Eplapægrautur með eplakompóti

 

Sykurlausa eplakompót Naglans er ekki þessa heims.
Skúbbað yfir heitan eplapægraut á morgnana, toppað með vanillu eggjahvítuís og þú gætir allt eins verið að slurka í þig dísætri eplaböku í eldhúsinu hjá múttu.

 

20150408_072449

 

Eplapægrautur
1 skammtur

40g haframjöl
2 msk NOW Psyllium Husk
klípa salt
epladropar frá Myprotein.com
1/4 rifið zucchini
vatn eftir þykktarsmekk grauts

 

IMG_9059
Eplakompót

1 epli skrælt, kjarnhreinsað og skorið í litla teninga
1 tsk kanill
1/2 msk NOW erythritol
1 msk sykurlaust pönnukökusíróp eða maple dropar (Frontier eða Myprotein)
2 msk vatn
NOW Better Stevia cinnamon vanilla dropar eða French vanilla

20150330_203355

Setja allt saman í pott og láta suðuna koma upp. Lækka niður í miðlungshita og leyfa að malla í 20-30 mínútur eða þar til eplin verða mjúk.

Eins má nota kjarnorkuna, og hræra öllu saman í skál og inn í örbylgjuofn í 3-4 mínútur.

Hella eplakompótinu yfir heitan grautinn. Toppa síðan gleðina með eggjahvítuís sem bráðnar ofan í heit eplin. Þú mátt alveg gera ráð fyrir raðfullnægingu í munninum.

20150408_072611

 

Leave a comment

Filed under bakstur, Mataræði, morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Sætkartöflufranskar

A39A1766

 

 

Sætkartöflu fröllur Naglans

 

Þessi uppskrift er í Heilsubók Röggu Nagla sem fæst hér. Þess skammtur dugir fyrir 3-4 mallakúta sem meðlæti með einhverju kjötmeti, eins og til dæmis hammara Naglans sem einnig er að finna í skræðunni góðu.

 

Uppskrift:

500g sætar kartöflur

1 tsk ólífuolía eða PAM sprey

1x Eggjahvíta

Krydd: ¼ tsk chili, ¼ tsk hvítlauksduft, salt, pipar

 

Aðferð:

  1. Stilla ofn á 200°C
  2. skræla kartöflur og skera í 1 cm þykka strimla
  3. leggja kartöflurnar í kalt vatn í 30 mínútur. Taktu þær úr vatninu og þerraðu.
  4. hræra eggjahvítu og krydd saman þar til froða myndast. Henda teitunum útí og blanda vel þar til allar eru húðaðar
  5. dreifa á bökunarpappír á ofnplötu og baka í 20-25 mínútur þar til gullinbrúnar og stökkar.

 

A39A1754

Leave a comment

Filed under kjöt og fiskur, Uppskriftir

Snákaolía uppseld

Dagur í lífi Naglans 

Sítrónuvatn slurkað á fastandi maga fyrir morgunverð svo ristillinn stíflist ekki.

Þurfti reyndar að fara í fjórar búðir því sítrónur voru uppseldar. Greinilega fleiri en Naglinn sem vita hvað er hættulegt að hreinsa ekki út þarmana í upphafi dags.

Beikon, egg og mæjó í morgunverð því kolvetni eru Satans og spika mann eins og aligæs

Spurði svo pendúlinn hvort ætti að fara út að hlaupa eða rífa í járnið.

Pendúllinn sagði hlaupa.

Fyrir hlaupið tók Naglinn nokkrar hindberjaketón til að brenna sem mestri fitu í hlaupunum.

Slurkaði líka nokkra poka af heilsugeli en frændi sölumannsins var með liðagigt sem læknaðist eftir að bara nokkra skjatta af þessum undraelixír.

Heilsusteinninn

Eftir skokkið svolgraði Naglinn boost með lucuma dufti, maca dufti, frostþurrkuðum rauðrófusafa og salti úr Dauðahafinu.

Síðan lá leiðin á snyrtistofu þar sem rafmagn úr elektróðublöðkum festar víðsvegar á skrokkinn brenndu fitunni sem ekki lak af í hlaupunum.

Hádegisverðurinn samanstóð af smjörsteiktri nautasteik og bernes. Reyndar írsku smjöri því hið íslenska var uppselt. Pissaði eftir það á staut sem sagði að líkaminn væri í ketósuástandi. Hæ hó og jibbí jei!! Ketónsýrur: eitt. Glúkósi: núll. #fitubrennsla #mjóámorgun

Smá heilaþoka reyndar en nokkrar töflur af gingko biloba redda því en to tre.

Kvöldverður eftir sérsniðna matseðlinum frá lithimnugreiningunni. Drakk að sjálfsögðu jónað vatn með kvöldmatnum til að fá örugglega klösteruð mólekjúl.

Fyrir svefn gúllaði Naglinn haug af magnesíumdufti til að líkamsvökvinn súrni ekki undir sænginni. Á morgun er svo afeitrunardagur með einföldum matseðli af birkisafa og mjólkurþistli. Þetta gerir Naglinn til að hreinsa út niðurbrotsefni sem hafa tengst mólekúlum líkamans.

