Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó og NOW, Akureyri 21. nóv, 2015

Naglinn átti stórkostlega helgi í höfuðstað Norðurlands með matreiðslunámskeið sitt í samstarfi við Nettó, NOW og Under Armour.
Af fenginni reynslu eru Akureyringar höfðingjar heim að sækja.
Lífsgleðin. Jákvæðnin. Viðmótið. Kurteisin. Gestrisnin.

 

Og þetta skiptið var engin undantekning.

Hjálpsemin í Nettó starfsfólkinu á heldur sér enga líka, og flaggskipið á Glerártorgi stóð heldur betur undir nafni.

 

nettó-lógó

 

Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó og NOW var “algjört sökksess” þar sem bæði kennari og nemendur áttu notalega stund á köldum laugardegi í nóvember, fræddust um hin ýmsu framandi innihaldsefni, lærðu notkun þeirra í margvíslegum uppskriftum og gæddu sér síðan á framleiðslunni eftir allskonar tilraunamennsku við eldavélarnar.

 

IMG_1111

Allt stöffið í gúrmetið klárt fyrir lærisveinana að skíta út svuntuna.

 

IMG_1118

Naglinn útskýrir innihaldsefnin og brúkun þeirra í uppskriftunum.

 

 

IMG_1134

 

IMG_1129

 

IMG_1132

 

 

IMG_1137

Appelsínusúkkulaðikrem lítur dagsins ljós. Því var síðan smurt ofan á hollustubrownies og útkoman var guðdómur. Tíminn stöðvaðist smástund þegar tygging á því gúrmeti átti sér stað.

IMG_1136

 

 

IMG_1160

Pizzugerð í fullum gangi. Horaður smurostur, bananar og skinka er kombinasjón sem getur ekki klikkað

 

Flöffgerð

Og að sjálfsögðu var flöffað. Og hvað er flöff? Flöff er óútskýranlegt. Ekki búðingur. Ekki sjeik. Ekki smoothie.
Flöff er einstök eining sem gerir lífið gleðilegra. Guðsgjöf til okkar með óendanlegt magamál.

 

IMG_1148

Uppistaðan í flöffi:

Frosnir ávextir eða grænmeti (ber/banani/zucchini)
NOW hreint casein prótínduft.
NOW Better Stevia dropar
Isola Möndlumjólk.
NOW xanthan gum.

now casein

IMG_1150

Jarðarberjaflöffið klárt og toppað með horaðri súkkulaðisósu og kókosmjöli frá Himneskri hollustu

 

A39A1579

Uppskrift að horaðri súkkulaðisósu má finna hér

 

Það er alltaf jafn skemmtilegt að sjá viðbrögð námskeiðshesta við flöffinu. En það veldur oftast vonbrigðum að þeir ná ekki að klára skálina… þegar Naglinn tekur eina svona skál í nefið… og sleikir síðustu dreggjarnar upp með puttanum.

 

IMG_1151

Gæðir sér á flöffinu

 

Og afrakstur þrælabúðanna var ekki af verri endanum. Fullt af kaffibollakökum sem við gerum í Sistemaboxum í örbylgjuofni. Kaffibollakökur notar Naglinn í staðinn fyrir graut á morgnana. Enda sprottið fram úr bælinu eins og köttur með sinnep í bossa.

 

IMG_1153

 

IMG_1113

Sistema boxin koma sterk inn í kaffibollakökugerð

BRAUÐ OG BOLLUR

Dásamleg glúteinlaus brauð og bollur. Ekkert hvítt hveiti, ekkert ger. Enginn sykur.

 

IMG_1164

IMG_1154

 

IMG_1166

IMG_1156

IMG_1167

Allos pestóið á alltaf við. Fæst auðvitað í útópíu heilsuspaðans Nettó

 

Heljarinnar pizzuveisla þar sem hver slæsan toppaði næstu í gúrmeti. Glúteinlausar, hveitilausar og snarhollar toppaðar með allskonar gleði.

IMG_1162

 

Smurostur, ananas og paprika…. heyrði ég einhvern segja “JÁ TAKK.”

 

IMG_1163

 

Þessi var óútskýranlega gómsæt.

IMG_1169

Skólastofan umbreyttist í Babettes Gæstebud, þar sem borðið svignaði undan hollum kræsingum og gómsætum sykurlausum snæðingum.

