Oumph kebab

Oumph verður orð ársins 2016. Og hvað er Oumph?

 

oumph

Oumph er sænsk framleiðsla og ný af nálinni.

Það er sojaprótín í strimlum sem minnir á kjúkling í áferð og bragði og því frábær alternatífa fyrir okkur kjötæturnar sem öndum á rúðu vegan lífsstílsins og langar að taka þátt en þorum ekki að stíga skrefið til fulls.

IMG_1208

Í Casa de Nagli eru stundum kjötlausir mánudagar (meatless mondays) til að vera umhverfisvæn, minnka kjötát og vera vegan í einn dag.

Þennan mánudag voru Oumph kebab fyrir tvö átvögl á boðstólum.

Innihald:

1 poki Oumph með kebab kryddi
1 rauð paprika
1 laukur
1 dós maísbaunir
slatti iceberg
slumma sýrður rjómi eða kvark
hvít hrísgrjón… ónei.. en hvað með öll kolvetnin… og GI stuðulinn??
heilhveiti eða low-carb tortilla

 

Aðferð:

Steikja lauk og papriku þar til mjúkt

IMG_1212

Steikja Oumph í 4-5 mínútur.

 

IMG_1210

Smyrja tortillu með salsasósu, hummus, sýrðum rjóma.

IMG_1213

 

Slumma hrísgrjónum og maísbaunum ofan á

Raða papriku, lauk og oumph ofan á grjónin.

Toppa með rifnum horuðum osti og smátt skornu iceberg.

 

IMG_1216

Rúlla upp og graðga í ginið. Það þarf ansi stórt gin til að ná utan um allt stöffið sem vellur út.

 

IMG_1218

 

Þessi sló algjörlega í gegn á heimilinu og bóndinn ætlaði varla að trúa að hér var ekki dauð skepna sem veltist um munnholið.

 

Oumph fæst til dæmis í Fjarðarkaupum á Íslandi.

 

Leave a comment

Filed under kjöt og fiskur, kvöldsnæðingar, Low-carb, Mataræði, Matreiðslunámskeið, prótín, Sjoppur, Uppskriftir

Sítrónu-rósmarín kjúklingur

Þessi uppskrift Naglans á Sítrónu-rósmarín kjúklingi birtist í Fréttablaðinu fyrir skemmstu.

 

sitronu kjúlli

1 heill kjúklingur 1200 g
1/2 búnt rósmarín
1/2 búnt steinselja
rifinn börkur af einni sítrónu
2 tsk ólífuolía
1x marið hvítlauksrif

 

Aðferð:
hella ólífuolíu frá Himnesk hollustu í skál
Rífa sítrónubörk á rifjárni og bæta við
bæta mörnu hvítlauksrifi við
klippa rósmarín og steinselju útí blönduna
skera sítrónu í tvennt og kreista yfir

Hræra vel saman í litla skál.

Setja kjúkling í eldfast mót.
Pipra og salta vel. Krydda jafnvel með Kjúklingakryddi.
Pensla sítrónublöndunni yfir kjúklinginn.
Skera sítrónu í sneiðar og raða meðfram kjúklingnum ásamt hvítlauksgeirum.

Baka í ofni í 50 mínútur á 200°C

Gott meðlæti er horuð kokteilsósa Naglans.
Salat af lambhagasalati, kirsuberjatómötum, papriku, sólþurrkuðum tómötum og Létt-fetaosti
Brún hrísgrjón blönduð með ristuðum baunum frá Food Doctor,
Osta-Brokkolí með næringargeri (nutritional yeast)
og auðvitað maísstönglar.

Leave a comment

Filed under kjöt og fiskur, kvöldsnæðingar, Low-carb, Mataræði, Matreiðslunámskeið, sykurlaust, Uppskriftir

30 daga matarboð með Vigdísi

Ímyndaðu þér að þu ætlir að bjóða Vigdísi Finnbogadóttur í mat allan janúar.

 

VigdisFinnbogadottir-04

Sæl Vigdís.

Gakktu í bæinn.

Við byrjum fyrstu 10 dagana á að drekka bara græna djúsa því við þurfum að hreinsa okkur af gjálífi desember mánaðar. Við þurfum að refsa okkur fyrir allar Sörurnar og blóðga bakið fyrir Nóa konfektið.

 

Þegar við erum búnar að pissa út öllum syndunum ásamt þrjátíu Maríubænum hefst langafasta því við ætlum að svelta okkur tvo daga í viku.

Þú veist Fimm-Tveir… það svínvirkar.

Þú munt samt upplifa svima, súrrealíska svengd og blóðsykursfall . En þú meikar það alveg. Allt fyrir buxnastrenginn Vigga mín.

 

Þegar við gefumst upp á hungrinu um miðjan mánuðinn ætlum við að fara í “lókarbið”.

Byrja daginn á að þræla í okkur smjörkaffi.

Nokkur kálblöð og hvítur fiskur í hádeginu.

Kvöldmatur er kjúkling og brokkolí.

 

En nóg af smjöri og mæjó. Og smá súr andremma.

 

Kartöflur? Hrísgrjón?. Ertu brjáluð manneskja? Varstu ekki forseti?? Kolvetni eru afkvæmi Satans.

 

Við ætlum að verða mjóar á árshátíðinni.

 

Eftir að borða sama matinn alla daga síðustu tvær vikur janúarmánaðar og verið pirraðri en fimm ára barn á Sinfoníutónleikum, springum við á limminu í lok mánaðar og gefum skít í þetta heilsukjaftæði. Við tætum upp Pringles stautinn í hungurkasti Dísa mín. Einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt… og þrykkjum öllum flögunum í ginið í mótþróa við heilsulífinu. Beint uppúr dollunni í húmi nætur í hnipri sitjum við tvær saman úti í horni í eldhúsinu.

Vopnaðar skeið skundum við rakleiðis að frystinum og skóflum Kjörís beint úr boxinu þar sem eina ljóstýran er opinn ísskápurinn.

 

Þjakaðar af samviskubiti og vonleysi töltum við Vigdís inn í febrúar með enn eitt nýársheitið kramið undir samanvöðluðum Dórítos poka sem var slátrað í frústrasjón.

 

Nei þú myndir ekki bjóða þessari stórkostlegu konu uppá slíka vanvirðingu. Þú myndir ekki einhæfni og þurrelsi og svekkelsi í mataræði.

 

 

Þú myndir draga fram fínasta mávastellið úr skápnum

þú myndir fara á pinterest, bloggsíður, uppskriftabækur og elda hollt og gott.

Gott litríkt salat. Gómsætan fisk, kjöt, kjúkling með skemmtilegu ívafi. allskyns gott meðlæti og líka kolvetni. matur sem nærir bæði líkama og sál

þið mynduð setjast niður og njóta matarins. Leggja frá þér hnífapörin milli bita, tyggja, kyngja. Velta fyrir ykkur bragðinu af matnum.

 

Tala saman um menn og málefni. Heima og geima.

 

Hvernig væri að setja sér það markmið þennan mánuðinn að ímynda sér að borða með Vigdísi í stað þess að fara í drastískar aðgerðir með refsivöndinn í mat og drykk.

Að njóta augnabliksins þegar við borðum. að borða með gjörhygli. að virða líkamann með góðri næringu.

Að vera til staðar í máltíðinni fullnægir þér í huganum og við þurfum að borða minna.

Leave a comment

Filed under Bölsót, Fitutap, Fjarþjálfun, Hugarfar, Mataræði, Naglinn, Uppbygging

Vegan ostakaka – þarf ekki að baka

Naglinn er kjötæta per exelans og það er ekki máltíð nema að dauð skepna liggi á disknum. En nú er Veganúar í algleymingi sem er átak til að kynna fólk fyrir vegan lífsstílnum. Það er svo mikilvægt að vera fordómalaus og með opinn huga þegar kemur að fjölbreytni í mataræði, og Naglinn mun leggja sitt af mörkum til Veganúar með að elda meira af kjötlausum dinnerum og birta uppskriftir sem eru vegan-vinalegar eins og þessa hindberjaostaköku. Þessi ostakaka er svo einföld að jafnvel Naglinn með sína þumalfingur ræður við verkefnið og það heppnast stórkostlega. Það þarf ekki að baka svo það er bara að gumsa öllu hráefninu saman og henda í nokkur lítil form (ramekins) eða eitt stórt 20 cm smelluform. Inn í ísskáp yfir nótt og voilá… unaðsleg ostakaka klár til innbyrðingar daginn eftir.   sund-cheesecake-2

Botn 

150 g Himnesk hollusta haframjöl (eða glúteinfrítt haframjöl)

2 msk MONKI möndlusmjör

2 msk agave síróp

 

Fylling

1 dós Violife smurostur hreinn

korn úr vanillustöng eða vanilluduft

1 msk NOW kókoshnetuhveiti

100 ml NOW erythritol

1 skófla Sunwarrior vegan vanilluprótínblanda

 

images

Sunwarrior vanilluprótín

 

 

Topping

100g frosin hindber

1 dl vatn

3 msk chiafræ

 

images-1

Violife smurostur

Aðferð:

  1. blanda saman öllu í botninn þar til orðið að klístruðu deigi.
  2. pressa því niður í botninn á 20 cm smelluformi (eða nokkur minni form ef notuð)
  3. Blanda saman öllu í fyllinguna með töfrasprota og gumsa yfir botninn. Henda í kæli.
  4. Sjóða saman hindber og chia fræ þar til vatnið gufað upp. Taka af hellunni og leyfa að standa í  5 mínútur.
  5. Smyrja síðan hindberjatoppnum ofan á kökuna og láta standa yfir nótt í ísskápnum
  6. Opna ísskáp daginn eftir vopnaður gaffli og ráðast á dýrðina.

  Allt hráefnið fæst í Nettó. Útópíu heilsumelsins. Heilsudagar Nettó eru rétt handan við hornið með fullt af tilboðum og afsláttum af allskonar gleði. 

Næsta matreiðslunámskeið Röggu Nagla, Nettó og NOW verður haldið í Hafnarfirði 19. janúar. Aðeins tvö pláss eftir þegar þetta er skrifað.  

Einnig verður matreiðslunámskeið á Hvolsvelli 18. janúar. Það eru nokkur pláss eftir þar þegar þetta er skrifað.

nettó-lógó NOW-logo

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, Mataræði, Matreiðslunámskeið, prótín, Sjoppur, sykurlaust, Uppskriftir

Kæri Jóli

Eru ekki allir löngu búnir að redda jólagjöfum og hafa notið desembermánaðar með sautján sortum og skápaþrifum.
Settu upp jólagjafalista í Excelskjal í nóvember og hafa hakað við hverja og eina gjöf eftir kerfisbundið Kringluráp og Smáralindarölt. Nei… ekki svo… það eru víst bara Danirnir.  

 

Hér eru nokkrar hugmyndir að gjöfum fyrir heilsumeli og flýtir fyrir í örvæntingarfullu, frústrerandi hringsóli um bæinn á aðfangadagsmorgun. 

 

 

Picture 22

Naglinn á svartar Zero Point frá Compression.is þrýstibrækur sem eru stórkostlegar. Sérstaklega í fótadaga og hringþjálfun. Háar í mittið svo það gubbast ekkert fluff yfir. Þú þarft reyndar smurolíu og skóhorn til að komast úr og í, en það er bara aukaæfing.

 

Picture 23

 

Það er borið í bakkfullan lækinn með bleikum íþróttaspjörum, en þessar Under Armour brækur myndu líka sóma sér ansi vel í yfirfullu safninu. Aftur erum við að tala um háar í mittið en níðþröngar yfir staurana svo öllu er haldið til haga. 

Compression effektinn í svona buxum eykur blóðflæði og flýtir fyrir endurheimt í vöðvum eftir æfingu.

 

2907410

Squat sponge

 

30962f210bbe9024de373eb3bdd907e8

Airex dýna

 

Squat sponge og Airex púði til að hlífa aumingjans mjöðmunum í hip thrusts og glute bridges æfingum. Airex púðinn hefur meira notagildi en hnébeygjupúðinn, til dæmis til að gera teygjur og hlífa hnjám en er ekki eins handhægur og squat sponge að ferðast með til og frá rækt.

 

 

12377981_1502911876704606_3409098109421366142_o

Úlnliðsvafningar frá Train with intensity. Fást í Perform.isEr ekki toppurinn á þjóðrembingnum að sporta íslenska fánanum í átökunum í Baunalandi?  Það er nú komið blússandi góðæri aftur, og örugglega ekki langt í að við kaupum Magasin aftur og danskurinn fær aftur heilablæðingu af pirringi. 

 

12241334_10153633989016648_3273368563692371600_nVöfflujárn fyrir belgískar brjálæðis vöfflur. Uppskrift að gómsætum heilsusamlegum vöfflum er að finna hér.

DownloadedFile-1Perfect pancakes pönnukökupanna frá Amazon.com…. segir sig sjálft….af því Naglinn borðar eggjahvítupönnsur oft í viku úr eggjahvítum, Isola möndlumjólk, NOW Psyllium Husk og blómkálsmússu. 

DownloadedFile Fractional-Weight-Lifting-Plates-Olympic-Size-2-Inch

 

Plate mates og Fractional plates  eru guðsgjöf fyrir okkur kvensurnar því stundum er 1.25 kg of mikið stökk, sérstaklega í efri partinum. Fractional plates má festa við handlóð, sem getur komið sér ansi vel t.d í æfingum á axlir, tvíhöfða og þríhöfða. 

Picture 21

 

Stundum sér maður hluti sem ekki er hægt að afsjá eða afmá úr minninu. Þessir Under Armour skór hafa valdið blautum draumum og svefnlausum nóttum. Það er alltaf pláss fyrir fleiri skó… þó eiginmaðurinn sé á öðru máli. Það má þá bara losa sig við nokkrar golfkylfur úr skápnum í staðinn.

 

 

51NfQjOesjL._SY450_

Instant pot af Instapot.co.uk. Gerir gúrmeti á nótæm. Bara dömpa allskonar oní gaurinn, stilla á tíma og voila…. engin fyrirhöfn. Algjör snilld t.d fyrir graut. Bara henda haframjöli, salti, ávöxtum útí fyrir svefn og þá þarf ekkert að gera nema rúlla sér framúr og inni í eldhús vopnaður skeið. Enn ein afsökunin tekin í bakaríið.

 

Picture 24

 

 

Bleikt Sistema nestisbox. Fyrir bleiknefjana. Fyrir nestisperrann. Fyrir boxablætið. Fyrir heilsugosann sem vill vera með eigið holla nesti í vinnu, ferðalög, ræktina, skólann….. Sistema fæst í Nettó.

 

 

IMG_9477

Zero Point Compression sokkar. Í hlaup, hopp og hamagang og þunga fótadaga. Naglinn notar þá líka í löng flug og sefur í þeim eftir þunga fætur til að flýta fyrir endurheimt yfir nóttina. Frá Compression.is

 

Og síðast en alls ekki síst…. Heilsubók Röggu Nagla. Sem fór beint á topp metsölulistans þegar hún kom út. Þetta er ekki bók fyrir fólk í leit að skyndilausnum. Þetta er bók fyrir þá sem vilja heilbrigt samband við sjálfsmynd, mataræði og hreyfingu. Þetta er bók fyrir þá sem hafa byrjað margoft að tölta heilsubrautina en tekið breytingarnar frá vitlausum enda og breytt hegðun í stað þess að fara í hugsanirnar sem stjórna hegðun. Fæst í öllum helstu bókaverslunum.

 

Heilsubók Röggu Nagla-mynd

Leave a comment

Filed under Naglinn, Sjoppur

Bönnum múslíma… og einstæðar mæður… og rauðhært fólk

 

Albanía

 

Albönsk fjölskylda er sótt af lögreglu að næturlagi í Reykjavík, smalað upp í rútu og smokrað úr landi. Þar af þriggja ára langveikum syni þeirra. 
Tveimur vikum fyrir jól. Til hamingju Ísland !

Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblíkana lýsti yfir í vikunni að banna ætti ferðir múslima til Bandaríkjanna og merkja þá alla. 
Austurrískur maður með hormottu og smjörsleikt til hliðar kemur einhverra hluta upp í hugann.

Naglinn átti samræður við mann fyrir skömmu sem sagðist hafa hugsað um að flytjast búferlum til ákveðinnar borgar í Svíþjóð, en orðið afhuga “því þar byggju svo margir múslímar. Manni stendur náttúrulega ekkert á sama eftir þetta sem gerðist í París um daginn.”

Tölva Naglans gaf upp öndina á dögunum enda antíkgripur. Sex ára Macci flokkast víst sem ellilífeyrisþegi nú til dags.

Á verkstæði brunað á hjólfáknum en eins og títt er hér í Kóngsins eru það múslimar sem sjá um ýmsa sölu og þjónustu eins og hjólaviðgerðir, símaviðgerðir, saumaviðgerðir og tölvuviðgerðir.

Sultardropi lak úr nefi eftir hjólatúrinn sem reynt var að forða með sjómannstöktum í nefsogi og þurrkun með vettlingi. Óumbeðinn útúr blánum rétti afgreiðslumaðurinn box af snýtipappír til að Naglinn gæti þurrkað hortauminn.

Svo var stúlkunni boðið inn í bakherbergi aleinni með þessum stórhættulegu mönnum sem auðvitað ætluðu að skiptast á að limlesta og raðnauðga Naglanum …. eða bara bjóða uppá piparkökur og fara yfir hvaða skjöl ætti að halda inni í tölvunni og hverju mætti eyða.

Þegar þeir voru búnir að aftengja sprengjuvestið fóru þeir að gera sitt ítrasta til að bjarga því sem bjarga mátti og lappa uppá örvasa harða diskinn.
Þeir hringdu tvisvar til að láta vita af gangi mála og hvænær mætti sækja fatlafólið.

Síðan gáfu þeir Naglanum afslátt af þjónustunni og utanáliggjandi hörðu drifi.

Í kebabkaupum sínum hefur Naglabóndinn stundum lent í kortaveseni eða ekki með nægan pening og alltaf er sama viðkvæðið. “Taktu bara matinn. Þú borgar bara næst vinur. Þú kemur bara á eftir með restina af aurnum.”

Á aðfangadag í fyrra hafði múslimski skraddarinn opið lengur sérstaklega fyrir Naglann sem hafði seinkað á leiðinni að sækja jóladressið.

Slátrarinn sem selur Naglanum dauðar skepnur á disk er flóttamaður frá Írak og gefur Naglanum alltaf faðmlag. Spyr um hagi og segir fræðandi sögur frá lífi sínu í Írak.

Það er alveg rétt. Múslimar eru ógeðslegt, dónalegt og hrokafullt fólk og rökrétt að setja nærveru þeirra fyrir sig þegar flutt til annarra landa.

Það á hiklaust að takmarka ferðafrelsi þeirra og merkja til aðgreiningar frá okkur alsaklausa aríska yfirburðastofni sem aldrei hefur framið neinn glæp. 
Og mikilvægt að alhæfa verk ISIS manna yfir á miljarð.

Alls, alls ekki hafa þetta fólk nálægt sér í stigagangi í Reykjavík, og mannúðlegast að smala þeim í rútu í skjóli nætur með lögregluvaldi og vísa úr landi. Það er rétti jólaandinn.

Með því að hafa múslima hvergi nærri sér þá kynnumst við aldrei þeirra gildum, náungakærleik, þjónustulund og vinalegu viðmóti og getum þá haldið áfram að ala á hræðslu, fáfræði og fordómum.

Sorgmæddur og skilningssljór Nagli stimplar sig út.

 

Leave a comment

Filed under Bölsót, Naglinn

Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó og NOW, Akureyri 21. nóv, 2015

Naglinn átti stórkostlega helgi í höfuðstað Norðurlands með matreiðslunámskeið sitt í samstarfi við Nettó, NOW og Under Armour.
Af fenginni reynslu eru Akureyringar höfðingjar heim að sækja.
Lífsgleðin. Jákvæðnin. Viðmótið. Kurteisin. Gestrisnin.

 

Og þetta skiptið var engin undantekning.

Hjálpsemin í Nettó starfsfólkinu á heldur sér enga líka, og flaggskipið á Glerártorgi stóð heldur betur undir nafni.

 

nettó-lógó

 

Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó og NOW var “algjört sökksess” þar sem bæði kennari og nemendur áttu notalega stund á köldum laugardegi í nóvember, fræddust um hin ýmsu framandi innihaldsefni, lærðu notkun þeirra í margvíslegum uppskriftum og gæddu sér síðan á framleiðslunni eftir allskonar tilraunamennsku við eldavélarnar.

 

IMG_1111

Allt stöffið í gúrmetið klárt fyrir lærisveinana að skíta út svuntuna.

 

IMG_1118

Naglinn útskýrir innihaldsefnin og brúkun þeirra í uppskriftunum.

 

 

IMG_1134

 

IMG_1129

 

IMG_1132

 

 

IMG_1137

Appelsínusúkkulaðikrem lítur dagsins ljós. Því var síðan smurt ofan á hollustubrownies og útkoman var guðdómur. Tíminn stöðvaðist smástund þegar tygging á því gúrmeti átti sér stað.

IMG_1136

 

 

IMG_1160

Pizzugerð í fullum gangi. Horaður smurostur, bananar og skinka er kombinasjón sem getur ekki klikkað

 

Flöffgerð

Og að sjálfsögðu var flöffað. Og hvað er flöff? Flöff er óútskýranlegt. Ekki búðingur. Ekki sjeik. Ekki smoothie.
Flöff er einstök eining sem gerir lífið gleðilegra. Guðsgjöf til okkar með óendanlegt magamál.

 

IMG_1148

Uppistaðan í flöffi:

Frosnir ávextir eða grænmeti (ber/banani/zucchini)
NOW hreint casein prótínduft.
NOW Better Stevia dropar
Isola Möndlumjólk.
NOW xanthan gum.

now casein

IMG_1150

Jarðarberjaflöffið klárt og toppað með horaðri súkkulaðisósu og kókosmjöli frá Himneskri hollustu

 

A39A1579

Uppskrift að horaðri súkkulaðisósu má finna hér

 

Það er alltaf jafn skemmtilegt að sjá viðbrögð námskeiðshesta við flöffinu. En það veldur oftast vonbrigðum að þeir ná ekki að klára skálina… þegar Naglinn tekur eina svona skál í nefið… og sleikir síðustu dreggjarnar upp með puttanum.

 

IMG_1151

Gæðir sér á flöffinu

 

Og afrakstur þrælabúðanna var ekki af verri endanum. Fullt af kaffibollakökum sem við gerum í Sistemaboxum í örbylgjuofni. Kaffibollakökur notar Naglinn í staðinn fyrir graut á morgnana. Enda sprottið fram úr bælinu eins og köttur með sinnep í bossa.

 

IMG_1153

 

IMG_1113

Sistema boxin koma sterk inn í kaffibollakökugerð

BRAUÐ OG BOLLUR

Dásamleg glúteinlaus brauð og bollur. Ekkert hvítt hveiti, ekkert ger. Enginn sykur.

 

IMG_1164

IMG_1154

 

IMG_1166

IMG_1156

IMG_1167

Allos pestóið á alltaf við. Fæst auðvitað í útópíu heilsuspaðans Nettó

 

Heljarinnar pizzuveisla þar sem hver slæsan toppaði næstu í gúrmeti. Glúteinlausar, hveitilausar og snarhollar toppaðar með allskonar gleði.

IMG_1162

 

Smurostur, ananas og paprika…. heyrði ég einhvern segja “JÁ TAKK.”

 

IMG_1163

 

Þessi var óútskýranlega gómsæt.

IMG_1169

Skólastofan umbreyttist í Babettes Gæstebud, þar sem borðið svignaði undan hollum kræsingum og gómsætum sykurlausum snæðingum.

IMG_1168

IMG_1161

Þreyttir námshestar gæða sér á afrakstri dagsins eftir þrældóminn í eldhúsinu. Það sást ekki högg á vatni þó úðað væri í sig af kræsingum. Sem betur fer voru Sistema boxin ekki langt undan til að ferja gleðina með heim og gefa sínum nánustu.

 

IMG_1171

Koma svo stelpur.. brosa

 

Stórkostlega vel heppnaður dagur með dásamlegu fólki á yndisfögru Akureyri að kvöldi kominn.
Naglinn hlakkar strax til næstu námskeiða í janúar sem verða tilkynnt hér á síðunni, sem og á Facebook undir ‘Events’. Fylgist með.

Leave a comment

Filed under Fitutap, Mataræði, Matreiðslunámskeið, Naglinn, Sjoppur, Uppbygging