Horað súkkulaðikrem

Naglinn gerir mjög oft diet-kók súkkulaðiköku eftir æfingu eða klístursköku á kvöldin fyrir svefninn og hefur verið að prófa sig áfram með horað krem ofan á lufsuna, því berrössuð kaka án krems er hreinlega sóun á áti.

Tilraunastarfsemin hefur aðallega falist í hvaða bragðdropar gefa besta bragðið og eftir nokkrar lélegar, og margar la-la kombinasjónir…. þá búmm… loksins datt Naglinn niður á dúndur sem sendir alla bragðlaukana í afturábak flikk flakk án atrennu.

IMG_4551

Þessi unaður er ekki bara góður ofan á köku, heldur líka beint af kúnni til að friðþægja sykurpúkann eða sem tilbehör með flöffi.

Innihald

1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s eða Ghirardelli)
1 tsk Sukrin flormelis (eða Stevia sett í blandara og blandað þar til verður eins og flórsykur)
2-4 msk möndlumjólk (eftir þykktarsmekk)
NOW kókoshnetudropar (bestu dropar á jarðarkringlunni)

IMG_5343

20131214_202621

Blanda öllu saman í skál og hræra, hræra, hræra eins og ljónið með skeið. Sýndu þolinmæði því það lítur út fyrir að ekkert sé að gerast en að lokum gefst kakóið upp og blandast við mjólkina, svo úr verður flauelsmjúkt súkkulaðikrem.

 

IMG_4551

Þennan unað notar Naglinn á bakaða grauta, eggjahvítuís, frosna jógúrt, hollustukökur, horaða ostaköku, prótínbúðing…. já eiginlega bara á allt. Haukur í horni þegar sykurpúkinn lætur á sér kræla og þá sultað í gogginn berrassað með skeið að vopni.

 

IMG_4412