IMG_1168

IMG_1161

Þreyttir námshestar gæða sér á afrakstri dagsins eftir þrældóminn í eldhúsinu. Það sást ekki högg á vatni þó úðað væri í sig af kræsingum. Sem betur fer voru Sistema boxin ekki langt undan til að ferja gleðina með heim og gefa sínum nánustu.

 

IMG_1171

Koma svo stelpur.. brosa

 

Stórkostlega vel heppnaður dagur með dásamlegu fólki á yndisfögru Akureyri að kvöldi kominn.
Naglinn hlakkar strax til næstu námskeiða í janúar sem verða tilkynnt hér á síðunni, sem og á Facebook undir ‘Events’. Fylgist með.

Leave a comment

Filed under Fitutap, Mataræði, Matreiðslunámskeið, Naglinn, Sjoppur, Uppbygging

Naglinn fór í búðina

Naglinn fór í búðina.

 

Í grænmetisdeildinni var kona í yfirþyngd.

 

Annar viðskiptavinur sagði: “Hey feitabolla. Veistu ekki hvað er óhollt að vera svona spikaður. Farðu í ræktina. Fylltu körfuna af gúrkum, ekki veitir þér af”

 

Við kjötborðið var grannvaxin kona að kaupa sér nautahakk

 

Konan við hlið hennar sagði: “Þetta er nú ekki heilbrigt vaxtarlag. Þú ert örugglega með átröskun. Í guðanna bænum fáðu þér rjóma.”

 

Í mjólkurkælinum var vaxtarræktarmaður að kaupa skyrdollur.

 

Maðurinn sem var að versla Nýmjólk sagði: “Hey þú ert steiktur í hausnum af sterum og ógeði sem þú dælir í þig. Það er ekki heilbrigt að vera með vöðvafíkn og búa í ræktinni”

 

Í gosrekkanum var stúlka í mínípilsi og magabol.

 

Maður kom aðvífandi með tveggja lítra kók undir handleggnum: “Hey þú Almannagjá. Ertu að biðja um að láta nauðga þér í þessum hóruklæðnaði?”

 

Í sjoppunni var blökkumaður að borga fyrir kók og prins.

 

Konan fyrir aftan hann með Lion bar og Appelsín sagði: “Hey halanegri. Drullastu aftur heim til þín og hættu að mergsjúga kerfið á Íslandi.”

 

Afgreiðslukonan á kassanum var arabísk kona með slæðu sem sagði: “Eitthvað meira kaupa?. Viltu kvittunin í pokann?”

 

Drengurinn í röðinni sagði: “Hey múslímaógeð. Lærðu almennilega íslensku. Ertu kannski með sprengjuvesti innanklæða og ætlar að drepa okkur öll eins og bræður þínir í París?”

 

Á bílastæðinu löbbuðu tveir karlmenn og báru innkaupapoka í hvorri hönd en leiddust með hinni höndinni

 

Maður að fara inn í Yarisinn sinn gargaði: “Ojj ógeðsleg ónáttúra. Það ætti að brenna ykkur á báli og sleppa bandóðum nautum í gleðigönguna til að útrýma kynvillu.”

 

 

Nei djók.

Svona talar fólk ekki hvert við annað. Ekki í kjötheimum.

Þetta er bara það sem Naglinn hefur lesið í kommentakerfum á netinu

Svona talar fólk bara þegar tölvuskjár aðskilur líkama fólks

 

Í gær var alþjóðadagur gegn einelti.

Einelti kemur fram í mörgum myndum.

Ekki bara á skólalóð milli óharðnaðra barna.

Heldur líka hjá fullorðna fólkinu í ljótum orðum, særandi setningum og fordómum.

Og þau meiða mest.

 

Þessu þarf að breyta hið snarasta með meiri ábyrgð á ummælum í á netinu.
Tökum tíu sekúndna andrými, stöndum upp og hugsum hvort við myndum segja þetta ‘andlit til andlits’ áður en við pikkum á lyklaborðið.

Leave a comment

Filed under Bölsót, Hugarfar, Naglinn

Jólakókoskúlur – sykurlausar

Proteinchokladbollar5

 

Eru jólin ekki rétt handan við hornið og tímabært að hnoða í nokkrar sykurlausar, hveitilausar ljúffengar kókosjólakúlur til að gleðja tungubroddinn og komast í geggjaðan jólafíling eins og Baggalútur.

En það mun einmitt svífa jólaandi yfir vötnum í bakstursgleðinni á matreiðslunámskeiðum Naglans,Nettó og NOW foods á Akureyri 21. nóvember og Hafnarfirði 18. nóvember.

Einhver sagði að uppskriftir og myndir af uppstilltum matvælum væru ekki lengur móðins, en Naglinn lætur það sem norðangarra um eyru þjóta.  Matur er alltaf móðins.

Enda fátt mikilvægara en að sameinast í bakstri til að eiga tilbúna yfir vikuna þegar púkinn læðist að eyranu í skammdegisrökkrinu.

Hollari kókoskúlur
10 unaðslegar snúllur

125g kotasæla (eða tófú/ laktósafrítt skyr)
c.a 1/2 dl (25g) haframjöl
2,5 tsk eða c.a 10g ósætað kakó (t.d NOW eða Hershey’s)
1 tsk skyndikaffi (duft)
2 tsk (5g) rifinn kókos (kókosmjöl)
1 msk stevia eða NOW erythritol
10g rifinn kókos til rúllunar

Proteinchokladbollar3
1. Mauka sæluna þar til hún verður mjúk eins og nýþveginn barnsrass
2. Blanda restinni saman við og hræra þar til verður að hamingjusamri einingu.
3. Rúlla í 10 kúlur og rúlla hverri uppúr rifnum kókos
4. Henda í kæliskáp í allavega 15-20 mínútur… ef þú getur ekki beðið svo lengi eftir að sökkva tönnunum í þennan unað geturðu brúkað frystihólfið í nokkrar mínútur.

Ef þú vilt lág-kolvetna vænni kúlur má skipta út haframjölinu fyrir 2 matskeiðar af annaðhvort baunaprótíni eða casein prótíni.

Miðasala á næstu matreiðslunámskeið Naglans hér:
https://ragganagli.wordpress.com/matreidslunamskeid-roggu-nagla-akureyri/

https://ragganagli.wordpress.com/matreidslunamskeid-roggu-nagla/

________________________
Allt stöffið í gúmmulaðið fæst í Nettó

Leave a comment

Filed under bakstur, Fitutap, kvöldsnæðingar, Low-carb, Mataræði, Matreiðslunámskeið, morgunverður, Naglinn, Sjoppur, sykurlaust, Uppskriftir

Heilsumelur og vegbúi

Í Ammeríkunni er Naglinn búin að:

 

Vera “on the road” í Kaliforníu í fimm borgum og allavega þremur bæjum

IMG_0232

Gista á hótelum, mótelum og íbúðum

Æfa samt á hverjum stað.

IMG_0817

 

IMG_0834

Borða hafragrautinn sinn á hverjum morgni. Hvort sem er uppúr Sistema nestisboxi á hóteli eða skál í íbúð.

IMG_9886

 

 

IMG_0383

IMG_0452

Naglinn er líka búin að borða:

 

Fullt af grilluðum heilum Kjúkling (rotisserie)

IMG_0889

Brasilísk, japönsk og tyrknesk grillspjót (skewers)

Sushi

Grillaðan lax

IMG_0300

Grillað nautakjöt

Hrísgrjón, hummus, sætar kartöflur, kartöflur, kínóa,

Fullt af bestu appelsínum í heimi, jarðarberjum, eplum, vínberjum

 

IMG_0033

Haug af maísstönglum

Bílfarma af ferskasta grænmeti sem þú getur fundið

 

IMG_0059

 

IMG_0029

IMG_0031

 

 

Naglinn er líka búin að borða:

 

Skjannahvítar beyglur með sykraðri sultu

 

DSC01340

Allskonar M og M’s

Míní-mogm's

Hamborgara með öllu tilbehör

Átta laga Súkkulaðiköku frá Cheesecake Factory

IMG_0893

Trix, Reeses Puffs og annað dísætt morgunkorn eftir æfingu

 

IMG_1022

Spikfeita Tomma og Jenna ammeríska hormónasteik

 

IMG_0137

Dísætar kanilbeyglur

Prósessaðan cheddar sem inniheldur varla snefil af osti

 

Prófað í fyrsta skipti:

 

Kóreskt barbíkjú

IMG_0998

Steiktar engisprettur

IMG_0067

Farro

Fjólubláar kartöflur

Fjólublá hrísgrjón

Broccolini

 

 

Þannig er lífsstíll í jafnvægi.

