Sjoppað í Sverige. Vol. 2

Budda Naglans – 0 Sænskur súpermarkaður – 1 Naglinn missir yfirleitt kontrólið og kúlið í sænskum stórmörkuðum því vöruúrvalið er miklu meira en hjá Baunanum og vöruhúsin eru á ammerískan mælikvarða. Svo pyngjan missti nokkur núll í kassann hjá sumarstarfsmanni ICA maxi. Einhver þarf að snúa hjólum efnahagslífsins í Svíþjóð er það ekki.   Allskonar fyrir átvögl rataði í körfuna í þessari atrennu.

Kvark, tómatsósa, kjúklingalifur, appelsínutyggjó, aspartamedrasl, möndlu/kókosmjólk, bragðdropar, sinnep, horaður ostur, kryddgleði, balsamedik, prótínís og ég veit ekki hvað og hvað…..
IMG_9633   IMG_9648  Ný týpa af möndlumjólk sem blandar möndlu og kókoshnetu saman í dásemdardrykk. Þykkur í áferð eins og möndlumjólkin en sætan og bragðið af kókos…. öööönaður segi ég og skrifa.  

 

IMG_9628

Oogies krydd. Allskonar gleði í allskonar át. Útá grænmó, maískólf, poppkorn, sætar kartöflur… endalaus gleði.

 

IMG_9645

Þrjár týpur af prótínís. Súkkulaði, karamellu og kaffi. Low Carb og Lohilo eru hvoru tveggja sænsk vörumerki og því urmuls úrval af þessum dásemdum í súpermörkuðunum.

IMG_9641 IMG_9640  Naglinn hefur beðið lengi eftir að tékka á þessum svensku nýjungum. Kvark með allskonar bragði. Kókos, súkkulaðihnetu, hindberja, vanillu. Kvark er svipuð mjólkurafurð og skyr og mikið snætt í Skandinavíu, sem og fleiri Evrópulöndum eins og Frakklandi þar sem það kallast Fromage Frais.

 

IMG_9651IMG_9649IMG_9638

Allskonar fljótandi aspartame kemíkal óbjóður rataði líka í körfuna. Maður getur ekki verið algjör púritani í lífinu eins og Naglinn hefur hamrað á hér.

IMG_9654

Fíkjubalsamedik. Marínering fyrir kjöt. Himnaríkisdressing á salat. Draumur útá frosin örruð jarðarber og útá graut.Blanda með lakkríssírópi eða sinnepi eða hvítlauk eða lime/sítrónu…. .Endalausir möguleikar fyrir gleðilegt át.

 

IMG_9652

Grindhoraður 3% Philadelphia. Þessi er dásemd útá beygluna og brauðsneiðarnar sem er slátrað eftir æfingu, og lykilatriði í nýrri varíasjón Naglans af horaðri ostaköku.

 

IMG_9653     IMG_9720

Þegar kemur að bragðdropum siglir sjálfsstjórn Naglans langt útí hafsauga og nauðsyn þess að eignast nýja varíasjón fyllir allar réttlætingar og sjálfsblekkingar. Nýir Stevia dropar frá Nutri Nick sem er sænskt merki, sem og nýir lakkrísdropar frá gamla trygg Dr. Oetker. Bittermandel droparnir eru algjört uppáhalds því aðeins sterkari og bragðmeiri og hefðbundnir möndludropar. Naglinn notar þá mikið í rísalamand búðing.

 

IMG_9680

Frostþurrkuð jarðarber. Kreisíness sáldrað út á flöff, graut, sjeik, múffur… name it… þessar dúllur eiga alltaf við.

 

IMG_9715

Heinz tómatsósa með 50% minni sykri en þessi hefðbundna. Notað mikið í horaða kokteilsósu og horað chili mæjó en uppskriftina að því er að finna í Heilsubók Röggu Nagla sem fæst hér.

 

IMG_9716 Uppáhaldssinnepið er tvímælalaust French’s. Það má blanda með allskonar til að búa til nýjar varíasjónir. Með NOW Stevia dufti gerir að horuðu hunangssinnepi. Lakkrísduft. Chili. Sykurlausu sírópi. Hvítlauk. Whateva.

 

IMG_9718

Nú er ísskápurinn troðinn af gúmmulaði sem bíður í ofvæni að rata ofan í ginið og fylla óendanlegt magahol Naglans. Það ískrar í átvaglinu af fyrirátsspennu.

