Horuð klessukaka

Naglinn fer oft yfir pollinn til Svíaveldis til sjoppunar á fóðrunarvörum í ICA maxi Västra Hämnen í Malmö því sænskurinn aðhyllist töluvert meiri frjálshyggju en fyrrum drottnarar Skánar með mun breiðara vöruúrval af allskonar hollustuvörum og ammerísku stöffi fyrir átvögl.

Á strolli sínu um lendur Málmeyjar eru sætabrauð á hverju strái því “Fika stund” er heilög stund hjá Svíanum en þá er munnholið glatt yfir kökusneið eða öðrum dísætum afurðum.

Þjóðarrétturinn í slíku sætmeti er “kladdkaka” eða klessukaka upp á hið ylhýra og er guðsgjöf til bragðlaukanna, en kaloríubomba mikil þar sem sykur og smjör úsar af disknum. Naglinn er með pervertískan áhuga á að útbúa hollari og horaðri útgáfur af allskonar lekkermeti til að flétta inn í daglegu gleðina og halda þannig púkanum sáttum samtímis að ná markmiðum sínum án sykurþynnku og slens.

Og vessgú… nýjasta hausableytingin skilaði niðurstöðu af horaðri og hollri klessköku sem slær forvera sínum ekkert eftir í bragði og áferð.

Kladdkaka-1

 

 

Klessukaka Naglans

Uppskrift
1 kaka, c.a 8 bitar

2 dl NOW möndlumjöl
3 msk rifinn kókos
4 msk Hershey’s ósætað kakó
1 tsk lyftiduft
klípa salt
2 msk Himnesk hollusta kókosolía
1 msk hunang
3 heil egg
8-10 döðlur

 

NOW almond flour

 

Aðferð:

1. Stilla ofn á 175°C
2. smyrja lausbotna form (18 cm þvermál) með kókosolíu og dreifa rifnum kókos í botninn
3. Blanda öllu þurra stöffinu saman. Blanda döðlum og hunangi saman í matvinnsluvél. Bæta eggjunum útí og blanda aftur.
4. Bræða kókosolíuna í örranum. Hella þurra stöffinu út í eggjahræruna og síðan kókosolíunni. Blanda öllu vel saman.
5. Baka í 10 mínútur. Kakan á að vera klessuð og blaut þegar hún kemur úr ofninum.
6. Kæla í a.m.k 1 klukkustund áður en þessum unaði er graðgað í ginið. Búðu þig undir lengsta klukkutíma í lífinu. Bera fram með horuðum þeyttum rjóma úr undanrennu (gert með Bamix töfrasprota), eða skyri með Better Stevia French Vanilla dropum.

 

Kladdkaka-2

 

* Allt stöffið í þessa dásemd fæst í Nettó

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, sykurlaust, Uppskriftir

Ostatortillur Naglans

Naglinn elskar vefjur. Það er eitthvað sem fullnægir áferðarperranum við að sökkva tönnunum í upprúllaðan vöndul þar sem innvolsið gumsast út og inn í munnholið. Vefjur eru á borðum nokkrum sinnum í viku og það sem er dásamlegast er að þær geta tekið á sig allra kvikinda líki eftir því hvaða krydd eru brúkuð eða hvaða lekkerheit fara í fyllinguna.

 

20140929_124401

 

 

 

Naglinn notaði næringarger í þessar elskur til að fá ostabragðsfílinginn og þessi átupplifun sendi áferðarperrann beint í áfallahjálp. Af hverju hafði Naglanum ekki löngu dottið í hug þessi kombinasjón???

 

IMG_8649

Uppskrift
2 stk

150 ml (5 stk) eggjahvítur
1/2 skófla NOW baunaprótín
1 msk Psyllium Husk
1
 msk Naturata næringarger
1/2 tsk hvítlauksduft
salt og pipar

 

* Allt stöffið fæst í Nettó.

 

1. Blanda öllu saman með töfrasprota þar til engir klumpar lengur.

2. Slumma helming af deiginu á sjóðandi heita smurða/spreyjaða pönnu og dreifa vel úr. Lækka niður í miðlungshita.
3. Snúa við eins og pönnuköku þegar hún er orðin þurr á mallanum og steikja í 1-2 mín
4. Endurtaka leikinn fyrir hinn helminginn af deiginu.

Voilá… tvær gómsætar berrassaðar vefjur bíða fyllingar.

 

20140929_124242

 

Á tímum þar sem matarsóun er í hámarki eru vefjur haukur í horni því það má dúndra í þær afgöngum gærdagsins eða hvaða gúmmulaði sem ísskápurinn hefur að geyma og búa til lekkera máltíð á nó tæm.

 

 

20140925_120827

 

Lágkolvetna. Hitaeiningasnauðar (200 kcal). Glúteinlausar. Fljótlegar. Gómsætar.
Naglinn bíður svo bara eftir þakkarbréfunum frá ykkur.

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Matreiðslunámskeið Röggu Nagla á Suðurnesjum

Naglinn hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir frá heilsumelum frá öllum landshlutum um að komao og halda matreiðslunámskeið. Að sjálfsögðu verður orðið við þeim óskum, og byrjað á þeim eðal landshluta, Suðurnesjum.

Matreiðslunámskeið Röggu Nagla í samstarfi við Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum verður haldið fimmtudaginn 30. október kl 17-21 í Grunnskóla Grindavíkur.

 

Skráning í gleðina er hér.

Athugið að það seldist upp á fyrri námskeið á örfáum tímum svo það er að hrökkva eða stökkva til að tryggja sér pláss

Leave a comment

Filed under bakstur, Mataræði, Sjoppur, Uppskriftir

Steinn í götu

 

Hjá hverri ræktarrottu eru alltaf þeir í nærumhverfinu sem aldrei munu samgleðjast né hrósa þér, hvort sem það er með nýja bílinn, starfið, íbúðina, líkamlegan árangur eða breyttan lífsstíl.

Öfund er undirrót alls ills í heiminum og því miður er þessi löstur alltof algengur í fari fólks. Jafnvel þínir allra nánustu reyna meðvitað eða ómeðvitað að leggja stein í götu þíns breytta lífsstíls vegna eigin vanmetakenndar yfir sófavermingum og kókslafri.

 

Hverjir eru þínar klappstýrur á hliðarlínunni á braut heilsunnar?

Segir systir þín: “Gott hjá þér að sleppa súkkulaðinu og fá þér frekar epli.”

Eða segir hún: “Getur þú ekki svindlað á mataræðinu svona einu sinni, það skaðar nú varla að fá sér smá súkkulaði?”

Hvað með vini þína? Eru þeir “já” manneskjur sem réttlæta svindl og sukk með þér? “Komm on…. Þú getur nú alveg fengið þér pizzu með okkur. Hefur bara gott af því.”

 

Eða hrósa þeir þér fyrir staðfestu þína, jafnvel smitast af dugnaðinum og hoppa með þér í musteri líkamans í járnsvívirðingar?

 

Hvernig er stuðningurinn heima við? Ertu í nærandi umhverfi þar sem “hele familien” tekur þátt í heilsusamlegu lífi og gleðst yfir hollum kvöldmat og sameinast í sprikli. Eða er heimilið jarðsprengjusvæði í Írak þar sem þú ert með sorg og sút og samviskubit grasserandi í sálinni yfir ræktarferðum og kjúklingaáti?

Segir makinn við þig:“Æi þarftu endilega að fara í ræktina núna? Getum við ekki bara farið á Kennann í kvöld?”

 

Eða skundar viðhengið með þér í ræktina og skannar netið í leit að girnilegum heilsusamlegum uppskriftum fyrir fjölskylduna?

Rannsóknir hafa sýnt að félagslegur stuðningur heimavið og í vinahópnum er stór þáttur í að viðhalda fitutapi (Am Journ of Clin Nutr, 52, 800-807)

 

Hvernig er stemmningin á vinnustaðnum? Naglinn hefur heyrt hvíslað úr hornum að vinnufélagar agnúist út matarvenjur og hreyfingu hjá hollustumelum. “Hvernig nennirðu þessu? Nennirðu að hætta með þennan hafragraut, þú lætur mig líta illa út.” Í stað þess að samgleðjast og hvetja kollegana áfram á heilsubrautinni eru neikvæðar athugasemdir það sem liðið velur frekar að gubba útúr sér.

 

Hvers vegna er það svo að 70% af þeim sem byrja að feta brautina að breyttum lífsstíl gefast upp og falla í sama farið með kók og snúð.? Getur ein ástæðan verið að fólk sé einfaldlega að friðþægja samferðarfólk sitt með kökuáti og kókdrykkju?

Svart-hvítur hugsunarháttur er mjög algengur hjá nýgræðingum á heilsuvagninum og mörgum reynist erfitt að finna meðalhófið í hollustu og óhollustu. Örlítil hrösun af beinu brautinni, t.d með að fá sér kexköku til að þagga niður í gagnrýnisröddum náunganna, er álitið merki um eigin veikleika og ósigur. Þá sé eins gott að liggja í majónesu þar sem allt er hvort eð er ónýtt eftir eina kexköku.

 

Það þarf sterk bein til að halda sínu striki á heilsubrautinni og láta blammeringar um skyrát og skokk sem vind um eyru þjóta. Vertu ein(n) af þessum fáu sem standa uppi sem sigurvegarar og leyfðu slenuðum sófakartöflunum að kreppa bjúgaðar tærnar í skónum yfir þinni staðfestu og dugnaði.

Leave a comment

Filed under Æfingar, Bölsót, Fjarþjálfun, Hugarfar

Matreiðslunámskeið Naglans 8.-9. september 2014

Enn eitt frábært matreiðslunámskeið Naglans að baki með hinum frábæru styrktaraðilum, Nettó Samkaup og Now á Íslandi.

Námsþyrstir heilsugosar lögðu leið sína í Fjörðinn fagra á haustkvöldum í september til að drekka í sig fróðleik og kunnáttu fyrir gúmmulaðisgerð og gera þannig lífið á heilsubrautinni að dansi á rósum.

IMG_8635

IMG_8548

Allir þátttakendur fóru heim með “goodie bag” sem var fjölnotaburðarpoki frá Nettó, með allskyns góðgæti í gúmmulaðisgerð innanborðs.

IMG_8556

Allt klárt fyrir rassíu kvöldsins í eldhúsinu. Þess má geta að allt hráefnið sem notað er á matreiðslunámskeiðinu fæst í Nettó.

IMG_8558

IMG_8554

IMG_8553 IMG_8552

Allt í pizzugerð kvöldsins… gleði og gaman…

IMG_8550

Hin frábæru Sistema nestisbox sem fást í Nettó.  Þessi box skipa sérstakan sess í hjarta Naglans sem er alltaf á ferð og flugi um allar koppagrundir og slæpist með kælitöskuna fulla af hollum snæðingum frá einu landi til annars.

IMG_8566

IMG_8579

Naglinn með sýnikennslu í pizzagerðinni.


IMG_8588

IMG_8594

Grautartriffli… omm nomm

IMG_8595

IMG_8596

IMG_8617

IMG_8627

Það er alltaf jafn gleðilegt að fylgjast með þegar fólk prófar flöff í fyrsta skipti.
Þá fyrst skilur það frasa Naglans: “Ef þú hefur ekki flöffað, þá hefurðu ekki lifað.”

IMG_8629

IMG_8568

Stoltur kennari með stórglæsilegt grautartriffli frá nemendunum.

IMG_8633

IMG_8638

It’s pizza o’clock. Prótínpizzurnar komu á færibandi útúr ofnunum og biðu þess að vera sporðrennt í ginið á svöngum námshestum eftir erfiði kvöldsins í eldhúsinu.

IMG_8641

IMG_8644

IMG_8645

Svo voru það desertarnir, sem voru ekki af verri endanum frekar en endranær.

IMG_8642

Come to mama!!

IMG_8606

IMG_8600

Meistaraverkunum raðað á hlaðborðið meðan samnemendur bíða með óþreyju eftir að sökkva tönnunum í gúrmetið.

IMG_8590

Omm nomm….

Naglinn þakkar fyrir ótrúlega skemmtileg námskeið og hlakkar til að hitta nýja námshesta á næsta námskeiði sem verður haldið miðvikudaginn 29. október. Skráning hér:

Leave a comment

Filed under Mataræði, Sjoppur, Uppskriftir

Vanillu ostakaka með súkkulaðiívafi

PhotoGrid_1412929370806

Þessi kaka er ólýsanlega gómsæt. Átið á henni framkallaði epíska hamingju og jaðraði við trúarlega athöfn hjá rammheiðnum Naglanum. Niðurtalning í kvöldsnæðing morgundagsins hófst um leið og síðasta bita hafði verið rennt niður og það er hugsanlegt að diskurinn hafi verið sleiktur…neeii djók…. eða ekki.

Vanilluostakaka með dökku súkkulaði

Botn

4 msk Monki hnetusmjör (fæst í Nettó)
4 msk hakkaðar möndlur
2 msk sykurlaust síróp eða agave

IMG_5924

Fylling

150g hreint skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
250g kotasæla
1 skófla Nectar vanillu mysuprótín (fæst í Fitness Sport)
1 dl eggjahvítur
1 msk NOW erythritol

nectar protein pow

Horuð dökk súkkulaðisósa

2 msk Hershey’s special dark kakó eða venjulegt Hershey’s (fæst í Nettó)
1 msk Stevia NOW Hot Chocolate (fæst í Nettó)
Isola möndlumjólk (magn eftir þykktarsmekk)

PhotoGrid_1412929655028

Aðferð:

1. Blanda öllu saman í botninn og þrýsta niður í 20 cm lausbotna form
2. Hræra í fyllinguna með töfrasprota þar til allt blandað og mjúkt
3. Hella fyllingunni ofan á botninn.
4. Baka á 160°C í 30-45 mín. Ekki ofbaka þessa elsku. Hún má gjarnan dilla sér þegar hún kemur útúr ofninum. Hún má vera blaut innan í (engar dónahugsanir) því hún tekur sig í kæli.
5. Leyfa kökunni að kólna, helst yfir nótt í ísskáp.
6. Hræra saman í h0ruðu súkkósósuna og drissla yfir kökuna.

Njóta…njóta ó svo vel fyrir allan peninginn.

IMG_5926

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Prótínpizza Naglans 2.0

Naglinn er alltaf að bæta og betrumbæta uppskriftir. Því oftar sem maður skellir í hverja dásemd því meira lærir maður… að vita meira í dag en í gær… er það ekki það sem lífið snýst um? Prótínpizza hefur vermt magaholið ansi oft uppá síðkastið enda Naglinn pizzumelur með meiru en þessi litla snúlla svalar þeirri þörf algjörlega og heldur öllum vanþurftarhugsunum langt úti í hafsauga á milli þess sem alvöru varíasjónin er gúlluð á restauröntum bæjarins. PhotoGrid_1412949886105

Prótínpizza 2.0

1 skófla NOW pea protein (baunaprótín)
150 ml eggjahvítur
1 dl bókhveiti
2 msk Isola möndlumjólk

rósmarín, hvítlauksduft, basilíka og pizzakrydd frá Himnesk hollusta
Allt hráefnið fæst í Nettó

IMG_8553 Aðferð: 1. Hræra öllu saman með sleikju. Deigið á að vera frekar þykkt. 2. Hella á sjóðandi heita og vel smurða pönnukökupönnu og nota sleifina til að dreifa vel úr deiginu. Lækka niður í miðlungshita. 3. Þegar orðin þurr á mallakút, snúa við á bakið og baka í gegn. Þá er botninn klár. IMG_8602 Toppa með tómatpúrru frá Himnesk hollusta og svo þeirri gleði sem áferðarperrinn í þér öskrar á þá stundina. Enda á rifnum osti og inn í ofn þar til osturinn bráðnar. IMG_8599 IMG_8554 Sáldra svo hvítlauksolíu og chili olíu á kantinn til að dýfa í…. úff…sleftaumarnir eru byrjaðir að seytla út um munnvikin.

Leave a comment

Filed under bakstur, kjöt og fiskur, Low-carb, prótín, Uppskriftir