 

Að njóta í mat og drykk en með hófsemi að leiðarljósi.

Að flétta gómsætið inn í planið og banna ekkert.

Að forðast orðræðuna: “má ekki” “á ekki” “skal ekki”

Að vera heilsumelur en jafnframt nautnaseggur.

 

IMG_0495

Að vera ræktarrotta en jafnframt ferðalangur.

 

IMG_9988

Að vera oftast ræktaður í hollustunni, en líka svolítið sveittur í sukkinu.

 

IMG_9992

 

Ef þú viðheldur sömu lífsstílsvenjum í útlandinu eins og heima í þægindaramma hversdagsins þá segir buxnastrengurinn það sama við farangursbandið í Leifsstöð

 

Ef þú heldur rútínu í hreyfingu og aðhyllist 80/20 regluna í mataræði þá kemurðu heim sáttur og stoltur.

 

Leave a comment

Filed under Hugarfar, Mataræði, Naglinn, Sjoppur

Vertu vinur þinn í dag

Þú ákveður að kíkja í heimsókn til Siggu vinkonu.

Ding dong.

 

Um leið og Sigga opnar hurðina horfirðu upp og niður á hana og segir:

 

“Ojjj. Sjá þennan maga. Og símastauralærin. Viðbjóður.”

 

Þið labbið inn í eldhús og setjist yfir kaffi, sem Sigga afsakar að hafi orðið aðeins of sterkt hjá sér.

 

“Týpískt þú. Gerir aldrei neitt rétt. Ræður ekki einu sinni við að laga kaffi“

 

 

Sigga segir þér frá að hún sé að reyna að grenna sig.

 

 

“Enn ein megrunin? Skil ekki af hverju þú rembist í þessu. Þér mistekst hvort sem er alltaf.”

 

 

Sigga heldur áfram. Hún missti tökin í gærkvöldi og borðaði of mikið af sælgæti yfir imbanum.

 

 

“Sko sagði ég ekki? Þú hefur enga stjórn. Þú ert viljalaust verkfæri og fíkill. Þú getur þetta ekki.”

 

Sigga biður þig um ráðleggingar um hvað hún eigi að gera núna.

 

“Það er langbest fyrir þig að halda áfram í sælgætinu í dag. Það er hvort sem er allt ónýtt hjá þér í megruninni”

 

Sigga les síðan upp fyrir þig fyrirlesturinn sem hún á að halda í vinnunni.

 

“Þetta er ótrúlega lélegt hjá þér. Ekki nógu faglegt. Ekki nógu djúpt. Þú munt gera þig að fífli og fólk mun baktala þig sem vitleysing. Það munu allir hlæja að þér “

 

Sigga sýnir þér kjólinn sem hún ætlar að klæðast á árshátíðinni.

 

“Þú ert alltof feit í þennan kjól. Vömbin eins og illa vafin rúllupylsa og bingóvængirnir í fullum skrúða. Þú getur ekki verið í neinu nema svörtum ruslapoka til að hlífa samfélaginu við þessari hryggðarmynd.“

 

Þú stendur síðan upp til að fara.

 

“Já ég gleymdi að segja þér að þú hefðir nú getað vaskað upp áður en ég kom í heimsókn. Ég mun segja öllum hvað það sé mikið drasl heima hjá þér.”

 

Svona talar enginn við vini sína. Slík ómakleg gagnrýni og andúð myndi kerfisbundið rífa niður sjálfið, svekkja sjálfsmyndina og mölbrjóta sjálfstraustið.

Og við ættum enga vini.

Við hrósum vinum okkar, hvetjum, sýnum samúð og samkennd.

 

En svona tölum við hinsvegar við okkur sjálf í hausnum allan daginn.

Sjálfshatur, niðurrif, sjálfsgagnrýni og aldrei nógu góð. Alltaf í neikvæðu hugarástandi með stöðugt flæði af streituhormónum um líkamann sem veikja ónæmiskerfið.

Talaðu frekar við þig eins og þú talar við vini þína.

Hrósaðu sjálfum þér. Sýndu sjálfum þér hlýju og samkennd. Sýndu samúð og umburðarlyndi.

