Nei eða já. Af eða á.

 Þessi pistill birtist í eðalritinu Kjarnanum fyrir skömmu.

 

Eldhúsið er eins og blóðugur vígvöllur. Kökubakkinn sem áður skartaði leifum úr matarboði helgarinnar stendur nú allsnakinn og strípaður. Þú háðir hetjulega baráttu við hugsanirnar, en líkt og Gunnar Nelson stóð sykurpúkinn uppi ósigraður, á meðan allar góðar ætlanir um að valhoppa á beinu brautina sleikja nú sárin.

Þú liggur með liðverki, slen, matarþynnku og sektarkennd sem tætir upp sjálfsmyndina. Sinnið fyllist vonleysi og frústrasjón, þunglyndi og depurð. Slíkum neikvæðum tilfinningum fylgir orkuleysi og órökréttar ákvarðanir.

“Dagurinn er hvort sem er ónýtur eftir þessar kökusneiðar, svo ég get allt eins haldið áfram byrjað aftur á morgun á beinu brautinni.”

Slík ákvörðun er lýsandi fyrir ‘allt-eða-ekkert’ hugsunina sem er ein af hugsanavillum sem hertekur okkur sárasaklausan pöpulinn þar sem lífið er flokkað í tvær kategoríur.

Vinstri – hægri. ESB – Ekki ESB. Samfylking eða Sjallar. Árni Pje eða Bjarni Bje.

Nei eða já, af eða á var sungið forðum daga.

Í nútímasamfélagi þar sem áreitin dynja á okkur er gott að geta tekið skjótar svart-hvítar ákvarðanir með engu gráu svæði.

En þegar kemur að heilsulífinu er slíkur hugsunarháttur beinlínis skaðlegur.

 

“Annað hvort er ég í mæjónesunni, eða ég hangi á kálblaðinu.”

“Ef ég hef ekki 90 mínútur til að æfa í dag þá sleppi ég því alfarið.”

“Annað hvort er ég heima með fjarstýringuna eða ég æfi sjö sinnum í viku. “

Af eða á. Svart eða hvítt. Enginn diplómatískur millivegur.

Rannsóknir hafa sýnt að slíkur hugsunarháttur er ríkjandi hjá þeim sem bæta á sig aftur eftir þyngdartap.

Slíkum hugsunum fylgja oft boð og bönn, refsingar og reglur sem eru eins og útsendari Pútíns í Úkraínu, tilbúinn í vopnuð átök við heilsumelinn og stráfellir allar tilraunir til að vera ræktaði gaurinn.

 

Afkvæmi Satans

 

Miðlarnir fylla okkur af hugmyndum á hverjum degi að eitthvað matvæli sé afkvæmi Satans og beri að forðast eins og pláguna og í kjölfarið er matur flokkaður annaðhvort sem af hinu illa eða af hinu góða.

Þér skuluð algjört fráhald dýrka frá öllu sem gleður tungubroddinn. Kartöflur eru rót offituvanda heimsins. Brauð eru verkfæri djöfulsins, kolvetni út í hafsauga, mjólkurvörur mega ekki koma í radíus, bananar eru fitandi, gulrætur of sykurmiklar, hnetusmjör of orkuríkt.

Guð hjálpi þér barn!

Í desperasjón að ná af sér kílóunum tekur sárasaklaus pöpullinn upp þessar Biblíureglur og eins og hraðpóstur frá DHL kemur upp vanþurftartilfinning. Þú ert sviptur heimsins gæðum, langanir í sveittmeti garga í hausnum og klámfengin þráhyggja um allt sem þú elskar undir tönn dansar um hjarnann. Þegar þú berst við að hugsa ekki um pizzu, eru sveittar Dómínós slæsur það eina sem kemst að í gráa efninu,

Ekki hugsa um bleikan ísbjörn, og ég garantera að ísbjörn í bleikum Henson galla er valhoppandi niður Austurstrætið akkúrat núna.

 

 

Hr. Fokkittskíttmeðþað mætir í partýið

 En þú hefur staðið þína pligt á vaktinni og meinað hverri sveittri slæsunni um inngang eins og samanrekinn dyravörður á Ingólfskaffi.

