Hollar bolludagsbollur

Bolludagsbollur-1

 

Bolludagurinn nálgast eins og óð fluga en það er engin ástæða . Það er heldur engin ástæða að sitja úti í horni með sorg og sút, maulandi gulrót og taka ekki þátt í gleðinni.  Hér er hugmynd að hollum og horuðum bolludagbollum fyrir þá sem eru að passa línurnar eða þeir sem kjósa af öðrum ástæðum að úða ekki allar æðar stútfullar af sykri og smjöri þennan mánudag í febrúar.

Horaðar bolludagsbollur
4 bollur

1 dl hreint skyr
1 egg
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk kardimommudropar
2 msk NOW erythritol
3/4 dl NOW möndluhveiti
1/4 dl Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
1 msk NOW psyllium husk

 

 

20150212_115610

Aðferð:
1) stilla ofninn á 200°C
2) hræra saman skyri, eggi, kardimommu, erythritol og í lokin hveiti og Husk
3) móta 4 bollur. Leggja á bökunarpappír og baka í 10-15 mínútur

 

Fylling

250g kotasæla
1 msk Isola möndlumjólk
1 msk NOW erythritol eða Sugarless Sugar
1/2 tsk vanilluduft

Aðferð: Hræra saman með töfrasprota þar til allt orðið slétt og fellt.

 

 

bolludagsbollur-2

Þegar bollurnar eru orðnar kaldar viðkomu skellirðu fyllingunni inní og stráir Sukrinmelis yfir lokið á bollunni.
Þá er ekkert eftir nema sökkva tanngarðinum í herlegheitin og sleikja hvítt gumsið af kinninni.

bolludagsbollur-3

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Við byrjum öll einhvers staðar

PhotoGrid_1419147980263

 

 

 

Stelpan sem þurfti hvíldarinnlögn í Hveragerði eftir kortérs hlaup tók 10km í Reykjavíkur maraþoni á 45 mínútum.

 

Stelpan sem reykti pakka á dag af Camel lights og marineraði sig í áfengi tvo daga í viku er bindindismanneskja og hollustufrík.

 

Stelpan sem var dyggur styrktaraðili líkamsræktarstöðva án þess að stíga fæti þar inn fær fráhvarfseinkenni frá hreyfingu og æfir flesta daga vikunnar.

 

Stelpan sem rétt slefaði stúdentsprófið með 5 í meðaleinkunn er með þrjár háskólagráður í sálfræði.

 

Stelpan sem fannst eldamennska vera örbylgjun á 1944 pastarétti heldur matreiðslunámskeið í hollri matargerð.

 

Stelpan sem áleit fitnessfólk og hreystimenni vera öfgafullan þjóðbálk var að gefa út heilsubók sem situr á toppi metsölulista Eymundsson.

 

 

Villtustu draumar geta ræst þegar viljinn er fyrir hendi.

Leave a comment

Filed under Æfingar, Hugarfar, Mataræði

Eplakaka Naglans

 

 

Þessi horaða sykurlausa eplakaka klikkar aldrei.
Hún slær alltaf í gegn í félagslegum samkundum Naglans þar sem engum dettur í hug að um sé að ræða úsandi hollustu. En best er hún í einrúmi þegar Naglinn er vopnuð gaffli í joggaranum með kaniltaum út á kinn.

 

eplakaka-4

 

Eplakaka Naglans

Uppskrift

2 egg
80 g NOW erythritol
40g NOW möndlumjöl
40g haframjöl
1 dl hreint skyr
1 tsk kardimommuduft eða dropar
1 tsk lyftiduft
2 tsk kanill
1 epli

NOW almond flour

 

 

Aðferð

1) stífþeyta eina eggjahvítu og setja til hliðar
2) hræra saman eggjarauðu og egg með erythritol. Blanda skyrinu saman við.
3) Hræra þurrefnum varlega saman við eggjahræruna með sleif og síðan stífþeyttu eggjahvítunni.
4) Skera epli í skífur. Hella helming af deigi í form, raða eplaskífum ofaná. Hella restinni af deiginu og toppa með rest af eplaskífunum.
5) Baka á 180°C í 25 mínútur

 

eplakaka-1

 

Toppurinn í teinóttu er Wheyhey ís á kantinum (fæst í Nettó) sem bráðnar ofan í heit eplin….. hnegg hnegg….

20140216_170209

 

……. önnur munnfullnæging er horaður þeyttur rjómi úr undanrennu og Now Better Stevia vanilludropum, þeytt með Bamix töfrasprota

IMG_5345

 

Eplakaka-5

 

Njótið… njótið eins og ljónið.

