Sjúklega gómsætar súkkulaðibitakökur

IMG_9743

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu fyrir þessar súkkulaðibitakökur.
Dökkar og dásamlegar. Hollar og horaðar. Sykurlausar og sjúklega mjúkar. Þær bráðna í munninum og renna aftur fyrir úfinn án mikillar hjálpar frá tanngarðinum.

 

IMG_9740

Þessar kökur innihalda eingöngu náttúruleg hráefni. Það má nota sykurlaust súkkulaði í staðinn fyrir kakónibbur Þær má síðan tvista eftir smag og behag hverju sinni með allskonar nýjum vinklum.

Uppskrift
10 kökur

120g NOW möndlumjöl
1 msk dökkt kakó (t.d Rapunzel)
1 tsk matarsódi
1 tsk sjávarsalt
3 msk brædd kókosolía (Himnesk Hollusta)
1 msk hunang eða Sukrin Gold
1 msk mjólk (ósætuð möndlu/belju/soja/kókoshnetu)
1/4 tsk vanilluduft
1/2 dl kakónibbur

Now-Almond-Flour

Valfrjálsir nýir vinklar til að breyta upplifuninni og tvista tilveruna: kaffiduft, hnetusmjör, möndlusmjör, kókoshnetusmjör, NOW Better Stevia dropar, chiliduft, appelsínubörkur, piparmintudropar, appelsínudropar, þurrkaðir ávextir, hakkaðar pekan/valhnetur/jarðhnetur

IMG_9739

 

1. Stilla ofn á 175°C
2. Blanda öllu þurra stöffinu saman í skál. Blanda síðan blauta stöffinu saman í aðra skál. Hræra síðan öllum stöffunum (er það orð?) varlega saman með sleif
3. Fylla matskeið af deigi og skúbba á bökunarpappír. Þrýstu niður í miðjuna.
4. Baka í ofni í 10-12 mínútur.
5. Leyfa þeim að kólna á grind.

 

IMG_9742

Ef þú borðar ekki allar kökurnar á núlleinni eins og sumir (nefnum engin nöfn), er best að geyma þær í gleríláti því þær verða seigar í plastboxi.

Allt innihaldið fæst að sjálfsögðu í bestu heilsusjoppu bæjarins Nettó

nettó-lógó

Næringargildi per köku:
Kcal: 140
Prótín: 3g
Kolvetni: 5g
Fita: 11g

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Utan þjónustusvæðis

Utan þjónustusvæðis

Heilsusamlegar ráðleggingar fyrir heilsumeli á faraldsfæti

 

Hvort sem leiðin liggur útfyrir landsteinana eða bæjarmörkin er fólk með skema í hausnum um að nú eigi að vera góður við sig.

“Ég er í fríi og má sukka þar til vélindað fyllist.”

“Ég ætla sko EKKI að mæta í ræktina og nú skal étið allt gúrmeti undir sólinni.”

En er það að vera góður við sig að eina líkamlega áreynslan er þramm á verslunargötum og efri skrokkurinn þjálfaður með burði á H&M pokum?
Er það að vera góður við sig að kýla vömbina dag eftir dag svo augun standa útúr höfðinu og kjötsvitataumar leka niður bakið?

 

Binge-eating

 

Það verður samt að kitla pinnann en það þurfa ekki að vera allar máltíðir alla dagana. Hinar geta vel verið hollar og gómsætar ef við erum með réttu vopnin í vopnabúrinu.

Eins er það ekki afsökun að þegar skipt er um póstnúmer að breytast þá í sorphirðu fyrir sveittar pylsur í hitaboxi og snjakahvítar rækjusamlokur.

 

IMG_1550

Naglinn ferðast um allar koppagrundir krónískan ferðanjálg. og er hagsýn húsmóðir og deilir hér með ykkur áralangri reynslu af að haldast heilsumelur þrátt fyrir rútínurask og nýjar aðstæður.