Vertu vinur þinn í dag.

 

Leave a comment

Filed under Bölsót, Hugarfar, Naglinn

Hollar ræskrispís kökur

 

Puffed-quinoa-bars

 

Maður getur alveg bakað ræskrispískökur um helgar þó ekkert sé barnið.
Maður getur alveg skellt í eina uppskrift þó ekkert sé barnaafmælið.
Maður getur alveg borðað þær allar þó maður sé þrjátíu og eitthvað.

Því við verðum ekki gömul nema þegar við hættum borða gúmmulaði.

En kökur og sætindi þurfa alls ekki að vera sykursósað og öreindaunnið til að keyra upp partýstuð í munnholinu en það er einmitt boðskapurinn sem Naglinn boðar á matreiðslunámskeiðum sínum.

Þessar  vinsælu barnaafmæliskökur hafa nefnilega verið Naglavæddar og fengið hollustumeikóver og gefa forvera sínum ekkert eftir í gómsæti og gleði.

Í staðinn fyrir hefðbundinn strausykur notum við náttúruleg sætuefni eins og hunang eða síróp sem er unnið úr brúnum grjónum, agave eða Yakon plöntunni.

agave_síróp

Í staðinn fyrir öreindaunnið pakkafabrikkað Ræskrispís notum við uppblásið (púffað) kínóa í staðinn (fæst í Nettó).

 

SAMSUNG CSC

Kínóa er nefnilega nýi besti vinur Aðal.

Það er mjög prótínríkur kolvetnagjafi og kemur skemmtilega inn á kantinn í hóp hrísgrjóna, bygg, cous cous og fleiri korntegunda.

Kínóa er samt strangt til tekið ekki korn þó það sé sett undir hatt kornmetis. En í raun er það fræ, en ekki korn… en það er algjört aukaatriði í þessu samhengi því nú viljum við hætta þessu fræðikjaftæði og koma okkur að efninu…. sem er uppskriftin að þessum öööönaði.

 

 

quinoa-candy-bars151-550x366

Uppskrift
6-8 kökur

5 dl púffað kínóa
1 skófla NOW súkkulaði mysuprótínduft
1 dl Yakon síróp / Himnesk hollusta agave síróp / hunang
1 dl Monki hnetusmjör
2 tsk Himnesk hollusta kókoshnetuolía

 

 

quinoa-candy-bars16-550x366

Aðferð

  1. spreyja 20cm x 20 cm bökunarform
  2. Skella prótíndufti og púffuðu kínóa í skál og blanda saman
  3. Sírópi, hnetusmjör og kókosolíu skellt saman í pott og hita að suðu. Hræra vel til að koma í veg fyrir brunarúst og reykskynjarinn fari í gang…. það er hugsanlegt að einhver hafi lent í því *hóst*
  4. Leyfa sírópsblöndunni að kólna aðeins áður en henni er hellt yfir prótínblandað kínóa. Blanda vel saman og passa að kínóað og sírópsblandan sameinist í orgíu.
  5. Flytja allt gumsið yfir í bökunarform og þrýsta vel niður annaðhvort með sleif eða blautum puttum (engar dónahugsanir).
  6.  Súkkulaðibræðingur úr bræddu sykurlausu súkkulaði hellt yfir. Einni plötu af hreinu dökku súkkulaði einfaldlega hent í örrann með 1 tsk kókosolíu. Hita í 20 sekúndur í senn, hræra á milli þar til allt bráðnað. Hella súkkulaðibræðingnum yfir kínóaklessuna.

 

 

IMG_9855

 

7. Henda bökunarforminu í ísskáp og leyfa að kólna í allavega 30 mínútur (ef þú getur beðið svo lengi… sumir gátu það ekki… nefnum engin nöfn) áður en þú sekkur tönnunum í unaðinn.

 

puffed-quinoa-bars-2

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, Matreiðslunámskeið, Naglinn, prótín, Sjoppur, sykurlaust, Uppskriftir

Naglinn býður í mat

Naglanum finnst voða gaman að bjóða í mat. Sérstaklega þegar maturinn er bæði hollur, góður og fer vel í maga áður en haldið er út á lífið. Þegar um er að ræða góða vini sem geta deilt gömlum sögum, rifjað upp liðna tíma og hlegið að heimskupörum ungdómsáranna verður kvöldið dásamleg skemmtun.

