Grindhoruð súkkulaði-karamellu ostakaka

Eftir að hafa uppgötvað horaða ostaköku hefur þessu dýrðarinnar dásemd átt fastan sess í millimáltíðum Naglans og undir stöðugum bætingum og betrumbætingum.

Aðallega hefur vinnan snúist að prófun á hinum ýmsu bragðdropum og hvaða brögð passa saman, og gleðja tungubroddinn.
Á heimilinu er líka matkrítíker mikill í formi húsbóndans sem fékk sitt uppeldi hjá prófessjónal kokki, svo pressan á aumingja Naglann er mikil.  En hjónakornin í Naglahöllinni eru sammála um að þessi nýjasta útgáfa af ostaköku unaði hefur náð nýjum hæðum.

Naglinn er líka áferðarperri og hefur nú fundið “secret ingredient” sem gerir lufsuna skemmtilega létta, nefnilega Walden Farms Marshmallow Dip sem Naglinn keypti í bríaríi og hefur lúrt atvinnulaus inni í skáp í marga mánuði.

ostakaka-2

Súkkulaði-karamellu ostakaka
1 skammtur

Botn:
20-30 g möndlumjöl
2 tsk Walden Farms pönnukökusíróp

1 tappi möndludropar (má sleppa)

Fylling:
100 g kotasæla (Naglinn notar 1% kotasælu)
60 g kvark/skyr
1 msk Walden Farms Marshmallow Dip (Fitness Sport)
1 eggjahvíta
1 msk ósætað kakó, t.d Hershey’s (Kostur)
1 msk gervisæta t.d Sukrin/Stevia
Stevia karamellubragðropar (Naglinn notar þessa)

Innihaldsefnin í ostakökunni

Innihaldsefni í fyllinguna

1. Stilla ofn á 170°

2. Blanda möndlumjöli, eggjahvítu og pönnukökusírópi saman þar til verður að þykkum massa. Þrýsta ofan í lítið lausbotna bökunarform með blautum puttum. Setja í ofn í 7-10 mínútur þar til orðið gyllt að ofan.

3. Blanda öllu í fyllinguna saman með töfrasprota þar til kotasælan er orðin slétt eins og barnsrass. Hella ofan á bakaðan botninn.

4. Baka í 25-30 mínútur, eða þar til prjónn sem er stungið í miðjuna kemur upp tandurhreinn eins og samviska Maríu meyjar.

5. Leyfa að kólna í ísskáp í a.m.k 2-3 klst, helst yfir nótt, fyrir átu.

4. Bera fram með Walden Farms karamellusírópi og sáldra sjávarsalti yfir gleðina

IMG_4324

2 thoughts on “Grindhoruð súkkulaði-karamellu ostakaka

  1. Pingback: Súkkulaðikókos ostakaka – step by step | ragganagli

  2. Pingback: Vanilluostakaka með hindberja Quest-bar botni | ragganagli

Comments are closed