20140703_181334

20140417_131751

Matur á flugvelli og í flugvél

Að finna æti sem nálgast að hafa eitthvað hollustugildi og er á sama tíma girnilegt og aðlaðandi á flugvöllum er eins og að finna títuprjón í nálapúða.

Sykursnúðar, smjörugar vöfflur, hófakjötsstrimlar, sveittir borgarar, majónessalöt, skjannahvítar næringarlausar brauðsneiðar og dísætt ropvatn er það sem rennur niður vélindað

Það er ekki aðeins hagkvæmast fyrir budduna, heldur líka mittismálið að vera með sitt eigið nesti á ferðalögum.

Naglinn er ALLTAF með eigin mat á ferðalögum og með doktorsgráðu í faginu, nestuð í topp í með Sistema kæliboxið úsandi af heilsumeti (Sistema vörurnar fást í Nettó).

20140731_170325

Naglinn er oft spurð hvað megi fara með í gegnum öryggisleitina.

Allt sem ekki er vökvi er í lagi og flýgur í gegn.

Kjöt, fiskur, grænmeti, samlokur, kartöflur, hrísgrjón, salöt, ávextir, eggjahvítupönnsur. Eldaður hafragrautur hefur meira að segja fengið góðkenningu í Leifsstöð

20150118_063530

Þó eru kaffibollakökur öruggari kostur en hafragrautur því það er enginn vökvi í þeim. Kremið skaltu hafa í aðskildu boxi. Af fenginni reynslu frá JFK flugvelli í NYC þar sem Naglinn fékk fylgd út úr öryggisleitinni… löng saga….

 

IMG_9085

Allan vökva þarf að setja í minni box og síðan í lítinn plastpoka.

Jógúrt, hnetusmjör, skyr flokkast stundum sem vökvi og er öruggara að setja í lítil Sistema box og í plastpoka.

Sama gildir um salatdressingar, sinnep og sósur.

 

20140715_185833

20140715_185810

Prótínduft í poka flýgur í gegn þó það líti oft grunsamlega út. Hundarnir fúlsa við því, enda ekki að rífa í járnið.

IMG_7870

Gott ráð er að frysta vatn í flöskum til að vera með kalt vatn og nýtist í leiðinni sem kælingu fyrir gúrmetið nestistöskuna.

Svo má fylla á flöskuna á tojlettinu á flugvellinum þegar lent er.

 

20140901_085006

Gott snarl á flugferðum eru ávextir, hnetur, möndlur, saltstangir, heimagerð prótínstykki, niðurskorið grænmeti (gulrætur, agúrka, sellerí), harðfiskur, þurrkað kjöt (beef jerky).

 

 

Flugvél

Til að spara pláss í töskunni og stuðla að hámarksþægindum er þjóðráð að vera í æfingaskóm í flugvélinni.

 

IMG_9097

Þeir sem bjúgast á flugferðum þakka líka fyrir að vera í þægilegum og rúmgóðum skóm þegar lent er og fæturnir eins og á blöðrusel.

Kálfar Naglans blása upp í löngum flugferðum eins og gasblaðra á sautjánda júní og hefur nú brugðið á það ráð að vera í Zero Point compression kálfahlífum í flugvél eða Under Armour  þrýstibuxum í flugvélum.

 

IMG_9477

UnderArmourHeatGear

Nærstaddir stara bara úr sér glyrnurnar á neonskæru staurana.

 

IMG_9585

 

Matur í útlöndum

Gott ráð er að nýta sér dásemdir internetsverslunar og panta allskonar gúmmulaði á áfangastað. Þá sleppurðu við útsprengda ferðatösku af matarkyns.

 IMG_2717

Ef möguleiki er fyrir hendi mælir Naglinn með að leigja íbúð í útlandinu með aðgang eldhúsi þar sem hægt er að útbúa eigin mat.

Þá má njóta hafragrautsins á morgnana, kjöt og fiskur og grænmeti í kvöldmat, og útbúa nesti fyrir þramm dagsins.

 

20140724_162224

Naglinn á lítinn ferðablandara sem ratar alltaf í veskuna og þá má njóta prótínbúðings, smoothie, avocadobúðings, súkkulaðimússu eftir æfingu, milli mála og á kvöldin.

Bamixinn fær oftast líka að fljóta með.

IMG_9579

Það má jafnvel fjárfesta í hræódýrum handþeytara á áfangastað og henda í flöff.

 

IMG_9586

Naglinn notar alltaf vefsíðuna Air B’nB til að finna íbúð á góðum stað á áfangastað.

Þá má versla í súpermörkuðum sem er bæði billegra en að væna og dæna úti, en þú stjórnar líka betur innihaldi og kaloríum sem renna niður ginið.

Skoðaðu heilsubúðir, heilsuhillurnar, bökunarhillurnar. Googlaðu fæðubótarefnaverslanir (leitarorð: health food store, food supplement, protein powder, sport supplements). Spurðu liðið á heilsuræktarstöðinni hvar sé best að versla.

Farðu í slátrarann, fisksalann, grænmetissalann.

Það er fátt skemmtilegra en að uppgötva nýjungar í heilsulífið í útlandinu.

 

Sjoppað í London

Sjoppað í London

 

Sjoppað í Sverige

Sjoppað í Sverige

 

Sjoppað í Ameríku

Sjoppað í Ameríku

 

 

Hótel:

Ef þú ert á hóteli þá er hægt að hringja á undan og fá örbylgjuofn eða ísskáp á herbergið

Ef planið er að vera í nokkra daga er hægt að elda kjöt/fisk fyrirfram og frysta og leyfa því svo að afþíðast á herberginu. Það helst kalt í góða 15-20 tíma.

Flest morgunverðarhlaðborð bjóða upp á hafragraut, soðin egg, ávexti, gróft brauð. Svo má nappa ávöxtum til að hafa sem nesti yfir daginn. Svo má alltaf hoppa inn í næsta súpermarkað og sjoppa ávexti, hrökkbrauð, hrískökur, kotasælu, jógúrt, hnetur.

 

Veitingastaðir

Það er auðvelt að snæða hollt ef rétt er valið á veitingastöðum. Leitaðu að orðum eins og bakað, grillað, gufusoðið, soðið. (baked, grilled, broiled, steamed). Fá dressingu til hliðar við salat, eða biðja um balsamedik/ólífuolíu.
Sleppa sósu með kjötréttum eða fá hana til hliðar og dýfa gafflinum í til að fá bragðið.

Biðja um aukasalat. Sleppa öllu mæjónesdóti.

Það má líka skoða matseðilinn á vefnum og ákveða fyrirfram. Flestir veitingastaðir bjóða uppá hollustu, það er bara að velja rétt af matseðlinum:

 

Indverskur: Tandoori réttir með gufusoðnum/soðnum grjónum. Raita sósa. Sleppa naan brauði og rjómaréttum.

Tandoori-chicken2

Thailenskt: grillaðir kjöt og fiskréttir, gufusoðið eða bakað grænmeti,. Steikarsalöt. Wok réttir með brúnum grjónum til hliðar. Hrísgrjón frekar en núðlur.

Steikhús/amerískt: magurt kjöt, grillaður kjúklingur, grillaður fiskur með kartöflu, salatbar. Sósa til hliðar eða sleppa.

Víetnamskt: pho súpa, grillspjót, grillaðir réttir, gufusoðin grjón.

Japanskt: nigiri eða maki rúllur, sashimi, yakitori grillspjót, Sleppa öllum mæjónesrúllum, djúpsteiktu. Sashimi og hvít hrísgrjón.

IMG_4047

Tyrkneskt: grillspjót með hrísgrjónum, bulgur, tzatziki, hummus.

Franskt: steik með bakaðri kartöflu, maís og salat. Rotisserie kjúklingur. Sniglar. Fiskréttir bakaðir/grillaðir með sósu til hliðar.