 

Leave a comment

Filed under bakstur, morgunverður, prótín, sykurlaust, Uppskriftir

Casein er besti vinur aðal

Mörgum vex í augum að malla margar af uppskriftum Naglans því þeir þekkja ekki innihaldið og geta oft ekki einu sinni borið fram nöfnin á þeim. Hvað er eiginlega allt þetta stöff með skrýtnu nöfnunum sem Naglinn notar í bakstur og matargerð?

Hvar í borg óttans er hægt að sjoppa þessar exótísku vörur?

Hér reynir Naglinn að leiða ykkur elsku lesendur útúr myrkrinu og inn í kastljós hollustubaksturs, því hér er hlýtt og gott að vera.

Kasein prótínduft: Er helsta prótínuppistaðan í mjólk. Casein losast hægt út í blóðrás og af þeirri ástæðu nota margir það í kvöldsnæðinga. Kaseinsjeikar verða mun þykkari en mysuprótínsjeikar því kasein dregur í sig mikinn vökva. Þegar casein er notað í prótínbakstur og sjeikagerð þarf því meira vökvamagn í uppskriftum sem innihalda kasein en þegar notað er mysuprótín.

Csein verður kremað og hnausþykkt eins og búðingur sem hentar afar vel fyrir áferðarperra sem vilja helst borða sína sjeika með hníf og gaffli eins og Naglinn. Casein er brúklegt í þykka prótínbúðinga, prótínfrosting og flöff.

Flöff úr NOW casein prótíndufti

Flöff úr NOW casein prótíndufti

IMG_7978

Tíramísú kaffibollakaka með prótínfrosting úr casein

20140423_072201

Súkkulaðibomba með súkkulaði prótínfrosting úr casein prótíndufti

Nú eru snillingarnir hjá NOW loksins farnir að framleiða casein prótínduft, og eins og allar þeirra vörur er það tandurhreint og gljáandi án allra aukefna.

now casein

NOW Micellar casein prótínduft

Naglinn lagði á og mælti um eins og Búkolla forðum að NOW á Íslandi bættu þessari vöru við sitt breiða úrval og að sjálfsögðu var orðið við frekjunni í gömlu.

Fæst m.a í Nettó og er á 25% afslætti til 1. febrúar á Heilsudögunum.

Leave a comment

Filed under Uncategorized

Kryddsíld Naglans árið 2014

Janúar

Jólum og áramótum 2013-2014 eytt í London.

20131231_192008

 

 

Naglinn var beðin um að halda fyrirlestur á konukvöldi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Fyrirlesturinn fjallaði um hvernig við náum stjórn á hugsunum okkar til að stuðla að betri heilsuhegðun.

 

Jónshús-1

Jónshús-2

 

Einnig hélt Naglinn fyrirlestur í Budz Boot Camp í Köben um tengsl hugsana og heilsu og nýtileg hugræn verkfæri til að tækla hryðjuverkahugsanir sem hrinda okkur reglulega af brautinni.

 

Febrúar

Í febrúar lagði Naglinn enn einu sinni land undir fót og hélt til London á matreiðslunámskeið hjá drottningunni af ProteinPow.

20140216_131628

 

20140216_141615

 

20140216_152007

 

Samningur um bókaútgáfu á Heilsubók Röggu Nagla undirritaður milli Naglans og Sögur útgáfu.

 

20140927_103732

Ferðalag til Osló og auðvitað tekið á því í Elixia Majorstuen.

 

Mars

Fyrirlestur í Metabolic Reykjanesbæ um tengsl hegðunar og hugsana og hvernig við tæklum þessar hugsanir til að stuðla að betri heilsu.

baec3d02a62e11e39bd51230495cd073_8

 

Naglinn var beðin um að vera gestur í sjónvarpssal á sjónvarpssstöðinni sálugu Mikligarður þar sem umfjöllunarefnið voru megrunarkúrar, líkamsímynd og öfgakenndar tálgunaraðferðir.

Mikligarður

 

 

Mikligarður-2

 

Apríl

Fyrsta matreiðslunámskeið Naglans sett upp í Köben með frábærum hópi af lærdómsfúsum heilsugosum.

IMG_7314

 

IMG_7271

IMG_7287

 

Frábær páskaferð til Kanada í brúðkaup í Hamilton Ontario hjá þjálfara Naglans til sjö ára.

20140418_234117

IMG_7510

IMG_7518

Með nýgiftu turtildúfunum

 

 

IMG_7527

Gætt sér á gúmmulaðinu

 

 

IMG_7535

Járnrífingatúttur flexa byssurnar í brúðkaupum

 

 

 

20140419_091437

Í Kanada var að sjálfsögðu tekið á því í Good Life fitness.

 

 

Síðan tók við rómantisk vika hjá hjónunum í Stóra Eplinu, nánar tiltekið í Harlem hverfinu þar sem hjónakornin leigðu íbúð í gegnum Air Bn’B því heilsumelurinn og átvaglið þarf að hafa sitt eldhús.

20140421_195243

 

20140423_145445

Siggi’s skyr í Trader Joe’s

20140424_140039

20140424_125850

My sister of iron

 

 

Í NYC var að sjálfsögðu tekið á því og rymjandi hvít kona í lyftingasalnum vakti óskipta athygli innfæddra og ekki leið á löngu þar til Naglinn hafði vingast við nokkrar ræktarrottur.

 

20140422_092743

20140422_092806

Naglinn er ekki svört, en Naglinn er stolt

 

Maí

Naglinn skellti sér á námskeið í lyftingatækni í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Leiðbeinandinn hafði sérstaklega orð á hversu djúpt Naglinn fór í hnébeygju og sagði við hópinn: “Þetta er dýptin sem þið eigið að stefna að.” Og hananú!

 

20140525_150622

 

 

20140525_121325

 

 

20140525_112906

 

Júní

Enn ein ferðin til Osló og tekið á því í Elixia samkvæmt venju.

20141116_111434

 

Heilsumelir liggja ekki aðgerðarlausir og flatmaga í sólinni í Frognerparken í Osló, heldur nýta tækifærið og teygja á stirðum skönkum og auka hreyfanleika og liðleika.

20140608_141838

20140608_141807

20140608_141750

 

Fyrstu matreiðslunámskeið Naglans sett upp á Íslandi í samstarfi við snillingana hjá Now á Íslandi, Nettó búðirnar og Fitness Sport. Það seldist upp á öll þrjú námskeiðin á mettíma. Miðarnir á þriðja námskeiðið fóru á sléttum átta mínútum, og einhver sagði að það væri erfiðara að nálgast miða í gúmmulaðisgerðina en á Justin Timberlake tónleikana. Hafðu það góði.

IMG_8087

IMG_8093

 

 

IMG_8142

IMG_8145

 

Í félagslífinu var farið á stórskemmtilega tónleikahátíð Secret Solstice í Laugardal og Naglinn getur vart beðið eftir að endurtaka leikinn á hátíðinni á næsta ári.

 

20140621_143844

 

Júlí

Júlí hófst á Rolling Stones tónleikum á Hróarskelduhátíðinni. Þá er hægt að strika útaf fötulistanum að hafa barið augum öldungana í Rúllandi Steinum.

 

20140703_214937

20140703_221523

20140703_181334

Heilsugosar mæta með Sistema nestistösku troðfulla af hollustu á tónleikahátíð

 

Og enn hélt tónleikagleðin áfram í London þar sem Naglinn fór á enn eina tónleikahátíð og barði augum Outkast, Bruno Mars og Ellie Goulding.

 

20140706_180407

 

Myndataka fyrir heilsubók Röggu Nagla sem kemur út í byrjun janúar.

Under Armour toppur, fæst í Altis

Under Armour toppur, fæst í Altis

 

 

Hitabylgja var í Skandinavíu í allt sumar og ófáar ferðir farnar á strendur Kaupmannahafnar með nesti og nýja sandala.

20140724_145529

 

20140724_162224

 

sixpakk

Ágúst

Enn hélt hitabylgjan áfram og sólað sig þar til húðin varð að gömlum leðursóla.

20140704_144141

Sun’s out, guns out

20140704_144605

Naglinn og þríhöfðinn í sólbaði

20140608_135618

Jótland heimsótt til að fara í brúðkaup og að sjálfsögðu tekið á því í Álaborg city. Þú tekur betur á því þegar nafnið þitt stendur á Under Armour bolnum þínum. Under Armour frá hinum frábæru styrktaraðilum Naglans í Altis Ísland.

 

20140802_101724

 

 

 

September

Gleðin hélt áfram með tveimur matreiðslunámskeiðum Naglans á Íslandi, og seldist upp á þau bæði á örfáum klukkutímum.

 

IMG_8596

 

IMG_8599

Prótínpizzur bíða slátrunar í ginið

 

IMG_8594

Gómsætt grautartriffli

 

Á Heilsudögum Nettó í september veitti Naglinn ráðleggingar um hollustuvörur fyrir heilsusamlegan lífsstíl, og gaf gestum og gangandi smakk af heilsugúmmulaði eins og prótínpizzu, hollustubrownies, hnetusmjörsköku og horaðri súkkulaðisósu.

 

20140912_164410

 

20140912_162213

 

Naglanum hlotnaðist sá heiður að vera gestur í sjónvarpssal á degi Rauða nefsins.

20140912_214820

Naglinn og Kenneth Máni á degi rauða nefsins

 

IMG_8611

 

Október

Afmæli Naglans fagnað í Osló.