Það sem Naglinn bauð uppá í mallakútana var hvítlaukskjúklingur, satay sósa, krönsjí kínóablanda, salat og maís og auðvitað ostakaka og sykurlaust súkkó í desa.

 

Við byrjum á að fara í búðina til að draga að aðföng fyrir kvöldverðinn… og auðvitað ratar allskonar annað í körfuna þegar maður missir kontrólið og kúlið á heilsuganginum. Íslenskar matvöruverslanir eins og Nettó eru útópía fyrir heilsumeli.  Meira um allt hitt gumsið í Nettópokanum í síðari pósti.

 

IMG_9850

 

Með aðföngin komin í hús var svuntan reimuð um mittið, ermarnar brettar upp að olnbogum,  og hafist handa við að krydda, skera, steikja, sjóða og annað vesen.

 

IMG_9876

Hvítlaukskjúklingur
fyrir 5-7 manns

Tvö stykki heill hrár kjúklingur (c.a 1.5 kg hver)
30 hvítlauksgeirar
Bezt á kjúklinginn
sjávarsalt
pipar

Stilla ofn á 180° og blástur. Krydda kjúklinginn vel báðum megin. Setja í eldfast mót. Stinga 2-3 hvítlauksgeirum undir húðina, 2-3 inn í tóman mallakút kjúllans og rest hipsum haps í fatið.

Steikja í ofninum í c.a 60 mínútur.

IMG_9873

 

Satay sósa

2 msk PB2 (iherb.com) eða Sukrin hnetuhveiti (Nettó)
klípa sjávarsalt
4-6 Better Stevia kókoshnetudropar
1 tsk Sukrin Gold
4-5 msk vatn

IMG_5342

 

Hræra öllu saman. Setja í kæli.

IMG_9872

Blandað Kínóa-baunasalat

1 poki Food doctor kínóablanda með baunum
1 poki Food doctor hrein kínóablanda
handfylli Food doctor ristaðar baunir
2 tsk Allos spínatpestó

IMG_9869

Þessir pokar eru besti vinur upptekna nútímamannsins. Bara inn í örrann (eða í sjóðandi vatn) í 2-3 mínútur og voilá…  hollustugúmmulaðis kínóa klárt til átu.

 

IMG_9856

 

Þessi kínóablanda er algjör unaður því þú færð svo mikið kröns undir tönn úr ristuðu baununum sem einar og sér eru líka eins og besta snakk. Og spínatpestóið kemur skemmtilega inn á kantinn og úmfar upp stemmninguna í munnholinu.

 

IMG_9866

Ristaðar baunir í kínóa og fræblanda í salat

 

IMG_9874

 

Blandað salat

1/2 poki Spínat
1/2 haus Iceberg smátt skorið
Rauðkál smátt sneitt
1 rauð paprika
c.a 250g jarðarber
2 msk Létt Feti + smá olía
handfylli Food doctor ristuð fræ

Öllu blandað saman í stóra skál.

IMG_9861

Avocado olían kemur skemmtilega inn drizzlað yfir salatið.

 

Maísstönglar á kantinum sem Naglinn útbýr í Sistema örbylgjuboxi.

 

 

 

IMG_9875

 

Bara 7 mínútur á fullu blasti og málið er dautt. Ekkert ves að setja vatn í pott og bíða eftir suðunni og jara jara…. við höfum öðrum hnöppum að hneppa í lífinu.

 

Snapchat--944878053210059407

 

Maísstönglar eru öööönaður með næringargeri og sjávarsalti sáldruðu yfir.

 

IMG_9864

 

Engin máltíð er án desa og í þetta sinn var það hindberjaostakaka sem rann afar ljúflega niður og settist þægilega ofan á allt hitt gumsið í vömbinni.

 

IMG_9841

 

…..og sykurlaust súkkulaði með rauðvíninu (eða kók zero)

IMG_9855

Vel heppnað matarboð að baki og vel nærðar, sparslaðar, sminkaðar og ondúleraðar túttur á leið á djammið.

Leave a comment

Filed under kjöt og fiskur, kvöldsnæðingar, Mataræði, Matreiðslunámskeið, Naglinn, prótín, Sjoppur, Uppskriftir