Ítalskt: Aðalréttir af steik, túnfiski, fiski. Fá sósu til hliðar. Sleppa rjómapasta og pizzum.

 

 

Líkamsræktarstöðvar

Að kynnast ræktarmenningu annarra landa er eitt helsta áhugaefni Naglans á framandi slóðum.

Það er nauðsynlegt að kitla pinnann með góðum mat og skunda útaf brautinni með nokkrum sveittum máltíðum í útlandinu, og þú eignast aldeilis inneign fyrir sukkinu með hamagangi á Hóli.

Það þarf ekki að þýða skipulagningu á G8 fundi að ætla að hreyfa sig í fríinu.

Æfingafatnaður eru þynnildistutlur sem taka ekkert pláss og þú varst hvort eð er í skónum á leiðinni.

IMG_9683

Flest hótel hafa líkamsræktaraðstöðu en oftar en ekki er það eins og gamall kústaskápur með niðurtogi ofan á þrekhjóli frá áttunda áratugnum.

Eða tækjakosturinn er af svo skornum skammti að rennbleyta þarf höfuðleðrið til að ná einhverjum hamagangi útúr járninu.

 

Lousy hotel gym

 

Naglinn hefur séð allar varíasjónir, allt frá einu sippubandi og þrekhjóli frá stríðsárunum og upp í flottara hótelgymm en sjálfar Laugar.

Googlaðu næstu líkamsræktarstöð, CrossFit stöð, jógapleis eða garð við hótelið eða íbúðina. Notaðu leitarorð eins og: “fitness” “gym” “training center” “park” “crossfit” “box áður en haldið er af stað. Spurðu á hótelinu hvar er næsta góða líkamsræktarstöð.

Naglinn hefur æft í hverju einasta krummaskuði og stórborg sem maðurinn hefur verið alinn á þeim tíma og aldrei lent í veseni með að sjoppa vikupassa í líkamsræktarstöðvum. Sjö, níu, þrettán.

 

IMG_9041

Þú þarft ekki að eyða lunganu úr deginum í að djöflast, tuttugu mínútna hringþjálfun á hárri ákefð blífar súper og eftirbruninn heldur áfram allan daginn meðan þú mundar Canon-inn á markverðar minjar.

Skokkhringur er “sightseeing” í leiðinni og alls staðar má finna almenningsgarða til ástundunar djöfulgangs í formi hringþjálfunar –  froskahopp, fjallganga, hopp á bekk, armbeygjur má gera án nokkurrs tækjabúnaðar.
Þetta er ekki lífsstíll ef þú getur eingöngu stundað heilsuna í einu póstnúmeri heimsins.

Leave a comment

Filed under Æfingar, Þolæfingar, Fjarþjálfun, Hugarfar, Mataræði, Sjoppur, Styrktarþjálfun

Sjoppað í Sverige. Vol. 2

Budda Naglans – 0 Sænskur súpermarkaður – 1 Naglinn missir yfirleitt kontrólið og kúlið í sænskum stórmörkuðum því vöruúrvalið er miklu meira en hjá Baunanum og vöruhúsin eru á ammerískan mælikvarða. Svo pyngjan missti nokkur núll í kassann hjá sumarstarfsmanni ICA maxi. Einhver þarf að snúa hjólum efnahagslífsins í Svíþjóð er það ekki.   Allskonar fyrir átvögl rataði í körfuna í þessari atrennu.

Kvark, tómatsósa, kjúklingalifur, appelsínutyggjó, aspartamedrasl, möndlu/kókosmjólk, bragðdropar, sinnep, horaður ostur, kryddgleði, balsamedik, prótínís og ég veit ekki hvað og hvað…..
IMG_9633   IMG_9648  Ný týpa af möndlumjólk sem blandar möndlu og kókoshnetu saman í dásemdardrykk. Þykkur í áferð eins og möndlumjólkin en sætan og bragðið af kókos…. öööönaður segi ég og skrifa.  

 

IMG_9628

Oogies krydd. Allskonar gleði í allskonar át. Útá grænmó, maískólf, poppkorn, sætar kartöflur… endalaus gleði.

 

IMG_9645

Þrjár týpur af prótínís. Súkkulaði, karamellu og kaffi. Low Carb og Lohilo eru hvoru tveggja sænsk vörumerki og því urmuls úrval af þessum dásemdum í súpermörkuðunum.

IMG_9641 IMG_9640  Naglinn hefur beðið lengi eftir að tékka á þessum svensku nýjungum. Kvark með allskonar bragði. Kókos, súkkulaðihnetu, hindberja, vanillu. Kvark er svipuð mjólkurafurð og skyr og mikið snætt í Skandinavíu, sem og fleiri Evrópulöndum eins og Frakklandi þar sem það kallast Fromage Frais.

 

IMG_9651IMG_9649IMG_9638

Allskonar fljótandi aspartame kemíkal óbjóður rataði líka í körfuna. Maður getur ekki verið algjör púritani í lífinu eins og Naglinn hefur hamrað á hér.

IMG_9654

Fíkjubalsamedik. Marínering fyrir kjöt. Himnaríkisdressing á salat. Draumur útá frosin örruð jarðarber og útá graut.Blanda með lakkríssírópi eða sinnepi eða hvítlauk eða lime/sítrónu…. .Endalausir möguleikar fyrir gleðilegt át.

 

IMG_9652

Grindhoraður 3% Philadelphia. Þessi er dásemd útá beygluna og brauðsneiðarnar sem er slátrað eftir æfingu, og lykilatriði í nýrri varíasjón Naglans af horaðri ostaköku.

 

IMG_9653     IMG_9720

Þegar kemur að bragðdropum siglir sjálfsstjórn Naglans langt útí hafsauga og nauðsyn þess að eignast nýja varíasjón fyllir allar réttlætingar og sjálfsblekkingar. Nýir Stevia dropar frá Nutri Nick sem er sænskt merki, sem og nýir lakkrísdropar frá gamla trygg Dr. Oetker. Bittermandel droparnir eru algjört uppáhalds því aðeins sterkari og bragðmeiri og hefðbundnir möndludropar. Naglinn notar þá mikið í rísalamand búðing.

 

IMG_9680

Frostþurrkuð jarðarber. Kreisíness sáldrað út á flöff, graut, sjeik, múffur… name it… þessar dúllur eiga alltaf við.

 

IMG_9715

Heinz tómatsósa með 50% minni sykri en þessi hefðbundna. Notað mikið í horaða kokteilsósu og horað chili mæjó en uppskriftina að því er að finna í Heilsubók Röggu Nagla sem fæst hér.

 

IMG_9716 Uppáhaldssinnepið er tvímælalaust French’s. Það má blanda með allskonar til að búa til nýjar varíasjónir. Með NOW Stevia dufti gerir að horuðu hunangssinnepi. Lakkrísduft. Chili. Sykurlausu sírópi. Hvítlauk. Whateva.

 

IMG_9718

Nú er ísskápurinn troðinn af gúmmulaði sem bíður í ofvæni að rata ofan í ginið og fylla óendanlegt magahol Naglans. Það ískrar í átvaglinu af fyrirátsspennu.

Leave a comment

Filed under Mataræði, Sjoppur

Horað hunangssinnep

IMG_9718

 

 

Þessi kombinasjón er algjört dúndur.
Sinnep og NOW foods​ Stevia duft.
Hrært saman.
Svo einfalt. Svo fljótlegt.
Svo dásamlega gómsætt.

Eins og hunangssinnep nema bara mínus allur sykurinn.

Eftir þessa dásamlegu uppgötvun spænast upp heilu baukarnir af Steviu og sinnepsframleiðendur heimsins hafa vart undan að tappa á brúsa til að sinna eftirspurn Naglans.

1 Comment

Filed under kjöt og fiskur, kvöldsnæðingar, Low-carb, sykurlaust, Uppskriftir

Vanilluflöff… besta flöff veraldar

 

 

IMG_9553

 

Naglinn hafði heyrt um þetta flöff. Lágkolvetna flöff úr frosnu zucchini. Naglinn trúði því ekki. Eins og goðsögn í flöff kreðsunum. Keyser Söze prótínheimanna.  En alltaf danglaði þessi hugmynd fram og til baka aftast í hausnum, eins og gömul greip flaska í farangursrýminu úr síðustu Þórsmerkursútilegu.

Þar til einn daginn sagði hausinn: “hingað og ekki lengra. Nú fáum við botn í málið og þöggum niður í þessari efasemdarödd”

Og skín þú stjarna skærust. Himarnir opnuðust. Litlir englar sungu. Tíminn stóð í stað. Þetta flöff á skilið  Nóbelsverðlaunin fyrir að stuðla að heimsfriði. Ef Pútín myndi borða vanilluflöff yrði allt pollrólegt í Úkraínu og dúman yrði eingöngu skipuð samkynhneigðum.

 

En rúsínan í pylsurassinum er að þetta flöff er kameljón og getur breytt sér í allra kvikinda líki því zucchini er hlutlaust eins og Sviss forðum daga, og má því bragðbæta í takt við hvað bragðlaukarnir garga á þann daginn.

 

IMG_9567

 

Zucchini flöff
1 skammtur

1 skófla (30g) NOW micellar casein
180g frosið niðurskorið zucchini
1/2 tsk xanthan gum
150 ml sykurlaus Isola möndlumjólk (eða kókoshnetumjólk)
NOW Better Stevia French vanilla
1 matskeið kotasæla (má sleppa en gerir stífara flöff)

Allt stöffið fæst að sjálfsögðu í Nettó

nettó-lógó

IMG_9578

Aðferð:

1) Skera zucchini í fjóra parta. Fyrst í helming og svo aftur í helming. Síðan í litla teninga.

2) Setja zucchini teninga í poka og frysta í a.m.k 6 tíma. Því lengur því betra.

IMG_9551

 

IMG_9552

IMG_9452

3) Dömpa í hrærivélaskál: frosnu zucchini, prótíndufti, xanthan gum, vanilludropum og möndlumjólk (og kotasælu ef notuð).

4) Mauka með töfrasprota. Naglinn notar Bamix því hann er einfaldlega öflugur eins og Black og Decker borvél. Það dugar ekkert minna í aðgerðina.

 

IMG_9579

20150602_105913

 

20150602_110050

5) Þegar zucchini bitarnir eru maukaðir í nanóeindir og allt stöffið orðið að einu gumsi er skálinni skellt undir hrærarann og þeytt í 5-6 mínútur á hæstu stillingu eða þar til vélin fer að ströggla.

 

20150602_110645

 

Þá ertu komin með flöff í hendurnar sem er unaður og munaður. Það má síðan skúbba í skoltinn beint uppúr skálinnni eða vera siðfágaður í samfélagi mannanna og henda í pena skál með skeiðinni Fred frá Tulipop og skreyta með Remi kexi.

 

 

IMG_9549

 

Horuð súkkulaðisósa er ekki valkostur, það er skylda með þessu flöffi.

 

IMG_9553

 

Gleðina má jafnvel frysta og borða síðar.

Bon appetit!

 

 

1 Comment

Filed under kvöldsnæðingar, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Ekki-nógan

Við þekkjum öll dagana þar sem við vöknum og hefjum niðurrifið um leið og glyrnurnar mæna í spegilinn.

“Bumban er of stór. Rassinn of feitur. Lít út eins og illa vafin rúllupylsa í hverri einustu spjör í skápnum.”

Allir þekkja líka dagana þar sem andlitið fær sína útreið af fúkyrðum.

“Ég þarf sérstaka ferð í Slippfélagið til að sparsla yfir þessa hryggðarmynd”. “Það ætti að banna smettið á mér innan átján. Börn þurfa fylgd með fullorðnum í nærmynd.”

Oftast náum við að hrista af okkur þessar ranghugmyndir og setja merkimiða á þessar ljótu hugsanir sem “feituna” og “ljótuna”

En við erum oft minna meðvitaðri um “ekki nóguna”. Þessar neikvæðar hugsanir sem poppa upp fyrirvaralaust og ómeðvitað um að við séum ekki nóg, gerum ekki nóg, eigum ekki nóg.

 

You-are-enough-4

 

Naglinn er þar engin undantekning og ‘ekki-nógan’ tekur oft gráa efnið í gíslingu.

Þyrfti að fara í doktorsnám.
Þarf að skrifa fleiri pistla.
Verð að setja inn fleiri uppskriftir.
Þarf að byrja á nýrri bók.
Fara á ljósmyndanámskeið.
Bara eitt sett í viðbót. Bara nokkrar kviðæfingar í lokin. Eitt reps enn
Ætti að fara á crossfit námskeið.
Eða byrja að æfa ólympískar lyftingar
Verð að taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu í ágúst.
Ferðast meira á framandi slóðir.
Vera meira móðins í fatavali.

Eins og að sitja í miðjunni á formúlu 1 braut og hugsanirnar þjóta framhjá, Schumacher og Hakkinen við stýrið. Áður en við vitum af eru niðurrifsseggirnir vopnaðir sleggjum og sprengibúnaði byrjaðir að tæta niður sjálfsmyndina.
Stöðugt samviskubit yfir að æfa ekki sjö daga vikunnar, borða ekki salat í hverri máltíð, eiga ekki nýjasta röndótta vasann eða passa í spjör númer X.

Við þurfum að hætta þessari sjálfseyðingu og gera óraunhæfar væntingar til sjálfsins og ómannlegar kröfur.
Slíku fylgir ekkert nema neikvæð sjálfsmynd, depressíf lund og lágt sjálfstraust. Þannig getum við aldrei uppfyllt þrár eða langanir, því við erum stöðugt óhamingjusöm með eigið líf.

Við erum alveg nóg, gerum nóg, eigum nóg og lítum nógu vel út.

Leave a comment

Filed under Æfingar, Fitutap, Hugarfar, Mataræði

Rósmarínbrauð

 

Þetta rósmarínbrauð leit dagsins ljós á einu af námskeiðum Naglans og sló rækilega í gegn eins og góður slagari með Gunna Þórðar. Sneiðarnar ruku út hver af annarri ofan í ginin á svöngum heilsumelum. Ekkert hvítt hveiti, enginn sykur, ekkert ger, ekkert glútein. Bara margar sneiðar af dásamlegri hollustu og hnossgæti.

 

IMG_9343

Rósmarín prótínbrauð

Uppskrift

1 skófla NOW baunaprótín
1 msk malað hörfræ (flax seed meal)
130g eggjahvítur
1 tsk lyftiduft
1 tsk rósmarín (himnesk Hollusta)
1 stk kramið hvítlauksrif
salt og pipar

Aðferð:

1. mauka allt gumsið saman með töfrasprota
2. hella deiginu í sílíkonform eða álform. Strá rósmarín yfir deigið

3. baka á 160° í 20 mínútur. Það er mikilvægt að baka ekki of lengi, því þá verða brauðin þurr og “ólekker”. Það vill enginn gamla þurra brauðsneið. Það gerir okkur óhamingjusöm í sinninu og bragðlaukana miður sín.
IMG_9328

 

IMG_9379

Brauðið má alveg frysta og einn skjólstæðingur Naglans er svo séð að skera kvekendið fyrst í sneiðar og frysta í pokum. Þá þarf ekki annað en kippa út og henda í brauðristina, bíða í 2 mínútur, smyrja með einhverju góðgæti og málið er dautt.

 

IMG_9344

 

Rósmarínbrauð með neyðarhummus er harmonía sem kemur beint frá himnum.

IMG_9397

 

 

Allt stöffið í brauðið fæst að sjálfsögðu í bestu heilsusjoppu bæjarins Nettó.

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir