Súkkulaði prótínbrauð

Naglinn er með játningu. Ég heiti Ragnhildur og ég er súkkulaðifíkill. Á klínískan mælikvarða. Patólógískur súkkulaðiperri. Öllssshka allt súkkulaðitengt og þyrfti alvarlega að íhuga málið ef valið stæði milli friðar fyrir botni Miðjarðarhafs og að geta borðað súkkulaði allan daginn án afleiðinga.

Enda er passað vel uppá að birgðastaðan af kakódunkum sé ávallt í hámarki því þeir spænast upp á ‘nó tæm’ úr bökunarskápnum.

IMG_8520

Naglinn pantar þessa dásemd Special Dark Hershey’s Cocoa á Amazon.com og allir sem voga sér útfyrir landsteinana til Ammeríkunnar eru sjanghæjaðir, mútað og hótað að troða nokkrum dunkum í veskuna og ferja yfir hafið beint í ginið á átvaglinu.

PhotoGrid_1411023951631

Og hvað er dásamlegra en súkkulaði og brauð saman í einu kombói? Súkkulaðibrauð hljómar sem ómþýð djasstónlist í eyrum súkkulaðifíkla með brauðblæti. Hveitilaust, glútenfrítt, horað og gómsætt. Er hægt að biðja um það betra?

Súkkulaðiprótínbrauð

5 eggjahvítur
2 msk ósætað Hershey’s kakó (fæst í Nettó), eða Special Dark ef þú hefur aðgang að slíkri dásemd
1 skófla NOW baunaprótín (pea protein)
1 msk NOW Psyllium HUSK
1 msk kókoshnetuhveiti (t.d Dr. Goerg, fæst í Nettó)
1 dl mjólk (kókoshnetu, möndlu, hrísmjólk)
handfylli kakónibbur (valfrjálst)
1 tsk lyftiduft
klípa salt

IMG_8667

Aðferð:

1) Hita ofn í 170°C
2) Blanda öllu gumsinu saman með töfrasprota, blandara eða handþeytara nema kakónibbum ef notaðar. Bæta þeim við með sleif í lokin.
3) Hella deiginu í lítið brauðform (Naglinn notar sílíkonform)

IMG_8523

4) Baka í 40 mínútur eða þar til (þungur) knífur kemur skraufþurr upp þegar stungið í mitt brauðið.
5) Voilá…. dásamlegt súkkulaðibrauð tilbúið til átu. Unaður með smá smjörsleikju og Fjörosti. *slefályklaborð*

IMG_8530

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Nýtt stöff í Naglahöllinni

 

Naglinn er afskaplega hagsýn húsmóðir sem kreistir tannkremstúpur í öreindir og klippir þær síðan í sundur til að ná síðustu dreggjunum. Kaupir aldrei plastpoka því það er bruðl, nýtir alla matarafganga því sóun matvæla er á pari við landráð og bætir vatni í sápubrúsann þegar hann er við að tæmast til að drýgja líftímann.
En þegar kemur að netsjopping á matvælum og öðrum sem fellur undir fóðrun falla rökhugsun og sjálfsagi örend fyrir hvatvísi og áhrifagirni. Það er ekki friður í sálinni nema að allavega þrír til fjórir pakkar séu á leiðinni með póstinum.

Allskonar nýjungar fyrir átvögl hafa því ratað inn í eldhús Naglans undanfarið, bóndanum til mikillar armæðu.

“Það er ekkert pláss fyrir þetta allt saman í íbúðinni.”

“Jú jú, kallinn minn… í mallanum á konunni þinni” :)

 

 

20140826_190938

Nýtt stöff frá Sistema (fæst í Nettó á Íslandi, sistemascan í DK).
Salatskál með sigti í botninum sem heldur kálinu krispí, afar gott fyrir áferðarperra.
Sömuleiðis salatspinner til að hreinsa kálið fyrir átu.
Möffins form “to-go”, passar voða vel fyrir horaðar múffur Naglans.
Kaffimál fyrir bóndann þar sem Naglinn drekkur ekki kaffi.
Vatnskanna með sigti og lokanlegu loki, sérstaklega gagnlegt fyrir ávexti útí vatnið.
Morgunkorns kassi undir haframjölið.
Tveir vatnsbrúsar, að sjálfsögðu bleikir. Bæði 600 ml og 800 ml í átökin. Öfugt við gömlu brúsaaumingjana leka þessir ekki og bleyta alla æfingaveskuna… “been there, done that”.