En svo kemur háli ísinn og banvænn Mólótóff kokteill.

Þú ert þreyttur og pirraður eftir langan dag í vinnunni. Siggi í bókhaldinu rak á eftir reikningunum meðan gelgjudóttirin var á hinni línunni gargandi yfir óréttlæti heimsins að fá ekki lánaðan bílinn og í óðagotinu helltirðu kaffi yfir samningana.

Helv… súkkulaðið sem er bannað í kúrnum þínum liggur í lostafullum stellingum í hausnum.

“Ég á skilið feitan mola núna, fj…hafi það” og Herra Fokkittskíttmeðþað mætir á svæðið. Samningaviðræðurnar, réttlætingarnar, og sáttasamningarni í hausnum myndu leysa alla konflikta á Krímskaganum og þú ræðst á sárasaklaust Konsúmstykkið í bökunarskápnum,

Brotaviljinn er einbeittur. Þú forðast að hugsa um eftirleikinn af þyngdaraukningu, sektarkennd og niðurrifi sem þú veist að lúra bakvið næsta horn tilbúin að berja niður sjálfið.

Hvað gera bændur nú? Aftur á hollustuvagninn eftir að hafa sporðrennt fleiri röndum af afkvæmum Nóa?

Nei aldeilis ekki. Þú slátrar restinni af Kjörísboxinu úr frystinum og rekur smiðshöggið með Hómblest og Kókómjólk.

“Fyrst allt er ónýtt verð ég að nýta tækifærið núna og borða allt sem annars er bannað í mataræðinu. Guðirnir einir vita hvenær Konsúmið mun bráðna aftur í munnholinu í fullkominni harmoníu við vanilluísinn.”

Það er merkilegt að slík hryðjuverkahegðun á sér nær eingöngu stað í tengslum við mat.

Við stígum ekki á símann ef við missum hann í gólfið.

 

En við höldum áfram að skemma árangurinn með að hlaða sukkinu upp í vömbinni og fóðrum okkur á hrossataði um að líkaminn hætti að ferla kaloríur eftir ákveðinn tíma.

 

En Adam er ekki lengi í Paradís sjálfsblekkingarinnar, því í takt við Newton félaga vors og blóma, kemur sektarkenndin í öllu sínu fínasta pússi og rífur þig niður í undirheimana. Ég er aumingi, get ekki haldið út megrun í einn dag. Mun aldrei grennast. Verð alltaf þessi “þybbni.”

Sjálfið er barið til óbóta og sturtað ofan í postulínið með dúnmjúkum Lambi pappír.

Svo hefst hrunadansinn að nýju, með boðum og bönnum, reglum og refsingum um hvað “má” og hvað “má ekki”, ólin þrengd í innsta gat, pússað af meinlætalífinu þar til Siggi í bókhaldinu byrjar aftur að kvabba og dóttirin er ennþá á gelgjunni.

 

Hið bannaða rennur niður ginið með tilheyandi upplifun á stjórnleysi, og í kjölfarið er refsivöndurinn mundaður og sjálfsmyndin sett í bílapressu í Sorpu.

 

Vítahringurinn rúllar og rúllar eins og lukkuhjól í Tívolí.

 

Heiðarlegar tilraunir í heilsulífinu eru truflaðar af reglulegu mæjónesubaði sem færir með sér þyngdaraukningu, vökvasöfnun, óánægju í sinninu og niðurbrot á sálinni.

Það dregur úr gleðinni til að halda áfram, og sjálfstraustið og sjálfsöryggið í verkefninu sulla ofan í niðurfallinu.

 

“Mér mun aldrei takast að verða þessi hressi, fitt og flotti. Ég er viljalaust verkfæri sykurpúkans.”

 

 

Lausnamiðuð hugsun er vegurinn til árangurs

Það þarf að uppræta þetta mynstur með að fara strax í lausnamiðaðan hugsunarhátt eftir lítið fall og nota það sem lærdómsferli. Með því að skoða hvaða hugsanir þú notaðir til að gefa út leyfisbréf til að gúffa öllu sem tönn á festi geturðu verið tilbúinn með mótrök og breytt þínu innra samtali.

Hvar liggja mínir veikleikar? Hvenær er ég líklegur til að marinera mig í sykurlegi. Þegar ég er þreyttur, pirraður og frústreraður. Þá þarf ég að vera á sérstöku varðbergi gagnvart slíkum hugsunum í þessum aðstæðum.

Boð og bönn í mataræði eiga ekki heima í heilsusamlegum lífsstíl.  Það skapar neikvætt samband við mataræðið og sendir af stað holskeflu hegðunar og hugsana sem fremur hryðjuverk á árangrinum og letur okkur til að valhoppa á heilsubrautinni.

 

 

Leave a comment

Filed under Bölsót, Fitutap, Mataræði

Sellerírótarfranskar

Grindhoraðar fröllur með kaloríusnauðu chilimæjó. Næstum eins og sveittmetið á börgerdjóntunum. Hér í Danmörku má finna sellerírót í bunkum í hverri grænmetisverslun, en þetta er rótin af langa græna selleríinu sem við þekkjum niðurskorið í súpum eða niðurskorið á bakka með ídýfu í partýum en enginn snertir. Þetta aumingjans rótargrænmeti er afskaplega ljótt að utan en það er innri maður sem skiptir máli því það er afar gómsætt að innan og ekki nema 40 kcal og 9g kolvetni í 100g. Svo það má gúlla ansi veglegt magn og það gleður átvaglið útfyrir öll velsæmismörk.

PhotoGrid_1396704614193

 Fröllurnar

1/2 haus af sellerírót 
sjávarsalt
pipar
hvítlauksduft
rósmarín
1 tsk ólífuolía eða PAM sprey

Skera sellerírót í stilka, henda stilkunum í plastpoka ásamt kryddum og olíu/spreyi.

Hrista, hrista, hrista….teygja búkinn og tvista.

Hella í ofnskúffu og baka í ofni á 200°C í 15-20 mín eða þar til þær eru brúnar á köntunum.

Hræra þá í greyjunum og baka í 10-15 mínútur í viðbót og blasta grillið á þær síðustu mínúturnar.

PhotoGrid_1396705965201

Horgemlings Chilimæjó

Horað mæjó (Lighter than light Hellman’s eða Walden Farms)
Sukrin gold eða Walden Farms pönnukökusíróp
Sambal Oelek eða Sriracha sósa (fást í asískum mörkuðum) 

PhotoGrid_1392664244223Hræra saman og málið er dautt.

Bon appetit.

Leave a comment

Filed under kjöt og fiskur, Uppskriftir

Jarðarberja-banana triffli

Það er fátt dásamlegra en að rúlla sér framúr bælinu, opna ísskápinn og graðga í smettið á núll einni þegar hungursneyðin er í algleymingi og neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Þá kemur grautartriffli sem er útbúið kvöldið áður siglandi eins og appelsínugulur björgunarbátur.

 

PhotoGrid_1396348024586

Jarðarberja triffli með bananakremi

Grautur:

Haframjöl (magn eftir þörf)
1/2 dl rifið zucchini (gerir meira magn fyrir átsvín)
2 teskeiðar HUSK (bætir meltingu-má sleppa)
3-4 dl vatn (eftir þykktarsmekk, meira vatn = meira magn)
klípa salt
NOW Better Stevia Pomegranate dropar (Nettó, Krónan, Lifandi Markaður)

Kokka graut í potti. Leyfa suðunni að koma upp og nota þá bíseppinn og hræra eins og ljónið. Leyfa að malla í nokkrar mínútur og setja svo til hliðar meðan krem og jarðarberjagums er útbúið.

PhotoGrid_1396979894801
Bananakrem

75 g kotasæla (1%)
75 g hreint skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
1 msk NOW Erythritol
1/2 banani

Hræra kremi saman með töfrasprota.

Jarðarberjagums

Örra 2-3 frosin jarðarber með balsamediki þar til maukuð.

 

Raða graut, jarðarberjagumsi og bananakremi lagskipt í gamla sultukrukku eins og triffli.
Geyma í 2-3 tíma eða yfir nótt í ísskápnum.

PhotoGrid_1396980010069

Leave a comment

Filed under morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Ostapoppsblómkál

IMG_7031

 

Hér í denn var Ostapopp frá Stjörnupopp í miklum metum hjá Naglanum, og heilum poka slátrað án þess svo mikið að blikka auga, enda atvinnumaður í áti án atrennu hér á ferð. En þau eru orðin ansi mörg árin síðan því var sporðrennt í ginið. Þessi uppgötvun var því  heldur betur ferð niður Minningarstrætið. Svo ómótstæðilega gómsætt að eina eftirsjáin í lífinu er að hafa ekki uppgötvað þetta kombó miklu fyrr. Svo mikill tími sem hefur tapast í að borða ekki þennan unað. Fullnægir algjörlega nokkurri löngun í ostapopp, en ekki nema örfáar kaloríur, haugur af trefjum, vítamínum og steinefnum ólíkt fyrirmyndinni í stjörnum prýddum vakúmpokanum.

 

Ostapoppsblómkál

1 blómkálshaus
1 tsk Nutritional Yeast (Naglinn kaupir á iherb.com en fæst í Hagkaup segja gárungarnir)
sjávarsalt

Aðferð:
1.Hita ofninn í 200°C
2. Skera blómkál í blóm
3. skella í plastpoka með Yeast og salti
4. Hrista eins og ljónið þar til öll blómin eru orðin fagurgul
5. Baka í 45 mínútur

Einfalt, fljótlegt, gómsætt og girnilegt. Er hægt að biðja um það betra?

 

 

IMG_7032

Leave a comment

Filed under kjöt og fiskur, Low-carb, sykurlaust, Uppskriftir

Brownies Naglans

Heyrði ég rétt? Skinhoraðar brownies? Úr baunum??  Og ekki nema 45 kcal í bita (ath! ekki allri kökunni).

Stöðvið tímann gott fólk, því þessi unaður mun senda ykkur beinustu leið með DHl í útópíu af átgleði.
Svartar baunir sem staðgengill hveitis í hollustubakkelsi er mesta snilld sem mannkynið hefur notið góðs af síðan handlóðið var fundið upp.

Hættu því sem þú ert að gera og skelltu í eina köku. Þú munt þakka fyrir að eiga þennan björgunarkút þegar púkinn bankar á dyrnar um helgina.

PhotoGrid_1395664190275

Svartbaunaprótínbrownies

c.a 12 bitar

1.5 skófla súkkulaðimysuprótínduft (hvaða tegund blífar, Naglinn notaði Myprotein)
1 msk NOW erythritol (Fjarðarkaup, Nettó, Krónan, Lifandi markaður)
klípa salt
1/2 tsk lyftiduft
1 msk ósætað kakó (Hershey’s )
2 tsk instant kaffi
0.5 dl möndlumjólk
1 niðursuðudós (230g) svartar baunir
0.75 dl graskersmauk
2stk eggjahvítur (60g)

PhotoGrid_1395663981856

Aðferð:

1. mauka allt saman með töfrasprota og hella í 20×20 cm form klætt með bökunarpappír
2. baka í ofni við 175°C í 30 mín eða þar til tannstöngull kemur út hreinn
3. Leyfa henni að kólna áður en tönnunum er sökkt í þennan unað

IMG_6981

IMG_6983

 

Athugið að það er stórhættulegt að eiga þetta í ísskápnum því þú missir alla stjórn á handleggnum sem teygir sig ósjálfrátt í bita í hvert skipti sem hurðin er opnuð.

PhotoGrid_1395664348479

Toppa með horaðri súkkulaðisósu og njóta með jarðarberi og horuðum þeyttum “rjóma” úr undanrennu og NOW french vanilla dropum.

PhotoGrid_1395664275196

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, morgunverður, prótín, Uppskriftir

Horaður grjónó

Hvað er meira nostalgískt en heitur grjónó með kanil? Naglinn fær sæluhroll niður hryggjarsúluna við tilhugsunina um setur í eldhúsinu hjá ömmu í Breiðholtinu, með ómþýða rödd Gerðar B. Bjarklind streymandi úr viðtækinu. Dánarfregnir og jarðarfarir. Austurland að Glettingi. Útvarp Reykjavík. Klukkan er sex. Fréttir.

Naglinn útbjó horaða versjón af þessum rótgróna unaði og útkoman sendi litla heila afturábak í tíma um 30 ár.

PhotoGrid_1395403416526

Horaður grjónó Naglans

2 skammtar

100g grautargrjón (Naglinn notaði Pama grødris, River rice blífar fínt líka)
40g rúsínur
2 dl vatn
4 dl möndlumjólk
3 dl undanrenna
NOW french vanilla dropar

PhotoGrid_1395403398365

Aðferð:

1. Sjóða grjónin uppúr vatni.
2. Þegar grjónin hafa svolgrað í sig allan vökvann er mjólkinni bætt útí.

3. Láta malla í allavega klukkutíma svo grjónin sjúgi í sig mjólkina og verði mjúk undir tönn.

4. Bera fram með horuðum kanil”sykri”

PhotoGrid_1395403358472

 

Horaður kanil”sykur”
NOW erythritol og Ceylon kanil hrært saman og sáldrað yfir.

Fróðleiksmoli

Kanill er víst ekki það sama og kanill. Til eru tvær týpur af þessu dásamlega kryddi, annarsvegar Ceylon kanill sem kemur frá Sri Lanka og er “alvöru kanill”, og hinsvegar Cassia kanill sem er ræktaður í Kína, Indónesíu og Víetnam og er algengari billegri týpa. Cassia er dekkri og með rammara bragð, á meðan Ceylon er ljósari með sætara og mildara bragð. Í Cassia kanil er meira magn af efninu kúmarín sem er talið hættulegt í miklu magni. Evrópusambandið gaf nýlega út reglugerð sem setur takmörk á magn kanils í sætabrauði og Danir og Svíar urðu fjúkandi vondir yfir að nú ætti að drepa “kanelsnegl” og “kanelbullar”. Svíar fengu víst undanþágu en ekki Danir sem fór afar illa í mannskapinn.

Naglinn keypti Ceylon kanil á http://www.iherb.com og verður að játa að kanill er víst ekki sama og kanill, því hann er margfalt gómsætari á bragðið en ódýri Nettó staukurinn.

IMG_7019

 

Leave a comment

Filed under morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Súkkulaðiappelsínumússa

Súkkulaði og appelsína er kombinasjón sem minnir okkar kynslóð bara á kattatungur og heimsóknir í teppalagt Þjóðleikhúsið.
Naglann langaði allsvakalega að gera hollustugómsæti úr þessu bragðkombó sem dansar á tungunni. Úr varð súkkulaðiappelsínumússa úr grindhoruðum hráefnum og allir eru glaðir, bæði átvaglið og heilsumelurinn.

Nýjasta nýtt frá NOW er sykurlaus sykur. Halló, getur það hljómað betur? Þú fangaðir forvitni mína, nú hefurðu óskipta athyglina. Auðvitað fékk þessi nýjung að fljóta með í gleðina sem gerði kúltíverað samkvæmi í munninum að trufluðu reifpartýi í flugskýli í Nauthólsvík.

PhotoGrid_1395043047480

Súkkulaði appelsínu mússa

100g kotasæla
60g hreint skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
2 msk möndlumjólk
1 msk NOW sugarless sugar (Lifandi markaður, Nettó, Fjarðarkaup)
1 msk ósætað Hershey’s kakó (Kostur)
rifinn appelsínubörkur + smá kreist appelsína

IMG_6945

Aðferð:

1. Gumsa öllu saman í skál.  Rífa appelsínubörk á rifjárni og kreista smá appelsínu útí.

2. Hræra með töfrasprota þar til klumpurnar úr kotó eru orðnar eins og flauelsmjúkur barnsrass.

3. Best ef kælt í nokkra klukkutíma…. en græðgismelir og matargöt graðga þessu í sig med det samme. Toppað með horaðri súkkósósu og smá skrölluðum berki til skreytingar.

PhotoGrid_1395043227991

Leave a comment

Filed under kvöldsnæðingar, Low-carb, prótín, sykurlaust, Uppskriftir