Hindberjakókosmúffur

Það heltekur alltaf pervertískur æsingur að deila með heiminum þegar Naglinn dettur niður á gómsætt hollustukombó.
Þessar hindberjakókosmúffudúllur eru nýjasta afurðin til að líta dagsins ljós úr tilraunaeldhúsinu og hafa algjörlega slegið í gegn hjá áferðarperranum. Stökkar undir tönn með nóg af knasi en dúnmjúkar samtímis svo áferðarperrinn tekur afturábak kollhnís með skrúfu.

 

Raspberry muffins

Hindberjakókosmúffur

6 stykki

50g haframjöl

2 msk NOW erythritol
1/2 tsk lyftiduft
2 msk NOW ósætaður rifinn kókos
100g hreint skyr
1/2 dl Isola möndlumjólk (eða belju/hrís/kókoshnetu)
4 eggjahvítur (120g)
1 tsk NOW Better Stevia French vanilla dropar
150g hindber (frosin eða fersk)

Aðferð:

Blanda öllu saman nema hindberjum með sleif. Hræra hinberjum varlega saman við deigið.
Hella í spreyjuð múffuform eða sílíkonform.
Baka á 170°C í 15-20 mín.

Gerir c.a 6 stk…. hversu gaman er að geta gúllað heil sex kvekendi í morgunmat??
Átvaglið er í Útópíu. Yfir og út.

Leave a comment

Filed under bakstur, morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Menntaskólamær sem breyttist í heilsumel – Naglinn þá og nú

PhotoGrid_1410869308750

 

 

Naglinn var á 15 ára endurfundum menntskælinga lærða skólans um liðna helgi.

Af því tilefni er hér samanburðarmynd af menntaskólamærinni og Naglanum sem braust út og hertók haus og skrokk.

Lífsstílsvenjur menntaskólaáranna voru síst til eftirbreytni og samanstóðu máltíðirnar af majónesbaseruðum langlokum , sígó og kók í hádeginu.

Á kvöldin voru rúntað um borg óttans og þurfti auðvitað að fylla á kviðarholið með Litlum Snæðingi á BSÍ, hambó, fröllur, kokteil.
Ekki fer maður að sofa á tóman maga!!

Sem starfsmaður kvikmyndahúss hreppti Naglinn ólympískt gull í sælgætisáti, og bronsverðlaun í popp – og nachos slafri.
Ekki var óalgengt að slátra einum kúlusúkkpoka án þess í byrjun vaktar, fylgt eftir með pizzu í kvöldmat, Djæf með möndlum í desa og nachos með ostasósu fyrir svefninn.

Ekki þarf að fjölyrða um magn áfengis sem rann ljúflega niður kverkarnar á menntaskólaárunum.
Daginn eftir gjálífið var sextán tomma með peppó og hakki fastur liður eins og vanalega og dísætu kóla með rauðum miða til að skola herlegheitunum niður.

Gerðist breyting á matarvenjum Naglans á magískum 12 vikum eins og í töfrakúrunum?

Heldur betur ekki!! Það tók mörg mörg ár (og nokkrar sálfræðigráður) að þjálfa upp æskilegri hugsanir og stuðla þar með að breyttu hegðunarmynstri.

En með að breyta aðeins fáum atriðum í einu tók hollusta og heilsa yfir nachos, rettur og reglulegar flatbökur.

Lykilatriði í lífsstílsbreytingu Naglans var að gramsa, prófa, leita og finna hollustukombó og heilsusamleg gúrmeti sem glöddu tunguna og sinnið.

Hefur Naglinn hrasað í átt að betri lífsstíl? Ótal, milljón sinnum. En alltaf staðið upp aftur, horinu snýtt, tárin þerruð, brækur girtar, og aftur af stað.

Þegar þú lærðir að hjóla dastu ekki einhvern tíma í götuna?

Hrösun er lærdómsferli, og styrkir okkur með vopnabúri af trixum, tólum, tækni til að tækla svipaðar aðstæður á annan hátt í framtíðinni.

Hvert skipti sem þú stendur upp, dustar rykið af brókunum og sest aftur á hnakkinn er sigur, og litlir sigrar safnast saman í áttina að langvarandi lífsstílsbreytingu.