 

20140901_085006

Bleikur Sistema vatnsbrúsi með skrúfanlegu loki

 

 

20140815_082519

Bragðaukar frá Myprotein.com. Bæði dropar og duft

Dropar:
Toffee dropar – dásamlegt í prótínfrosting og prótínbúðing
Vanilludropar – nokkrir dropar útí horaðan þeyttan rjóma er alveg eins og Kjörís úr vél

Duft:
Súkkulaði heslihnetu – útí horaða súkkulaðisósu Naglans er eins og Milka súkkulaði.
Mokka  – unaðslega bragðgott. Dásamlegt í súkkósósu, múffur, kaffibollaköku… eiginlega allt.
Cookies & Cream – alls ekki gott, alltof kemískt bragð.
Súkkulaði kókoshnetu – svona bragðast illska. Algjör horbjóður. Fór beint í ruslið.

 

20140827_172441

Ósætuð súkkulaðimöndlumjólk keypt á www.iherb.com. Eins og Kókómjólk, jeraðsegja ykkur það. Unaður í kaffibollaköku, flöff og allskonar.

20140901_085120

Casein prótín með karamellu-hnetu bragði. Keypt á Bodystore.dk

 

20140820_210341

 

 

 

20140901_084925

Þetta gott fólk! Súkkulaðiheslihnetusmjör er nákvæmlega eins og Ferrero Rocher. Dásemd í dós.

 

Lakkrísblætið byrjar:

20140901_084753

Lakkrís granulat

 

 

20140901_084738

Sætt lakkríspúður en samt án sykurs

 

 

20140826_171752

Sykurlaust lakkrís síróp með Stevia

 

 

20140730_155238

Lakkrís salt frá Saltverk

 

Naglinn er með algjört lakkrísblæti þessa dagana.
Lakkrís síróp með Stevia (Magasin). Unaður í salatdressingu blandað við balsamedik, sáldrað út á prótínbúðing, flöff, kaffibollakökur, marinering fyrir lax, kjúlla, naut…. endalausir möguleikar
Lakkrís salt frá Saltverk (Magasin, Irma). Gott á ALLT… sumir skófla því í grímun eitt lófafylli í einu
Lakkrís granulates (Magasin) – grófkorna lakkríspúður.
Sætt (sykurlaust) salmiak lakkríspúður – eins og Dracula brjóstsykur (Magasin). Sáldrað yfir flöff og lífið er fullkomnað.

 

 

Sistema örbylgju hrísgrjóna gufusjóðari

Sistema örbylgju hrísgrjóna gufusjóðari

 

 

 

 

IMG_8447

Sistema örbylgju grænmetisgufusjóðari

 

 

20140901_091056

Þetta hnetusmjör getur dimmu í dagsljós breytt. Karamellubrjálæðið eitt og sér ætti að fá Friðarverðlaun Nóbels. Keypt á http://www.energilageret.dk en Naglinn hefur gaukað að eðaldrengjunum í FitnessSport að athuga með innflutning á landið bláa.

 

20140902_071136

 

Laaangbestu hrísgrjónin að mati Naglans. Keypt á http://www.iherb.com.

 

That’s it folks…. nú hefst átið.

Leave a comment

Filed under Fitutap, Mataræði, Sjoppur, Uppbygging

Klámvæðing líkamsræktar

 

PhotoGrid_1409395762024

 

Í samfélagsmiðlafargani nútímans þar sem sjálfsmellur garga af skjánum er líkamsrækt farin að dansa tangó við klámvæðingu. Silungastútur á munni með bolinn dreginn upp að höku til að bera kviðinn. Þjóhnappar íklæddir örbrók klíndir upp við spegil og smellt af. Snurfusaðar og meiköppaðar túttur með frygðarsvip í hnébeygju.

 

 

Þetta á allt saman að hafa hvetjandi tilgang fyrir gesti og gangandi, en hafa í raun þveröfug áhrif. Jón og Gunna samsama sig ekki með olíubornum, uppstríluðum og tönuðum skrokkum með heflaðan kvið í lendum ræktar. Með hárið slegið í efnislítilli spjör og ekki svitadropi í nánd.

 

 

Það er ekki hvetjandi til heilsuhegðunar þegar dressin eiga betur heima í svefnherberginu en í ræktarsal.

 

 

Hreysti snýst um að geta nýtt skrokkinn til góðra verka. Að keppa við þyngdaraflið í að slíta upp járn með ljótuna á lokastigi. Að sigra sjálfan sig í brekkusprettum og skilja einungis eftir rassasvita og purpuralitað smetti. Að gefa allt í botn og útvíkka siglingalögsögu þægindasápukúlunnar.

 

Veruleikinn er ómálað smetti, rennandi blautur toppur og purpuralitaðar kinnar.

Lífið er grettur, geiflur og stunur.

 

Að vinna fyrir betra formi með öllum þeim styrk sem þú átt í skrokk og sál, óháð líkamsformi, brjóstastærð, rassalögun eða rifflum á kvið. Það er það sem hreysti á að snúast um.

Leave a comment

Filed under Æfingar, Þolæfingar, Bölsót, Hugarfar, Styrktarþjálfun

Naglapönnsur

PhotoGrid_1404981854408

 

Það er Naglanum mikið ástríðumál að miðla til ykkar elsku lesenda að hollt mataræði þýðir ekki horað kálblað og þurr kjúklingur.

Heilbrigður lífsstíll snýst ekki um boð og bönn, heldur allt gúmmulaðið sem hægt er að moða úr hollustunni.

Því mataræði snýst ekki bara um kaloríur, kolvetni, prótín og fitu, heldur er það að miklu leyti sálrænt og bundið í rótgrónar venjur, þarfir og langanir.

Við erum ekki bragðaukalus Árni úr járni sem segir dooinng.

Þessar pönnsur eru svo einfaldar og aðeins fimm innihaldsefni. Blómkálið gefur meira magn og meira flöff og Naglinn sver við bíseppinn að þið finnið ekki bragð af því

Grindhoraðar ammerískar pönnsur Naglans (4-5 stk)

150 ml eggjahvítur
1 dl rifið blómkál (hakkað í matvinnsluvél/blandara)
2 msk NOW Pysllium Husk
2 msk Isola möndlumjólk
1 tappi Frontier maple dropar eða NOW French vanilla dropar

Hræra öllu saman með gaffli.
Hella 1/4 af deiginu á sjóðandi heita smurða pönnu. (ef þið viljið þynnri pönnsur þá skiptið þið deiginu í tvennt.)

Lækka í miðlungshita.
Þegar bobblur byrja að myndast og hún orðin þurr á maganum má snúa lufsunni á bakið.
Endurtaka leikinn með restina af deiginu.

Bera fram með jarðarberjahrærðu skyri, sykurlausu sírópi, horaðri súkkulaðisósu, hnetusmjöri…. eða hvað sem hugurinn girnist.

Bon appétit!

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, Mataræði, morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Lágkolvetna súkkulaðikaka – sjúkleg mjúkheit

IMG_8262

 

Þessi lágkolvetna súkkulaðikaka gott fólk.
Ó svo mjúk, ó svo horuð, ó svo einföld, ó svo fljótleg… hvað er hægt að biðja um meira í þessu lífi? Frábær í kvöldsnæðing.
Ekki fitja uppá nefið og afskrifa baunaprótín sem einhvern horbjóð. Þetta prótínduft er ekki gúrmeti í sjeik, en algjör dásemd í prótínbakstur því það gerir bakkelsið að mjúkelsi undir tönn.

Lágkolvetna súkkulaðikaka
1 skammtur

1 skófla NOW foods pea protein
1 msk ósætað kakó (Hershey’s, fæst í Kosti)
1 tsk NOW psyllium HUSK
1 dl blómkálsmússa (soðið blómkál maukað með töfrasprota)
NOW foods Better Stevia karamelludropar
2 eggjahvítur
2 msk möndlumjólk
2-3 msk vatn
1/2 tsk lyftiduft
1 msk NOW erythritol eða Sukrin gold

Öllu gumsað saman í Sistema örbylgju núðluskál (Nettó) og hræra með gaffli.

20140729_125304

IMG_8484
Örrað í 3-5 mínútur.

Toppa ljúfmetið með horaðri súkkósósu Naglans

2 msk ósætað kakó (Hershey’s)
1 msk NOW hot cocoa
3-4 msk Isola möndlumjólk

Og kökuskraut… alltaf skraut, því lífið er of stutt fyrir óskreytta köku.

Leave a comment

Filed under bakstur, Fitutap, kvöldsnæðingar, Low-carb, Mataræði, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Hnetusmjörs ostakaka

Undanfarna mánuði var Naglinn í undirbúningi fyrir myndatöku fyrir skræðuna sem er hömruð af alefli á lyklaborðið nú um mundir.

A39A5548

Því voru snæðingarnir teknir fastari tökum en áður og í því fólst meðal annars að mjólkurvörur voru minnkaðar úr mataræðinu. Gríðarlegur söknuður hefur hríslast um holdið þennan tíma eftir horuðu og hollu ostaköku Naglans og því var skellt í eina epíska hnetusmjörsostaköku um leið og myndatöku lauk.
Tíminn stöðvaðist og allar stjörnur sólkerfisins skinu skærar þegar þessi unaður rann niður vélindað.

Hnetusmjörsostakaka

Hnetusmjörsostakaka 

Botn

1 dós kjúklingabaunir
30g hakkaðar heslihnetur
1 msk ósætað Kakó (t.d Hershey’s, fæst í Kosti)
1 msk Sykurlaust pönnukökusíróp (fæst í Fitness Sport) eða agave eða hunang
2 msk Isola möndlumjólk (Nettó, Fjarðarkaup, Lifandi markaður)

1. hella vökva af baunum og hræra öllu gúmmulaðinu nema hnetum saman í botninn með töfrasprota eða í blandara.
2. blanda hökkuðum hnetum saman við gumsið
2. þrýsta öllu vel niður í lausbotna form (20 cm þvermál)
3. baka í 10-15 mínútur meðan fyllingin er gumsuð saman eða þar til orðinn vel tanaður með gullinbrúnan gljáa

Fylling
450g kotasæla
250g hreint skyr/grísk jógúrt/kvark/kesam
2 msk Monki lífrænt hnetusmjör (Nettó, Fjarðarkaup, Lifandi markaður)
1 skófla Nectar vanilluprótín
2 eggjahvítur (60g)
2 msk NOW erythritol (Nettó, Krónan, Fjarðarkaup, Lifandi markaður)

Peanut-butter-cheesecake-slice

1.  Hræra kotasæluna þar til hún hefur losnað við allar unglingabólurnar
2. hræra svo restinni í fyllinguna saman við með sleikju eða töfrasprota. Ekki hræra of mikið því þá koma sprungur í kökuna þegar hún bakast.
3. hella fyllingunni yfir hálfbakaðan botninn
4. baka í 35-40 mínútur á 170°C. Ekki baka í öreindir. Kakan má alveg dilla sér pínulítið eins og sambadrottning í karnivali þegar hún kemur útúr varmanum.
5. Setja í kæli í 2-3 tíma eða helst yfir nótt.

Toppa með horaðri súkkulaðisósu og hökkuðum hnetum. 
Fortíðarátsþrá hamast nú á hjarnanum og mínúturnar taldar í næsta kvöldsnæðing. 

 

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Aftenging – þú ert alveg nóg

You-are-enough-4
Naglinn:
- er með háræðaslit í kinnum og á nefi og án farða lítur út eins og Gísli Súrsson- er með húðslit á mjöðmum, lærum, brjóstum þrátt fyrir að hafa aldrei gengið með börn

– útskrifaðist úr menntaskóla með 5.0 í meðaleinkunn og tvær falleinkunnir
- langar í hamborgara og franskar alla daga ársins

- er með komplexa yfir maganum

- notar A-skálar í brjóstahaldara og lítur út eins og skóladrengur í íþróttatopp

- hefur bæði verið of þung og of grönn

- hefur átt óheilbrigt sambandi við mat með ofátsköstum, stífri megrun, sektarkennd og samviskubiti og svart-hvítum hugsunum

-skaðaði alvarlega grunnbrennsluna á sokkabandsárunum með horuðum snæðingum og ómannlegu magni af þolæfingum

- hefur hatast út í líkama sinn, glaðst yfir árangri, íhugað fitusog og lýtaaðgerð, tekið sjálfsmellur í hamingjukasti og grenjað yfir vigtinni.

Í öllu þessu samfélagsmiðlafargani erum við stöðugt að bera okkar líf, líkama, hegðun og hugarfar saman við aðra.
Við teljum okkur trú um að þeirra sýndarveruleiki sem gargar á okkur af Tísti, Fési, Insta, snappi sé hinn fullkomni og að okkar er ekki nóg. Að þeir valhoppi undir regnboga með hvolpum og heyi engar innri eða ytri baráttur.

Með flekklausa fortíð. sjálfsaga Nepalmunks og viljastyrk nashyrning í makaleit fara þeir í gegnum lífið, meðan við strögglum, missum úr æfingu, borðum óplanaðar súkkulaðirúsínur, fáum feituna og ljótuna.
Út frá brengluðum viðmiðum upplifum okkur sem mislukkuð og að við séum ekki nóg.
Aftengdu þig. Taktu pásu og fagnaðu lífinu ÞÍNU. Faðmaðu þá sem þér þykir vænt um, talaðu fallega til líkama þíns og hrósaðu þér fyrir alla litla sigra.Þú ert alveg nóg.

 

Leave a comment

Filed under Æfingar, Þolæfingar, Bölsót, Fitutap, Hugarfar, Mataræði, Styrktarþjálfun