Leave a comment

Filed under Mataræði, Sjoppur

Horað hunangssinnep

IMG_9718

 

 

Þessi kombinasjón er algjört dúndur.
Sinnep og NOW foods​ Stevia duft.
Hrært saman.
Svo einfalt. Svo fljótlegt.
Svo dásamlega gómsætt.

Eins og hunangssinnep nema bara mínus allur sykurinn.

Eftir þessa dásamlegu uppgötvun spænast upp heilu baukarnir af Steviu og sinnepsframleiðendur heimsins hafa vart undan að tappa á brúsa til að sinna eftirspurn Naglans.

1 Comment

Filed under kjöt og fiskur, kvöldsnæðingar, Low-carb, sykurlaust, Uppskriftir

Vanilluflöff… besta flöff veraldar

 

 

IMG_9553

 

Naglinn hafði heyrt um þetta flöff. Lágkolvetna flöff úr frosnu zucchini. Naglinn trúði því ekki. Eins og goðsögn í flöff kreðsunum. Keyser Söze prótínheimanna.  En alltaf danglaði þessi hugmynd fram og til baka aftast í hausnum, eins og gömul greip flaska í farangursrýminu úr síðustu Þórsmerkursútilegu.

Þar til einn daginn sagði hausinn: “hingað og ekki lengra. Nú fáum við botn í málið og þöggum niður í þessari efasemdarödd”

Og skín þú stjarna skærust. Himarnir opnuðust. Litlir englar sungu. Tíminn stóð í stað. Þetta flöff á skilið  Nóbelsverðlaunin fyrir að stuðla að heimsfriði. Ef Pútín myndi borða vanilluflöff yrði allt pollrólegt í Úkraínu og dúman yrði eingöngu skipuð samkynhneigðum.

 

En rúsínan í pylsurassinum er að þetta flöff er kameljón og getur breytt sér í allra kvikinda líki því zucchini er hlutlaust eins og Sviss forðum daga, og má því bragðbæta í takt við hvað bragðlaukarnir garga á þann daginn.

 

IMG_9567

 

Zucchini flöff
1 skammtur

1 skófla (30g) NOW micellar casein
180g frosið niðurskorið zucchini
1/2 tsk xanthan gum
150 ml sykurlaus Isola möndlumjólk (eða kókoshnetumjólk)
NOW Better Stevia French vanilla
1 matskeið kotasæla (má sleppa en gerir stífara flöff)

Allt stöffið fæst að sjálfsögðu í Nettó

nettó-lógó

IMG_9578

Aðferð:

1) Skera zucchini í fjóra parta. Fyrst í helming og svo aftur í helming. Síðan í litla teninga.

2) Setja zucchini teninga í poka og frysta í a.m.k 6 tíma. Því lengur því betra.

IMG_9551

 

IMG_9552

IMG_9452

3) Dömpa í hrærivélaskál: frosnu zucchini, prótíndufti, xanthan gum, vanilludropum og möndlumjólk (og kotasælu ef notuð).

4) Mauka með töfrasprota. Naglinn notar Bamix því hann er einfaldlega öflugur eins og Black og Decker borvél. Það dugar ekkert minna í aðgerðina.

 

IMG_9579

20150602_105913

 

20150602_110050

5) Þegar zucchini bitarnir eru maukaðir í nanóeindir og allt stöffið orðið að einu gumsi er skálinni skellt undir hrærarann og þeytt í 5-6 mínútur á hæstu stillingu eða þar til vélin fer að ströggla.

 

20150602_110645

 

Þá ertu komin með flöff í hendurnar sem er unaður og munaður. Það má síðan skúbba í skoltinn beint uppúr skálinnni eða vera siðfágaður í samfélagi mannanna og henda í pena skál með skeiðinni Fred frá Tulipop og skreyta með Remi kexi.

 

 

IMG_9549

 

Horuð súkkulaðisósa er ekki valkostur, það er skylda með þessu flöffi.

 

IMG_9553

 

Gleðina má jafnvel frysta og borða síðar.

Bon appetit!

 

 

1 Comment

Filed under kvöldsnæðingar, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Ekki-nógan

Við þekkjum öll dagana þar sem við vöknum og hefjum niðurrifið um leið og glyrnurnar mæna í spegilinn.

“Bumban er of stór. Rassinn of feitur. Lít út eins og illa vafin rúllupylsa í hverri einustu spjör í skápnum.”

Allir þekkja líka dagana þar sem andlitið fær sína útreið af fúkyrðum.

“Ég þarf sérstaka ferð í Slippfélagið til að sparsla yfir þessa hryggðarmynd”. “Það ætti að banna smettið á mér innan átján. Börn þurfa fylgd með fullorðnum í nærmynd.”

Oftast náum við að hrista af okkur þessar ranghugmyndir og setja merkimiða á þessar ljótu hugsanir sem “feituna” og “ljótuna”

En við erum oft minna meðvitaðri um “ekki nóguna”. Þessar neikvæðar hugsanir sem poppa upp fyrirvaralaust og ómeðvitað um að við séum ekki nóg, gerum ekki nóg, eigum ekki nóg.

 

You-are-enough-4

 

Naglinn er þar engin undantekning og ‘ekki-nógan’ tekur oft gráa efnið í gíslingu.

Þyrfti að fara í doktorsnám.
Þarf að skrifa fleiri pistla.
Verð að setja inn fleiri uppskriftir.
Þarf að byrja á nýrri bók.
Fara á ljósmyndanámskeið.
Bara eitt sett í viðbót. Bara nokkrar kviðæfingar í lokin. Eitt reps enn
Ætti að fara á crossfit námskeið.
Eða byrja að æfa ólympískar lyftingar
Verð að taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu í ágúst.
Ferðast meira á framandi slóðir.
Vera meira móðins í fatavali.

Eins og að sitja í miðjunni á formúlu 1 braut og hugsanirnar þjóta framhjá, Schumacher og Hakkinen við stýrið. Áður en við vitum af eru niðurrifsseggirnir vopnaðir sleggjum og sprengibúnaði byrjaðir að tæta niður sjálfsmyndina.
Stöðugt samviskubit yfir að æfa ekki sjö daga vikunnar, borða ekki salat í hverri máltíð, eiga ekki nýjasta röndótta vasann eða passa í spjör númer X.

Við þurfum að hætta þessari sjálfseyðingu og gera óraunhæfar væntingar til sjálfsins og ómannlegar kröfur.
Slíku fylgir ekkert nema neikvæð sjálfsmynd, depressíf lund og lágt sjálfstraust. Þannig getum við aldrei uppfyllt þrár eða langanir, því við erum stöðugt óhamingjusöm með eigið líf.

Við erum alveg nóg, gerum nóg, eigum nóg og lítum nógu vel út.

Leave a comment

Filed under Æfingar, Fitutap, Hugarfar, Mataræði

Rósmarínbrauð

 

Þetta rósmarínbrauð leit dagsins ljós á einu af námskeiðum Naglans og sló rækilega í gegn eins og góður slagari með Gunna Þórðar. Sneiðarnar ruku út hver af annarri ofan í ginin á svöngum heilsumelum. Ekkert hvítt hveiti, enginn sykur, ekkert ger, ekkert glútein. Bara margar sneiðar af dásamlegri hollustu og hnossgæti.

 

IMG_9343

Rósmarín prótínbrauð

Uppskrift

1 skófla NOW baunaprótín
1 msk malað hörfræ (flax seed meal)
130g eggjahvítur
1 tsk lyftiduft
1 tsk rósmarín (himnesk Hollusta)
1 stk kramið hvítlauksrif
salt og pipar

Aðferð:

1. mauka allt gumsið saman með töfrasprota
2. hella deiginu í sílíkonform eða álform. Strá rósmarín yfir deigið

3. baka á 160° í 20 mínútur. Það er mikilvægt að baka ekki of lengi, því þá verða brauðin þurr og “ólekker”. Það vill enginn gamla þurra brauðsneið. Það gerir okkur óhamingjusöm í sinninu og bragðlaukana miður sín.
IMG_9328

 

IMG_9379

Brauðið má alveg frysta og einn skjólstæðingur Naglans er svo séð að skera kvekendið fyrst í sneiðar og frysta í pokum. Þá þarf ekki annað en kippa út og henda í brauðristina, bíða í 2 mínútur, smyrja með einhverju góðgæti og málið er dautt.

 

IMG_9344

 

Rósmarínbrauð með neyðarhummus er harmonía sem kemur beint frá himnum.

IMG_9397

 

 

Allt stöffið í brauðið fæst að sjálfsögðu í bestu heilsusjoppu bæjarins Nettó.

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Nutella brúnkur

Naglinn hefur gert margar brúnkurnar (brownies) í gegnum tíðina en þessar slógu öll fyrri met.
Þær eru óður til ástarinnar. Lífsins elixír. Uppspretta frygðarhljóða. Mjúkelsi undir tönn. Bitarnir krefjast vart tyggingar og rúlla niður kokið.

Heslihnetubragðið dansar trylltan dans á tungubroddinum meðan súkkulaðibragðið lekur niður kinnholurnar.

 

Átið verður líka mun gleðilegra móment þegar diskurinn og skeiðin kalla fram barnið í manni en þessi krúttsprengja, sveppastrákurinn Bubbles, er frá hinu flotta framsækna fyrirtæki Tulipop sem skapa og selja ævintýravörur fyrir börn á öllum aldri.

 

 

IMG_9434

 

 

Það sem gerir gæfumuninn í þessum brúnkun er að nota baunaprótínduft í stað svartbauna og passa vel uppá bökunartímann. Þær mega alls ekki vera of lengi því þá breytast þær í þurrkuntulegri frænku sína, skúffuköku. Eiginleiki þeirra sem sjúklega mjúkar, passlega blautar og mjúkar undir tönn hverfur, og þær missa samfélagsstöðu sína sem súkkulaðikaka með sjálfstraust.

 

IMG_9429

Nutella brúnkur
Uppskrift

2 skóflur NOW baunaprótín (pea protein)
1 dl graskersmauk (eða elduð sæt kartafla eða soðnar maukaðar gulrætur)
2 msk ósætað kakó (100% NOW eða Hershey’s)
1 msk Sukrin gold
2 msk heslihnetusmjör (The Protein Works, fæst í Hreysti, Skeifunni)
1 tsk lyftiduft
1.5 dl ósætuð möndlumjólk (Isola græn)
1.5 dl eggjahvítur
klípa salt

pea-protein

20140901_084925

Aðferð:

1. Dömpa öllu stöffinu í skál
2. Töfrasprota gumsið þar til allt blandað saman í eina orgíu. Deigið á að vera vel þykkt.

3. Hella í lítið eldfast mót eða sílíkonform (
4. Baka á 160°C í 30-35 mínútur. Hníf sem stungið er í miðjuna á að koma upp aðeins skítugur.

 

IMG_9437

 

IMG_9429

 

Toppa með horuðu sykurlausu dökku súkkulaðikremi.

Dökkt súkkulaðikrem

2 msk dökkt kakó (t.d Naturata)
2 msk Now hot cocoa
1 msk Erythritol
ósætuð möndlumjólk (magn fer eftir þykktarsmekk fyrir áferð krems. Byrja smátt og bæta við eftir þörfum)

IMG_9414

 

 

Hræra saman þar til æskilegri þykkt er náð. Drissla yfir heita kökuna og bera fram með þeyttum rjóma úr undanrennu (gert með Bamix) eða horuðum sprauturjóma eða hrærðu skyri með Better Stevia vanilludropum.

 

IMG_9422

 

* Allt stöffið í þessa dásemd fæst í Nettó fyrir utan graskersmauk sem fæst í Kosti og Hagkaupum

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Tómat-spínathummus Naglans

IMG_9397

Sköpunargleðin á matreiðslunámskeiðum Naglans í liðinni viku reið ekki við einteyming.

Það hefði mátt opna bakarí fyrir öll girnilegu prótínbrauðin sem litu dagsins ljós.

Rósmarínbrauð, hvítlauksbrauð, appelsínu/trönuberjabrauð, epla/kanilbrauð, múslíbrauð og ég veit ekki hvað og hvað….

 

IMG_9379

En þegar lærisveinarnir ætluðu að seðja hungrið eftir allan þrældóminn í bakstrinum voru góð ráð dýr, því ekkert álegg á brauðin var til í kotinu.

En Naglinn deyr ekki ráðalaus á þurru landi og skellti í hummus á núll einni úr því hráefni sem var í boði.

Þetta gums fékk nafngiftina ‘Neyðarhummus’, því neyðin kennir víst naktri konu og fullklæddum Nagla að redda sér.
Neyðarhummusið sló aldeilis í gegn og þurfti Naglinn að skella í annan enn stærri skammt til að anna eftirspurninni.

IMG_9395

Neyðarhummus – Tómat-spínathummus
Uppskrift

Stór dós kotasæla (450g)
1 msk tómatpúrra
lúka spínat
dass af pizzakryddi (Himnesk hollusta)
salt og pipar

Töfrasprota gumsið í drasl þar til allt orðið mjúkt og samblandað.
Skúbba í skál og bera fram fyrir gesti og gangandi.

 

 

Leave a comment

Filed under Uncategorized