Leave a comment

Filed under Fitutap, Hugarfar, Mataræði

Súkkulaði prótínbrauð

Naglinn er með játningu. Ég heiti Ragnhildur og ég er súkkulaðifíkill. Á klínískan mælikvarða. Patólógískur súkkulaðiperri. Öllssshka allt súkkulaðitengt og þyrfti alvarlega að íhuga málið ef valið stæði milli friðar fyrir botni Miðjarðarhafs og að geta borðað súkkulaði allan daginn án afleiðinga.

Enda er passað vel uppá að birgðastaðan af kakódunkum sé ávallt í hámarki því þeir spænast upp á ‘nó tæm’ úr bökunarskápnum.

IMG_8520

Naglinn pantar þessa dásemd Special Dark Hershey’s Cocoa á Amazon.com og allir sem voga sér útfyrir landsteinana til Ammeríkunnar eru sjanghæjaðir, mútað og hótað að troða nokkrum dunkum í veskuna og ferja yfir hafið beint í ginið á átvaglinu.

PhotoGrid_1411023951631

Og hvað er dásamlegra en súkkulaði og brauð saman í einu kombói? Súkkulaðibrauð hljómar sem ómþýð djasstónlist í eyrum súkkulaðifíkla með brauðblæti. Hveitilaust, glútenfrítt, horað og gómsætt. Er hægt að biðja um það betra?

Súkkulaðiprótínbrauð

5 eggjahvítur
2 msk ósætað Hershey’s kakó (fæst í Nettó), eða Special Dark ef þú hefur aðgang að slíkri dásemd
1 skófla NOW baunaprótín (pea protein)
1 msk NOW Psyllium HUSK
1 msk kókoshnetuhveiti (t.d Dr. Goerg, fæst í Nettó)
1 dl mjólk (kókoshnetu, möndlu, hrísmjólk)
handfylli kakónibbur (valfrjálst)
1 tsk lyftiduft
klípa salt

IMG_8667

Aðferð:

1) Hita ofn í 170°C
2) Blanda öllu gumsinu saman með töfrasprota, blandara eða handþeytara nema kakónibbum ef notaðar. Bæta þeim við með sleif í lokin.
3) Hella deiginu í lítið brauðform (Naglinn notar sílíkonform)

IMG_8523

4) Baka í 40 mínútur eða þar til (þungur) knífur kemur skraufþurr upp þegar stungið í mitt brauðið.
5) Voilá…. dásamlegt súkkulaðibrauð tilbúið til átu. Unaður með smá smjörsleikju og Fjörosti. *slefályklaborð*

IMG_8530

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Nýtt stöff í Naglahöllinni

 

Naglinn er afskaplega hagsýn húsmóðir sem kreistir tannkremstúpur í öreindir og klippir þær síðan í sundur til að ná síðustu dreggjunum. Kaupir aldrei plastpoka því það er bruðl, nýtir alla matarafganga því sóun matvæla er á pari við landráð og bætir vatni í sápubrúsann þegar hann er við að tæmast til að drýgja líftímann.
En þegar kemur að netsjopping á matvælum og öðrum sem fellur undir fóðrun falla rökhugsun og sjálfsagi örend fyrir hvatvísi og áhrifagirni. Það er ekki friður í sálinni nema að allavega þrír til fjórir pakkar séu á leiðinni með póstinum.

Allskonar nýjungar fyrir átvögl hafa því ratað inn í eldhús Naglans undanfarið, bóndanum til mikillar armæðu.

“Það er ekkert pláss fyrir þetta allt saman í íbúðinni.”

“Jú jú, kallinn minn… í mallanum á konunni þinni” :)

 

 

20140826_190938

Nýtt stöff frá Sistema (fæst í Nettó á Íslandi, sistemascan í DK).
Salatskál með sigti í botninum sem heldur kálinu krispí, afar gott fyrir áferðarperra.
Sömuleiðis salatspinner til að hreinsa kálið fyrir átu.
Möffins form “to-go”, passar voða vel fyrir horaðar múffur Naglans.
Kaffimál fyrir bóndann þar sem Naglinn drekkur ekki kaffi.
Vatnskanna með sigti og lokanlegu loki, sérstaklega gagnlegt fyrir ávexti útí vatnið.
Morgunkorns kassi undir haframjölið.
Tveir vatnsbrúsar, að sjálfsögðu bleikir. Bæði 600 ml og 800 ml í átökin. Öfugt við gömlu brúsaaumingjana leka þessir ekki og bleyta alla æfingaveskuna… “been there, done that”.

 

20140901_085006

Bleikur Sistema vatnsbrúsi með skrúfanlegu loki

 

 

20140815_082519

Bragðaukar frá Myprotein.com. Bæði dropar og duft

Dropar:
Toffee dropar – dásamlegt í prótínfrosting og prótínbúðing
Vanilludropar – nokkrir dropar útí horaðan þeyttan rjóma er alveg eins og Kjörís úr vél

Duft:
Súkkulaði heslihnetu – útí horaða súkkulaðisósu Naglans er eins og Milka súkkulaði.
Mokka  – unaðslega bragðgott. Dásamlegt í súkkósósu, múffur, kaffibollaköku… eiginlega allt.
Cookies & Cream – alls ekki gott, alltof kemískt bragð.
Súkkulaði kókoshnetu – svona bragðast illska. Algjör horbjóður. Fór beint í ruslið.

 

20140827_172441

Ósætuð súkkulaðimöndlumjólk keypt á www.iherb.com. Eins og Kókómjólk, jeraðsegja ykkur það. Unaður í kaffibollaköku, flöff og allskonar.

20140901_085120

Casein prótín með karamellu-hnetu bragði. Keypt á Bodystore.dk

 

20140820_210341

 

 

 

20140901_084925

Þetta gott fólk! Súkkulaðiheslihnetusmjör er nákvæmlega eins og Ferrero Rocher. Dásemd í dós.

 

Lakkrísblætið byrjar:

20140901_084753

Lakkrís granulat

 

 

20140901_084738

Sætt lakkríspúður en samt án sykurs

 

 

20140826_171752

Sykurlaust lakkrís síróp með Stevia

 

 

20140730_155238

Lakkrís salt frá Saltverk

 

Naglinn er með algjört lakkrísblæti þessa dagana.
Lakkrís síróp með Stevia (Magasin). Unaður í salatdressingu blandað við balsamedik, sáldrað út á prótínbúðing, flöff, kaffibollakökur, marinering fyrir lax, kjúlla, naut…. endalausir möguleikar
Lakkrís salt frá Saltverk (Magasin, Irma). Gott á ALLT… sumir skófla því í grímun eitt lófafylli í einu
Lakkrís granulates (Magasin) – grófkorna lakkríspúður.
Sætt (sykurlaust) salmiak lakkríspúður – eins og Dracula brjóstsykur (Magasin). Sáldrað yfir flöff og lífið er fullkomnað.

 

 

Sistema örbylgju hrísgrjóna gufusjóðari

Sistema örbylgju hrísgrjóna gufusjóðari

 

 

 

 

IMG_8447

Sistema örbylgju grænmetisgufusjóðari

 

 

20140901_091056

Þetta hnetusmjör getur dimmu í dagsljós breytt. Karamellubrjálæðið eitt og sér ætti að fá Friðarverðlaun Nóbels. Keypt á http://www.energilageret.dk en Naglinn hefur gaukað að eðaldrengjunum í FitnessSport að athuga með innflutning á landið bláa.

 

20140902_071136

 

Laaangbestu hrísgrjónin að mati Naglans. Keypt á http://www.iherb.com.

 

That’s it folks…. nú hefst átið.

Leave a comment

Filed under Fitutap, Mataræði, Sjoppur, Uppbygging

Klámvæðing líkamsræktar

 

PhotoGrid_1409395762024

 

Í samfélagsmiðlafargani nútímans þar sem sjálfsmellur garga af skjánum er líkamsrækt farin að dansa tangó við klámvæðingu. Silungastútur á munni með bolinn dreginn upp að höku til að bera kviðinn. Þjóhnappar íklæddir örbrók klíndir upp við spegil og smellt af. Snurfusaðar og meiköppaðar túttur með frygðarsvip í hnébeygju.

 

 

Þetta á allt saman að hafa hvetjandi tilgang fyrir gesti og gangandi, en hafa í raun þveröfug áhrif. Jón og Gunna samsama sig ekki með olíubornum, uppstríluðum og tönuðum skrokkum með heflaðan kvið í lendum ræktar. Með hárið slegið í efnislítilli spjör og ekki svitadropi í nánd.

 

 

Það er ekki hvetjandi til heilsuhegðunar þegar dressin eiga betur heima í svefnherberginu en í ræktarsal.