Síðasta verk dagsins var að setja minnismiða á ísskápinn: Kaupa króm til að beisla matarlystina og hemja sykurþörfina.

Verst að snákaolía er uppseld.

Leave a comment

Filed under Bölsót, Fitutap, Hugarfar, Mataræði, Uppbygging

Horuð pítusósa Naglans

A39A1623

Horuð pítusósa Naglans

100g lighter than light Hellman’s mæjó (fæst í Hagkaupum)
100g 5% sýrður rjómi
1 tsk oregano
1 tsk provence kryddblanda (rósmarín, oregano, marjoram, timjan)
hvítlauksduft
salt og pipar

A39A1629

Hræra saman og málið er dautt. Best ef geymt í kæli yfir nótt.

Allt stöffið fæst í Nettó, nema Hellman’s horað mæjó sem fæst í Hagkaupum

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Appelsínusúkkulaðisósa

A39A1556

 

Appelsínur eru í sísoni núna og úr hillum matvöruverslana hér í Baunalandi velta íturvaxnir appelsínugulir hnettir stútfullir af C-vítamíni og bíða þess að almúginn sökkvi tönnunum í gómsætt aldinkjötið.

En þær eru til annarra hluta nytsamlegar eins og að skralla börkinn útí í horaða súkkulaðisósu og gefa henni þannig kattartungu effekt.  Og rúsínan í pylsuendanum er að þessi sósa tekur ekki nema tvær mínútur frá A til Ö.

 

A39A1583

 

 

appelsinur

 

Kattatungusósa Naglans
Uppskrift

2-3 msk Hershey’s ósætað kakó
1-2 msk ósætað NOW hot chocolate
dassi af möndlumjólk
rifinn börkur af einni sínu + smá kreista af vökva

 

Hræra öllu saman þar til kakóið hættir andspyrnu sinni við vökvann og allt blandast saman í dásamlega harmóníu.

 

A39A1581

 

 

Unaður út á bakaðan appelsínugraut

Allt stöffið fæst í Nettó.

Leave a comment

Filed under bakstur, kvöldsnæðingar, Low-carb, morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir

Quiche Naglans

 

Spínat-quiche

 

Einfaldleiki og fljótleiki í matargerð er kokteill sem hentar Naglanum sérstaklega vel því yfirleitt er tíminn af skornum skammti á meðan hungrið herjar á kviðarholið. Þessi baka tekur örskamma stund frá upphafi til enda svo fóðrunaraðgerðir geta hafist sem fyrst.

Quiche Naglans

Botn

1 skófla NOW baunaprótín (pea protein)

1 msk Dr. Goerg kókoshnetuhveiti

1 egg

1 msk NOW psyllium Husk

sjávarsalt og pipar

Blanda saman öllu stöffinu í botninn með smá skvettu af vatni þar til verður að þéttu deigi. Þrýsta deiginu niður í lítið hringlaga eldfast mót eða kökuform. Einnig hægt að nota múffuform

 

Spínat quiche

 

Fylling

150g eggjahvítur

steikt spínat

steiktur rauðlaukur með skvettu af balsamediki

nokkrir steiktir sveppir

steikt marið hvítlauksrif

Naturata næringarger

Sjávarsalt og pipar

Hræra steiktu grænmeti út í eggjahvíturnar ásamt salti og pipar. Hræra vel og hella yfir botninn.

Baka í 200°C heitum ofni í 15-20 mínútur.

Sáldra næringargeri yfir bökuna þegar tilbúin til að fá ostagúmmulaðisbragð.

Leave a comment

Filed under bakstur, kjöt og fiskur, Low-carb, prótín, Uppskriftir

Hollar bolludagsbollur

Bolludagsbollur-1

 

Bolludagurinn nálgast eins og óð fluga en það er engin ástæða . Það er heldur engin ástæða að sitja úti í horni með sorg og sút, maulandi gulrót og taka ekki þátt í gleðinni.  Hér er hugmynd að hollum og horuðum bolludagbollum fyrir þá sem eru að passa línurnar eða þeir sem kjósa af öðrum ástæðum að úða ekki allar æðar stútfullar af sykri og smjöri þennan mánudag í febrúar.

Horaðar bolludagsbollur
4 bollur

1 dl hreint skyr
1 egg
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk kardimommudropar
2 msk NOW erythritol
3/4 dl NOW möndluhveiti
1/4 dl Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
1 msk NOW psyllium husk

 

 

20150212_115610

Aðferð:
1) stilla ofninn á 200°C
2) hræra saman skyri, eggi, kardimommu, erythritol og í lokin hveiti og Husk
3) móta 4 bollur. Leggja á bökunarpappír og baka í 10-15 mínútur

 

Fylling

250g kotasæla
1 msk Isola möndlumjólk
1 msk NOW erythritol eða Sugarless Sugar
1/2 tsk vanilluduft

Aðferð: Hræra saman með töfrasprota þar til allt orðið slétt og fellt.

 

 

bolludagsbollur-2

Þegar bollurnar eru orðnar kaldar viðkomu skellirðu fyllingunni inní og stráir Sukrinmelis yfir lokið á bollunni.
Þá er ekkert eftir nema sökkva tanngarðinum í herlegheitin og sleikja hvítt gumsið af kinninni.

bolludagsbollur-3

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir