Rísalamand grautur

Rísalamand hafragrautur með þykjustuflöðuskúm og kirsuberjasósu var það heillin.

Ó svo jólalegur og notalegur morgungrautur á aðventunni með danskri inspírasjón og átgleðin nær nýjum hæðum.

Þennan er tilvalið að gera kvöldið áður í skammdegismyrkrinu meðan haustlægðirnar berja á rúðunni svo þú þarft einungis að rúlla þér framúr bælinu í morgunsárið og opna ísskápinn vopnaður skeið.

 

IMG_1388

Uppskrift:

Grautur

1 skammtur

40g haframjöl
1 msk NOW psyllium Husk
vanilluduft, vanilludropar eða korn skafin úr einni vanillustöng
klípa salt
Kötlu möndludropar
2-4 dl vatn (eftir þykktarsmekk)

Kokka grautinn í grýtu upp á gamla móðinn á eldavél. Setja til hliðar meðan þykjustuflöðeskúm er mallað saman.

 

NOW erythriol

Þykjustu flöðeskúm

100g kotasæla
50g hreint skyr/kvark/kesam
1 msk NOW erythritol
Better Stevia french vanilla dropar

Hræra öllu saman með töfraprota þar til silkimjúkt.
Hræra saman við tilbúinn grautinn þar til vel blandað saman.
Kæla í 60-90 mínútur helst yfir nótt.

IMG_5345


Kirsuberjasósa

150g frosin eða fersk kirsuber
1 msk NOW erythritol
1/2 dl vatn
1/4 tsk NOW xanthan gum (þykkingarefni)

Öllu skellt saman í grýtu og suðan látin koma upp. Leyfa að dunda sér í c.a 15 mínútur.

Eða svindla og nota sykurlausa tilbúna kirsuberjasósu frá Cervera.


DSC03070

Danskurinn klikkar ekki á smáatriðunum. Þessa gleði sjoppar Naglinn í Magasin du Nord eða Super Best.

Hella yfir grautinn og njóta… ó njóta.
Öööönaður…. algjör ööönaður segi ég og skrifa.

Velbekomme!

Allt hráefnið nema kirsuberjasósuna fæst í Nettó verslunum á Íslandi.

Leave a comment

Filed under morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Jólagleðin

Jólin eru í næstu viku góðir hálsar.  Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um jól? Hjá flestum er það ómannlegt magn af mat, jólasteik, smákökur, sósa, brúnaðar kartöflur und so weiter.  Það er oft gantast með þessi 2,5 -5 kg sem hleðst utan á mannskapinn yfir hátíðirnar.  Sumir hugsa á nótum Baggalúts um jólin “Fokk itt, skítt með það, fáum okkur ögn meiri rjóma. Ég plokka þetta af eftir áramótin”.

 

Lykillinn að langtímaárangri er að tileinka sér hugarfar að þetta sé lífsstíll en ekki “megrun” sem hefur endapunkt.
Þú ert að borða svona af því það er lífsstíll og það þýðir að þú getur fléttað hátíðarát inn í planið þitt.
Allur desember og jólin sjálf eru stór áskorun þar sem smjör drýpur af hverju húsþaki og bakkelsi á boðstólum í hverju koti.  Það eru eflaust mörg samviskubitin sem naga sálir landans um þessar mundir.  Ekki eingöngu sammari yfir að leyfa sér slíkt gúmmulaði heldur hræðslan við að hafa pissað í skóinn þinn eftir blóð svita og tár í ræktinni.  Ekki nema að þú hafir troðið andlitið út af heilum konfektkassa þarftu ekki að hafa gríðarlegar áhyggjur. Við erum að gera þetta að lífsstíl og það þýðir að njóta hátíðanna í mat og drykk.

 

Besta ráðið þegar kemur að fríum, hátíðaráti og öðrum viðburðum er að halda sig við planið í þeim máltíðum sem við höfum stjórn á.
Sem þýðir að þó smákökur flæði úr öllum skápum heima hjá þér þarftu ekki að éta spesíur og piparkökur í hvert mál.  Það er ekkert til sem heitir að “læðast”upp í mann. Þó að veisluborðin svigni undan hamborgarahrygg með pöru og alles þarftu ekki að vera allan daginn í sukkinu bara af því það eru jólamatur í kvöldmat.

 

 

Næsta ráð er að stjórna skammtastærðunum í þeim máltíðum sem við höfum ekki stjórn á.
Ef þú ert að taka hliðarspor eru það fjöldi hitaeininga sem ræður hvaða áhrif þetta hliðarspor hefur á rass og mjaðmir.  Fáðu þér eðlilegan skammt, og þú ert í góðum málum.  Borðaðu yfir þig á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlárskvöld, nýársdag, með konfekt og smákökur á kantinum hina dagana þá geturðu tryggt að þú takir ansi mörg skref afturábak.  Þú getur gulltryggt tárvotan kodda í janúar.

 

 

Farðu inn í jólin með aðgerðaráætlun, þú ætlar að halda þig á beinu brautinni í meirihluta máltíða.Hinsvegar skaltu gera ráð fyrir sveigjanleika og fyrirgefningu fyrir syndir á sama tíma og þú horfir raunsætt á hlutina og þær væntingar sem þú gerir til þín. Alveg sama hvað þú ert búin(n) að plana niður í öreindir þá mun alltaf koma upp aðstæður sem setja planið úr skorðum. Yfir hátíðirnar þarftu að hafa plan, ef það þýðir að plana aðeins fleiri frjálsar máltíðir þá “fokk itt, skítt með það”.  Hvað með árangurinn? Nokkrar máltíðir hér og þar munu ekki drepa niður það sem þú hefur djöflast í að skafa af/byggja upp í allt haust.
Sérstaklega ekki ef þú passar skammtastærðirnar og hve mikið þú borðar eins og áður hefur komið fram.
Það sem rústar öllu er stöðugt sukk í fleiri daga þar sem hver einasta máltíð er algjört rugl. Þegar þú lokar augunum fyrir þeim ákvörðunum sem þú tekur og þeim afleiðingum sem þær hafa á sálartetrið og skrokkinn.

 

 

Leyfðu þér að njóta þín.  Þegar þú ert meðvituð/aður og raunsæ(r) eru minni líkur á að þú borðir yfir þig, eins og gerist þegar við lítum á matinn sem svindl og eitthvað bannað.
Haltu áfram að æfa yfir hátíðirnar, borðaðu að mestu leyti hollar máltíðir og skildu eftir smá pláss fyrir hliðarspor.  Ekki reyna að vera fullkomin(n) því það er óraunhæft og passar ekki inn þá hugsun að þetta sé lífsstíll. Ekki hugsa heldur “fokk itt, skítt með það, konfekt í morgunmat á jóladag”, það passar heldur ekki inn í lífsstílshugsun.

 

 

Farðu inn í jólin sem skáti “Ávallt viðbúin(n)” með plan og jafnvel loforð sem þú gefur þér sjálfum/sjálfri.
Taktu ábyrgð á eigin hegðun: “If you fail to plan, you plan to fail”.  Ef þú ert ekki með plan, stjórnar ekki máltíðum sem þú getur stjórnað, laumar upp í þig bakkelsi milli mála í óhófi og bætir þar af leiðandi á þig mör yfir jólin, þá er það engum að kenna nema þér og þú getur ekki agnúast út í neinn nema þig.  Só sorrý!!

Leave a comment

Filed under Æfingar, Þolæfingar, Fitutap, Fjarþjálfun, Hugarfar, Mataræði, Styrktarþjálfun, Uppbygging

Crepsur Naglans

PhotoGrid_1417768310855

Ylvolgar þunnar pönnsur færa Naglann aftur í tíma í eldhúsið hjá ömmu í Safamýrinni með RÚV ómandi í bakgrunni, þar sem sú gamla hafði ekki undan að steikja ofan í velmegunarvömb barnabarnsins sem sporðrenndi hverri á fætur annarri upprúllaðum með sykri. Naglinn hefur jú alltaf verið yfirburðamanneskja þegar kemur að áti innanhúss án atrennu.

Þessar pönnsur eru með talsvert hollara næringargildi en slá þó forverum sínum ekkert eftir hvað varðar bragð og áferð. Og rúllað upp í vöndul með NOW erythritol sáldrað yfir til að fá knas undir tönn sendir nostalgíustrauma niður hrygginn og Gerður B. Bjarklind byrjar að hljóma í öftustu kimum heilans. Dánarfregnir og jarðarfarir.

Baunaprótín er guðsgjöf til okkar heilsugosanna því það veitir unaðslegt mjúkelsi í bakstur, og gefur þykka og skemmtilega áferð…. og Naglinn sver við handlóð og ketilbjöllur að þú finnur ekki baunabragð.

IMG_8853

Crépes Naglans
3 þunnar eða 6 þykkar

150g eggjahvítur
1/2 skófla NOW baunaprótín
1 msk NOW möndlumjöl (almond flour)
1 msk Isola möndlumjólk
Better Stevia vanilludropar
sykurlaust pönnukökusíróp eða mapledropar

PhotoGrid_1417768446299

Aðferð:

1. Öllu dömpað í bökunarskál og hrært saman með töfrasprota.
2. Hella 1/3 af deginu á sjóðandi heita pönnukökupönnu og dreifa vel úr. Steikja báðum megin.
3. Endurtaka leikinn fyrir restina af deiginu.

Toppa með horaðri súkkulaðisósu, jarðarberjum, sykurlausri sultu, sneiddum banana, þeyttum rjóma úr undanrennu, eða hverju sem hugurinn girnist. Nú eða bara sáldra erythritol og rúlla uppá gamla móðinn.

Í öðrum fréttum er það helst að heilsuvæðingin heldur áfram með fleiri matreiðslunámskeiðum Naglans í janúar 2015. Nákvæmar dagsetningar verða tilkynntar fljótlega en sendið tölvupóst á ragganagli79@gmail.com til að komast á biðlista.

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Tíramísú triffli

Vissir þú að Tíramísú þýðir “lyftu mér upp” á ítölsku? Og ef þessi grautur lyftir þér ekki upp úr bælinu í morgunsárið alla leið upp í sjöunda himin þarftu að láta athuga starfsemi bragðlaukanna á næstu heilsugæslustöð.

Ein sneið af tíramísú inniheldur hátt í 500 karólínur og 30 grömm af fitu meðan þessi morgungleði er ekki nema rétt um 200 kvekendi og 2 grömm af fitu.
Þú vilt ekki að þessi máltíð taki nokkurn tímann enda.

 

Tíramísú-grautur

 

Tíramísútriffli

1 skammtur

Grautur:

40g haframjöl
1-2 msk NOW psyllium Husk
2 msk NOW erythritol
1 msk ósætað kakó (Hershey’s)
1/2 tsk kanill
1 tappi rommdropar (Kötlu)
1 tappi vanilludropar (Kötlu)
1 dl lagað og kælt kaffi
3 -4 dl vatn

 

Vanillukrem

75 g kotasæla
75g kvark/hreint skyr/grísk jógúrt
1 msk NOW erythritol
Now Better Stevia French vanilla
rifinn appelsínubörkur
1 msk Isola möndlumjólk

Aðferð:

1. Blanda öllu saman í grautinn í grýtu og kokka á gamla móðinn á eldavél eða í Sistema örbylgjuskál (fæst í Nettó) í örranum í 2-3 mínútur.
2. Leyfa grautnum að kólna í pottinum meðan kremið er mallað.
3. Hræra öllu saman í kremið með töfrasprota þar til mjúkt eins og nýskeindur barnsrass.
4. Raða í lögum í gamla sultukrukku – grautur og krem þar til allt er uppurið. Enda á kremi og dusta smá kakói yfir kremið.
5. Kæla í a.m.k 2 tíma eða helst yfir nótt

 

Tíramísú grautur - 2

 

Þessa gleði má toppa með allskonar ávöxtum eins og sneiddum banana, kirsuberjamauki (kirsuber örruð með nokkrum dropum af NOW Stevia) eða meira af rifnum appelsínuberki.

Eins og Ítalar myndu segja…..buon appetito

 

* Allt stöffið í gúmmulaðið fæst í Nettó

Leave a comment

Filed under morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Kryddbrauð Naglans

PhotoGrid_1417264583989

 

Það er fátt sem minnir eins mikið á jólin og nýbakað ilmandi kryddbrauð? Naglinn er Skröggur mikill, enda rammheiðin, og leiðist prjálið og stússið í kringum þessa blessuðu þrjá daga, en það gildir hinsvegar allt annað um matarhefðir og gúmmulaðið sem fljóta um allt í desember.

 

PhotoGrid_1417265140597

PhotoGrid_1417265020430

Sykurlaust prótínkryddbrauð

120g NOW möndlumjöl
2 heil egg
140g eggjahvíta
2 msk NOW Erythritol
klípa salt
2 tsk kanill
1/2 tsk engifer
1/2 tsk negull
1 tsk matarsódi
1 dl vatn

 

 

PhotoGrid_1417264835159

Aðferð

1. Hræra öllu þurra stöffinu saman
2. Skella eggjum, eggjahvítum og vatni saman við og hræra með töfrasprota eða sleif
3. Hella deiginu í brauðform og baka á 160°C í 35-40 mínútur
4. Voilá

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Beikonmússa Naglans

Þið hafið verið aðvöruð. Naglinn er á blómkálsrússi. Í þetta skiptið er það Beikonblómkálsmússa sem lítur reglulega dagsins ljós í Naglahöllinni.
Það er eitthvað við reykta bragðið sem harmónerar dásamlega við barbekjú kryddið og þessi slumma passar unaðslega með allskonar mat, og sem lágkolvetna alternatíf við kartöflumús fyrir þá sem aðhyllast slíka nálgun í mataræði. Ef kalkúnabeikon er ófáanlegt má nota venjulegt beikon, en það eykur kaloríufjöldann og mettuðu fituna í uppskriftinni.

 

PhotoGrid_1417090722340

Uppskrift

1 blómkálshaus, skorinn í blóm
Frontier Barbecue krydd (keypt á iherb.com: afsláttarkóði UDU633)
væn klípa sjávarsalt
2 skífur af elduðu kalkúnabeikoni

 

1. Sjóða blómkál í potti í c.a 20 mínútur, eða gufusjóða í Sistema örbylgjugræju í 8-10 mínútur.

2. Dömpa blómkálinu saman við hitt stöffið og mauka saman með töfrasprota þar til allt orðið vel mjúkt og blandað.

3. skreyta með hálfri skífu af beikoni.

Passar eins og flís við rass með allskonar fyrir átvögl, t.d kjúlla, kalkún, reyktum makríl og fiski.

Leave a comment

Filed under kjöt og fiskur, Low-carb, sykurlaust, Uppskriftir

Útúrtálgaðir skrokkar

Það er rík tilhneiging í nútímasamfélagi að tengja útúrtálgaðan og helskorinn líkamsvöxt við gott líkamlegt form. Forsíður vöðvatímarita og lífsstílssnepla skarta yfirleitt skrokkum á forsíðu með vogskorinn kvið og skarpar útlínur og ekki fituarða í sjónmáli.

En sannleikurinn er sá að slíkt líkamsform er ekki mælikvarði á hreysti, og oft þó síður sé.

Naglinn hefur skorið líkamsfitu niður í öreindir, bæði fyrir fitness mót og myndatökur, og samtímis sem hrósyrðum rigndi inn “vá hvað þú ert komin í gott form” var ólympísk þreyta, hungur, pirringur, endalausar harðsperrur og æfingaleiði í epískum hæðum. Styrkur á æfingum fór hnignandi, þolið og úthaldið máttu muna sinn fífil fegurri og endurheimtin í vöðvunum í frostmarki.

 

 

yoga-journal-KB
Það gladdi því verulega að sjá forsíðu Yoga Journal nýlega með flottri konu á forsíðunni sem endurspeglar eðlilegan líkamsvöxt kvenna með ávalar línur en liðug eins og hlébarði, sterk eins og naut og í stórksostlegu líkamlegu formi sem lætur okkur hin sleikja útum.

 

Heilsa og hreysti eru óháð holdarfari.

Leave a comment

Filed under Æfingar, Þolæfingar, Bölsót, Fitutap, Hugarfar, Mataræði, Styrktarþjálfun