 

 

Hreysti snýst um að geta nýtt skrokkinn til góðra verka. Að keppa við þyngdaraflið í að slíta upp járn með ljótuna á lokastigi. Að sigra sjálfan sig í brekkusprettum og skilja einungis eftir rassasvita og purpuralitað smetti. Að gefa allt í botn og útvíkka siglingalögsögu þægindasápukúlunnar.

 

Veruleikinn er ómálað smetti, rennandi blautur toppur og purpuralitaðar kinnar.

Lífið er grettur, geiflur og stunur.

 

Að vinna fyrir betra formi með öllum þeim styrk sem þú átt í skrokk og sál, óháð líkamsformi, brjóstastærð, rassalögun eða rifflum á kvið. Það er það sem hreysti á að snúast um.

Leave a comment

Filed under Æfingar, Þolæfingar, Bölsót, Hugarfar, Styrktarþjálfun

Naglapönnsur

PhotoGrid_1404981854408

 

Það er Naglanum mikið ástríðumál að miðla til ykkar elsku lesenda að hollt mataræði þýðir ekki horað kálblað og þurr kjúklingur.

Heilbrigður lífsstíll snýst ekki um boð og bönn, heldur allt gúmmulaðið sem hægt er að moða úr hollustunni.

Því mataræði snýst ekki bara um kaloríur, kolvetni, prótín og fitu, heldur er það að miklu leyti sálrænt og bundið í rótgrónar venjur, þarfir og langanir.

Við erum ekki bragðaukalus Árni úr járni sem segir dooinng.

Þessar pönnsur eru svo einfaldar og aðeins fimm innihaldsefni. Blómkálið gefur meira magn og meira flöff og Naglinn sver við bíseppinn að þið finnið ekki bragð af því

Grindhoraðar ammerískar pönnsur Naglans (4-5 stk)

150 ml eggjahvítur
1 dl rifið blómkál (hakkað í matvinnsluvél/blandara)
2 msk NOW Pysllium Husk
2 msk Isola möndlumjólk
1 tappi Frontier maple dropar eða NOW French vanilla dropar

Hræra öllu saman með gaffli.
Hella 1/4 af deiginu á sjóðandi heita smurða pönnu. (ef þið viljið þynnri pönnsur þá skiptið þið deiginu í tvennt.)

Lækka í miðlungshita.
Þegar bobblur byrja að myndast og hún orðin þurr á maganum má snúa lufsunni á bakið.
Endurtaka leikinn með restina af deiginu.

Bera fram með jarðarberjahrærðu skyri, sykurlausu sírópi, horaðri súkkulaðisósu, hnetusmjöri…. eða hvað sem hugurinn girnist.

Bon appétit!

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, Mataræði, morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Lágkolvetna súkkulaðikaka – sjúkleg mjúkheit

IMG_8262

 

Þessi lágkolvetna súkkulaðikaka gott fólk.
Ó svo mjúk, ó svo horuð, ó svo einföld, ó svo fljótleg… hvað er hægt að biðja um meira í þessu lífi? Frábær í kvöldsnæðing.
Ekki fitja uppá nefið og afskrifa baunaprótín sem einhvern horbjóð. Þetta prótínduft er ekki gúrmeti í sjeik, en algjör dásemd í prótínbakstur því það gerir bakkelsið að mjúkelsi undir tönn.

Lágkolvetna súkkulaðikaka
1 skammtur

1 skófla NOW foods pea protein
1 msk ósætað kakó (Hershey’s, fæst í Kosti)
1 tsk NOW psyllium HUSK
1 dl blómkálsmússa (soðið blómkál maukað með töfrasprota)
NOW foods Better Stevia karamelludropar
2 eggjahvítur
2 msk möndlumjólk
2-3 msk vatn
1/2 tsk lyftiduft
1 msk NOW erythritol eða Sukrin gold

Öllu gumsað saman í Sistema örbylgju núðluskál (Nettó) og hræra með gaffli.

20140729_125304

IMG_8484
Örrað í 3-5 mínútur.

Toppa ljúfmetið með horaðri súkkósósu Naglans

2 msk ósætað kakó (Hershey’s)
1 msk NOW hot cocoa
3-4 msk Isola möndlumjólk

Og kökuskraut… alltaf skraut, því lífið er of stutt fyrir óskreytta köku.

Leave a comment

Filed under bakstur, Fitutap, kvöldsnæðingar, Low-carb, Mataræði, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir