Nutella brúnkur

Naglinn hefur gert margar brúnkurnar (brownies) í gegnum tíðina en þessar slógu öll fyrri met.
Þær eru óður til ástarinnar. Lífsins elixír. Uppspretta frygðarhljóða. Mjúkelsi undir tönn. Bitarnir krefjast vart tyggingar og rúlla niður kokið.

Heslihnetubragðið dansar trylltan dans á tungubroddinum meðan súkkulaðibragðið lekur niður kinnholurnar.

 

Átið verður líka mun gleðilegra móment þegar diskurinn og skeiðin kalla fram barnið í manni en þessi krúttsprengja, sveppastrákurinn Bubbles, er frá hinu flotta framsækna fyrirtæki Tulipop sem skapa og selja ævintýravörur fyrir börn á öllum aldri.

 

 

IMG_9434

 

 

Það sem gerir gæfumuninn í þessum brúnkun er að nota baunaprótínduft í stað svartbauna og passa vel uppá bökunartímann. Þær mega alls ekki vera of lengi því þá breytast þær í þurrkuntulegri frænku sína, skúffuköku. Eiginleiki þeirra sem sjúklega mjúkar, passlega blautar og mjúkar undir tönn hverfur, og þær missa samfélagsstöðu sína sem súkkulaðikaka með sjálfstraust.

 

IMG_9429

Nutella brúnkur
Uppskrift

2 skóflur NOW baunaprótín (pea protein)
1 dl graskersmauk (eða elduð sæt kartafla eða soðnar maukaðar gulrætur)
2 msk ósætað kakó (100% NOW eða Hershey’s)
1 msk Sukrin gold
2 msk heslihnetusmjör (The Protein Works, fæst í Hreysti, Skeifunni)
1 tsk lyftiduft
1.5 dl ósætuð möndlumjólk (Isola græn)
1.5 dl eggjahvítur
klípa salt

pea-protein

20140901_084925

Aðferð:

1. Dömpa öllu stöffinu í skál
2. Töfrasprota gumsið þar til allt blandað saman í eina orgíu. Deigið á að vera vel þykkt.

3. Hella í lítið eldfast mót eða sílíkonform (
4. Baka á 160°C í 30-35 mínútur. Hníf sem stungið er í miðjuna á að koma upp aðeins skítugur.

 

IMG_9437

 

IMG_9429

 

Toppa með horuðu sykurlausu dökku súkkulaðikremi.

Dökkt súkkulaðikrem

2 msk dökkt kakó (t.d Naturata)
2 msk Now hot cocoa
1 msk Erythritol
ósætuð möndlumjólk (magn fer eftir þykktarsmekk fyrir áferð krems. Byrja smátt og bæta við eftir þörfum)

IMG_9414

 

 

Hræra saman þar til æskilegri þykkt er náð. Drissla yfir heita kökuna og bera fram með þeyttum rjóma úr undanrennu (gert með Bamix) eða horuðum sprauturjóma eða hrærðu skyri með Better Stevia vanilludropum.

 

IMG_9422

 

* Allt stöffið í þessa dásemd fæst í Nettó fyrir utan graskersmauk sem fæst í Kosti og Hagkaupum

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Tómat-spínathummus Naglans

IMG_9397

Sköpunargleðin á matreiðslunámskeiðum Naglans í liðinni viku reið ekki við einteyming.

Það hefði mátt opna bakarí fyrir öll girnilegu prótínbrauðin sem litu dagsins ljós.

Rósmarínbrauð, hvítlauksbrauð, appelsínu/trönuberjabrauð, epla/kanilbrauð, múslíbrauð og ég veit ekki hvað og hvað….

 

IMG_9379

En þegar lærisveinarnir ætluðu að seðja hungrið eftir allan þrældóminn í bakstrinum voru góð ráð dýr, því ekkert álegg á brauðin var til í kotinu.

En Naglinn deyr ekki ráðalaus á þurru landi og skellti í hummus á núll einni úr því hráefni sem var í boði.

Þetta gums fékk nafngiftina ‘Neyðarhummus’, því neyðin kennir víst naktri konu og fullklæddum Nagla að redda sér.
Neyðarhummusið sló aldeilis í gegn og þurfti Naglinn að skella í annan enn stærri skammt til að anna eftirspurninni.

IMG_9395

Neyðarhummus – Tómat-spínathummus
Uppskrift

Stór dós kotasæla (450g)
1 msk tómatpúrra
lúka spínat
dass af pizzakryddi (Himnesk hollusta)
salt og pipar

Töfrasprota gumsið í drasl þar til allt orðið mjúkt og samblandað.
Skúbba í skál og bera fram fyrir gesti og gangandi.

 

 

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Auka-matreiðslunámskeið 11. maí

Vegna fjölda eftirspurna og þar sem seldist upp á síðasta matreiðslunámskeið á núll einni, hefur verið bætt við auka matreiðslunámskeiði Röggu Nagla mánudaginn 11. maí kl 17-21 í húsnæði gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.   Raspberry muffins   Það er greinilegt að fólk er fullt af eldmóði með heilsuna að markmiði. Og fátt er betra í baráttunni við sykurpúkann en að vera vel vopnum búinn af gleðilegum uppskriftum að gúmmulaði og þekkingu á allskonar heilsuvörum. Þekking og færni í gómsætri hollustugerð heldur vanþurft og svekkelsi úti í kuldanum, löngunum í sveittmeti í skefjum og við valhoppum sæl og sátt um lendur heilsunnar. IMG_8179   Námskeiðin eru studd rækilega af hinum frábæru vörum NOW á Íslandi, og útópíu heilsumelsins Nettó.

Að sjálfsögðu notuðum við hina frábæru bragðdropa frá NOW á námskeiðinu enda langsamlega bragðbestu droparnir.

Að sjálfsögðu notuðum við hina frábæru bragðdropa frá NOW á námskeiðinu enda langsamlega bragðbestu droparnir.

IMG_8200 IMG_8202   IMG_8548 Miðar fást hér. Athugið! aðeins 10 pláss eftir á námskeiðið. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Leave a comment

Filed under Fitutap, Fjarþjálfun, Mataræði, Sjoppur, Uppskriftir

Súkkulaðimússa

Einn uppáhalds kvöldsnæðingur Naglans er súkkulaðimússa, skinhoruð, pökkuð af prótíni og algjör unaður á tungu. Hreinn og klár veislumatur um háskaðræðistímann.
Og svo fljótlegt og einfalt blómin mín sem er það sem skiptir mestu máli þegar hungrið mikla sækir að.

 

súkkulaðimússa

Uppskrift:
150g kotasæla
2 msk kókoshnetumjólk (eða möndlu/belju/soja)
1/4 tsk NOW xanthan gum
1 msk sætuefni (t.d Erythritol)
1 msk NOW 100% kakó

IMG_9054
Valfrjálsar viðbætur: chiliduft, instant kaffi, Better Stevia, bragðdropar, rifinn appelsínubörkur, hakkaðar hnetur/möndlur, hnetusmjör….. ímyndunaraflið er eina hindrunin.

Hræra saman með töfrasprota og henda í kæli í c.a 90 mínútur fyrir átu.

Toppa með appelsínusúkkulaðisósu Naglans og lífið er fullkomið.

Allt stöffið í gleðina fæst í Nettó

Leave a comment

Filed under kvöldsnæðingar, Low-carb, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Zucchini lasagne Naglans

Þetta gómsæti krefst þess að þú finnir þriðja augað, beitir hugleiðslu og grafir upp alla gjafmildi sem þú átt til í sinninu því þig langar ekki að deila þessu með heiminum. Þig langar að slátra öllu fatinu einn og sjálfur og aleinn.

 

A39A1897

Ljósm: Árni Torfason

 

 

Zucchini lasagna

Uppskrift:

500 g nautahakk 4% (Kjötkompaní, Kjöthöllin)
1 saxaður laukur
3 marin hvítlauksrif
1 dós tómatar í dós
1 dl rifinn Fjörostur
3 meðalstór zucchini

söxuð fersk basilica

krydd að eigin vali

A39A1903

Ljósm: Árni Torfason

 

 

Horuð Bechamel sósa

 

1 stór dós kotasæla
1 stk eggjahvíta
1 tsk kókoshnetuhveiti (Dr. Goerg)

klípa af múskat
salt og pipar

Aðferð:

 1. Steikja hakk og krydda eins og vindurinn með því sem hugurinn girnist. Leggja hakk til hliðar.
 2. 2. Steikja lauk og hvítlauk
  3. Henda hakki aftur á pönnuna ásamt tómötum, basil, salt og pipar. Blanda saman þar til allt komið í eina orgíu.
 3. Rífa zucchini í þunnar sneiðar á mandolínjárni eða með ostaskera. Salta og láta standa í 10 mínútur til að draga vökvann fram og þurrka af með eldhúsrúllu.
  5. Grilla zucchini í ofni eða í George Foreman grilli í 2 mínútur.
  6. Á meðan zucchini-ið dúllar sér, hræra saman öllu gumsinu í horuðu Bechamel með töfrasprota þar til mjúkt.
  7. Raða í lögum í eldfast mót, kjötkássu, zucchini blöð, hvíta sósu. Sáldra svo osti yfir det hele og baka í ofni þar til osturinn bráðnar.
A39A1877

Ljósm: Árni Torfason

 

Þessa uppskrift og margar fleiri er að finna í Heilsubók Röggu Nagla sem fæst hér

Heilsubók Röggu Nagla-mynd

Leave a comment

Filed under kjöt og fiskur, Low-carb, Uppskriftir

4-mínútna prótínkaka Naglans

Hefur þú aldrei prófað horuðu 4-mínútna súkkulaðiköku Naglans? Hún er appelsínugulur björgunarkútur þegar sykurpúkinn gerir hosur sínar grænar og hvíslar ástarljóðum í eyrað á þér.

Hún er haukur í horni þegar réttlætingarnar fyrir að detta niður í sukksvaðið eru við það að ná yfirhöndinni í baráttunni við skynsemina.

Og það besta er að hún krefst nær engrar fyrirhafnar og örfáum mínútum síðar siturðu með næringarríkt gúmmulaði í annarri og gaffal í hinni og mokar í ginið og sykurpúkinn liggur örendur með rýting í bakinu.

IMG_2928

4- mínútna prótínkaka Naglans
1 skammtur


1 skófla NOW súkkulaðimysuprótín
1/2 tsk lyftiduft
10 g ósætað NOW kakó
100 ml vatn eða ósætuð möndlumjólk (Isola)
Valfrjálst: Sætuefni (erythritol), Better Stevia dropar, bragðdropar, muldar hnetur, rifinn appelsínubörkur, chiliduft, skyndikaffi, sjávarsalt.

NOW cocoa

Hræra öllu saman í skál eða bolla. Setja plastfilmu yfir skálina.
Kjarnorka í örbylgjuofni í 60-90 sekúndur  og málið er dautt.

IMG_5980


Toppa gleðina með horaðri súkkulaðisósu Naglans, horuðum sprauturjóma eða vanillueggjahvítuís.


Allt stöffið í gúrmetið fæst að sjálfsögðu í Nettó.

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, Mataræði, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Eplapægrautur með eplakompóti

 

Sykurlausa eplakompót Naglans er ekki þessa heims.
Skúbbað yfir heitan eplapægraut á morgnana, toppað með vanillu eggjahvítuís og þú gætir allt eins verið að slurka í þig dísætri eplaböku í eldhúsinu hjá múttu.

 

20150408_072449

 

Eplapægrautur
1 skammtur

40g haframjöl
2 msk NOW Psyllium Husk
klípa salt
epladropar frá Myprotein.com
1/4 rifið zucchini
vatn eftir þykktarsmekk grauts

 

IMG_9059
Eplakompót

1 epli skrælt, kjarnhreinsað og skorið í litla teninga
1 tsk kanill
1/2 msk NOW erythritol
1 msk sykurlaust pönnukökusíróp eða maple dropar (Frontier eða Myprotein)
2 msk vatn
NOW Better Stevia cinnamon vanilla dropar eða French vanilla

20150330_203355

Setja allt saman í pott og láta suðuna koma upp. Lækka niður í miðlungshita og leyfa að malla í 20-30 mínútur eða þar til eplin verða mjúk.

Eins má nota kjarnorkuna, og hræra öllu saman í skál og inn í örbylgjuofn í 3-4 mínútur.

Hella eplakompótinu yfir heitan grautinn. Toppa síðan gleðina með eggjahvítuís sem bráðnar ofan í heit eplin. Þú mátt alveg gera ráð fyrir raðfullnægingu í munninum.

20150408_072611

 

Leave a comment

Filed under bakstur, Mataræði, morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir