Þessi hnetusmjörsostakaka var algjör bomba.

 

IMG_8202

Gómsæt súkkulaðiostakaka

IMG_8205

Afurðunum raðað upp í hlaðborð sem var eins og í meðalstórri fermingarveislu

IMG_8200

Prótíntrufflur

IMG_8221

Smakkað á flöffmundi

IMG_8219

 

IMG_8237

Það er alltaf tími til að flexa bíseppinn

 

IMG_8236

Eftir erfiðið í eldhúsinu var gætt sér á kræsingunum

 

 

IMG_8228

jömmsí jömms

 

IMG_8231

 

IMG_8193

Einbeitningin leyndi sér ekki meðal þátttakenda

IMG_8191

 

IMG_8197

 

IMG_8210

 

 

IMG_8171

Naglinn að lýsa dásemdum horaðrar súkkulaðisósu

 

 

IMG_8241

Naglinn að pósa með gestunum… og auðvitað í nýju Under Armour skónum

IMG_8051

The goodie bags

The goodie bags

IMG_8161

Tvöföld gleði

IMG_8098

 

 

 

 

IMG_8042

Naglinn og sín dásamlega hjálparhella, Inga María að flexa byssurnar

 

IMG_8179

Allir fóru með goodie bag með gúmmulaðisstöffi í baksturinn

Allir fóru með goodie bag með gúmmulaðisstöffi í baksturinn

IMG_8175

 

IMG_8173

 

IMG_8113

 

IMG_8130

 

IMG_8212

 

 

Naglinn þakkar kærlega fyrir frábæra daga með dásamlegum, jákvæðum og skemmtilegum gúmmulaðisgrísum og vonar að þátttakendur hafi fengið hellings innblástur í hollustubakstur og gómsætisgerð.

Næstu námskeið verða á haustmánuðum og verður tilkynnt bæði hér á síðunni og á Facebook. Naglinn er strax farin að hlakka til.

 

Leave a comment

Filed under bakstur, Fitutap, kvöldsnæðingar, Mataræði, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppbygging, Uppskriftir

60 kaloríu súkkulaðikaka –

 

PhotoGrid_1403698667988

Ha?? heyrði ég rétt? Sextíu kvikindi í súkkulaðiköku? Nei þú ert ekki að valhoppa með Pollýönnu í Múmíndal. Þetta er blákaldur veruleikinn. Það er nefnilega svo gaman að vera heilsumelur.

60 kcal súkkulaðikaka

1 skammtur

1 eggjahvíta
1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s)
1 msk NOW Erythritol
2 msk blómkálsmússa (soðið blómkál og svo maukað með töfrasprota)
1/2 tsk lyftiduft

klípa salt
3 msk ósætuð möndlumjólk (t.d Isola)
NOW karamelludropar.

 

 

PhotoGrid_1403698667988

 

 

 

PhotoGrid_1403775563808

Aðferð:

1. Þeyta eggjahvítu
2. Blanda rest af innihaldinu saman við eggjahvítuna með sleif
3. Hella deiginu í spreyjað lítið form
4. Örra í 2-4 mínútur (tími fer eftir örra).

PhotoGrid_1403775490119Skreyta þessa elsku með horaðri súkkulaðisósu úr Hershey’s ósætuðu kakó (fæst í Kosti), NOW hot cocoa og Isola möndlumjólk. Sáldra svo ósætuðum rifnum kókos frá NOW yfir det hele.

Bon appetit!

 

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Raunhæfar væntingar

Þeir sem æfa og eru annað hvort í fitutapi eða í uppbyggingu, eru oft ekki með væntingar í takt við raunveruleikann.

Margir leggja upp með að þeir munu missa heilu bílfarmana af mör eins og í Biggest Loser þáttunum.
Eða að þeir munu byggja upp slíkt magn af gæðakjöti að sjálf Eikin myndi skammast sín. Margar konur vilja alls ekki prógramm sem gerir þær rosalega massaðar.
Naglanum þykir fyrir því að skvetta þessari vatnsgusu framan í fólk, en hvorki karlar og alls ekki konur, geta bætt á sig fleiri kílóum af vöðvamassa á einu prógrammi. Það er líffræðilega ekki hægt, nema að sprauta í sig þar til gerðum efnum.

Lýsið lekur heldur ekki í stríðum straumum frá „day one“ á nýju prógrammi og mataræði. Það getur tekið líkamann nokkrar vikur að komast í fitubrennslugírinn. Hann streitist á móti fram í rauðan dauðann, og því minna sem þú borðar því þrjóskari verður hann.

Ef þetta væri auðvelt þá myndu allir spranga um með Baywatch skrokk. Ef þú ert ekki sátt(ur) nema að vera 5 kg léttari á einni viku eða að komast í næstu stærð fyrir neðan í gallabuxum um næstu helgi, þá þýðir það ekki að þú sért ekki að ná árangri.

Á ákveðnum tímapunkti þurfum við setja okkur raunhæf markmið og hætta að vona að það sem við erum að gera sé eitthvað kraftaverk sem muni vippa rassinum á okkur í form á einni nóttu.

Breytingar eru að eiga sér stað í líkamanum þó við sjáum þær ekki frá degi til dags, jafnvel frá viku til viku. Skilaboðin eru að væntingarnar verða að vera raunhæfar, það er ekki hægt að missa meira en ½ – 1 kg á viku nema að missa vöðvamassa líka, og þá hægist á allri brennslu og líkaminn verður hneigðari til að geyma fitu. Þess vegna er ekki gott að grípa til einhverra dramatískra aðgerða í örvæntingu yfir að árangurinn sé ekki sá sem lagt var upp með í upphafi. Þess vegna er gott að endurskoða markmiðin sín reglulega, og þó árangurinn sé ekki alveg sá sem vonast var til í upphafi er það allt í lagi svo lengi sem við erum að stefna í rétta átt, þó það séu hænuskref.

 

Leave a comment

Filed under Æfingar, Þolæfingar, Fitutap, Fjarþjálfun, Hugarfar, Styrktarþjálfun

Súkkulaði appelsínu triffli

Súkkulaði appelsínu triffli varð það heillin og nú er tímavél heitasta óskin til að endurtaka þetta unaðsmóment sem Naglinn átti með skeiðina að vopni.

 

PhotoGrid_1397656347262

Súkkulaði appelsínu triffli

Grautur:

40g haframjöl
1-2 tsk NOW Psyllium Husk
50g rifið blómkál (gerir sjúklega mikið magn fyrir átsvín, treystið mér þið finnið ekkert blómkálsbragð)
klípa salt
Rifinn appelsínubörkur + kreista af sínunni
vatn (magn eftir þykktarsmekk)

Kokka graut á hlóðum og leyfa að kólna meðan vanillukrem og appelsínusósa er mallað saman.

Appelsínusúkkulaðisósa

Ósætað kakó (t.d Hersheys)
möndlumjólk
NOW erythriol/Sukrin flormelis/Sukrin gold
Rifinn appelsínubörkur + kreista af sínunni

Hræra öllu saman þar til kakóið gefst upp fyrir vökvanum.

Vanillukrem

75 g kotasæla
75 g skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
1 msk Sukrin/Stevia/NOW erythriol
NOW French vanilla dropar

Hræra kreminu saman með töfrasprota þar til sælan hefur losnað við unglingabólurnar.

Raða í lögum í tvö glös, graut, sneiddum banana, appelsínusúkkulaðisósu og vanillukremi.

Geyma gleðina í ísskáp yfir nótt.

Fátt dásamlegra en að geta rúlla sér útúr bælinu og graðga beint í ginið þegar hungrið ætlar holdið lifandi að éta.

Leave a comment

Filed under Uncategorized