20140930_211230

Þrjátíu og fimm ára ammælisbarn

 

Hápunktur ársins var klárlega októbermánuður þegar Nýtt líf vildi ekki einungis að smettið á gömlu prýddi forsíðu tölublaðsins, en einnig að vilja birta nöldrið um sálfræðilega vinkilinn á heilsuna. Ekki hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf og meiri heiður.

 

Nýtt líf - Ragga

 

20141015_073839

 

 

20140914_175353

Kellingin ondúleruð og smettið sparslað fyrir forsíðuna

 

 

Nóvember

Þriðja lota af matreiðslunámskeiðum Naglans í Lækjarskóla.

 

20140619_195755

 

IMG_8635

 

 

Ný sálfræðistofa Naglans opnuð í Köben og sífellt fleiri skjólstæðingar bætast í hóp þeirra fjölmörgu sem Naglinn aðstoðar með hugrænni atferlismeðferð við ofátsvandamálum, líkamsímynd, sjálfsmynd, kvíða, þunglyndi, streitu.

 

A39A5845

 

Aðventuferð til London þar sem Naglinn fór á fitness mót til að hvetja góðan vin sinn frá Suður Afríku sem keppti í íþróttafitness

20141123_160422

Ekki góður litasamanburður, Naglinn er eins og uppvakningur við hliðina á bronslituðum skrokki.

 

Desember

Jólum fagnað í miklum rólegheitum í Köbenhavn.

20141223_195422

Jól í Tívolí

 

 

Heilsubók Röggu Nagla fór í prentun

 

ragga-nagli-lifstill

 

 

Sannarlega viðburðarríkt ár á enda og Naglinn getur vart beðið eftir hvað 2015 ber í skauti sér.

Leave a comment

Filed under Æfingar, Þolæfingar, Fjarþjálfun, Hugarfar, Mataræði, Styrktarþjálfun

Gómsætar glútein- og sykurlausar piparkökur

sykurlausar piparkökur_2

Þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður tekur…… allt deigið og borðar það…

Þessar piparkökur eru horaðar, sykurlausar, glúteinfríar en þrátt fyrir alla þessa fátækt og vosbúð eru þær asnalega gómsætar og meira að segja bóndinn sem er sykursnúður mikill fannst þær betri en hinar hefðbundnu systur þeirra. En það krafðist viljastyrks nashyrnings í makaleit að éta ekki allt deigið áður en kökurnar rötuðu í ofninn.

Uppskrift
c.a 25 meðalstórar kökur  

5 dl NOW möndlumjöl
3 msk NOW erythritol
1/2 tsk NOW xanthan gum (þykkingarefni)*
1.5 msk Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
1/2 tsk salt
3 tsk piparkökukryddblanda, t.d Dr. Oetker
2.5 msk Sukrin gold
1 tappi vanilludropar, t.d Kötlu
1,5 msk brædd Himnesk hollusta kókosolía
1 egg

*Líka hægt að nota psyllium Husk

Allt stöffið í piparkökurnar fæst í Nettó

IMG_8866

Pepparkakor

Aðferð:

1. Stilla ofn á 150°C

2. Blanda þurra stöffinu saman í skál. Bæta eggi, vanilludropum og bræddri kókosolíu og hræra þar til verður að þykku deigi.

3. Rúlla deigið með kökufefli. Gott að breiða smjörpappír yfir deigið svo það festist ekki við keflið í rúllingunni. Búa til piparkökur með piparkökuformum og leggja á smjörpappírsklædda bökunarplötu

 

pepperkake-5

4. Baka í ofni í c.a 20 mínútur á 150°C eða á 125°C í 50-60 mínútur fyrir enn stökkari piparkökur. Það er ekkert sem jafnast á við negulkanilblandað stökkt krönsj undir tönn í bland við gómsætt möndlubragðið.

 

Sykurlausar piparkökur

 

 

Næringargildi per eina köku (af 25)

Hitaeiningar: 60 kcal
Prótín: 2g
Kolvetni: 0.5 g
Fita: 5 g

Leave a comment

Filed under bakstur, Low-carb, Mataræði, sykurlaust, Uppskriftir

Rísalamand grautur

Rísalamand hafragrautur með þykjustuflöðuskúm og kirsuberjasósu var það heillin.

Ó svo jólalegur og notalegur morgungrautur á aðventunni með danskri inspírasjón og átgleðin nær nýjum hæðum.

Þennan er tilvalið að gera kvöldið áður í skammdegismyrkrinu meðan haustlægðirnar berja á rúðunni svo þú þarft einungis að rúlla þér framúr bælinu í morgunsárið og opna ísskápinn vopnaður skeið.

 

IMG_1388

Uppskrift:

Grautur

1 skammtur

40g haframjöl
1 msk NOW psyllium Husk
vanilluduft, vanilludropar eða korn skafin úr einni vanillustöng
klípa salt
Kötlu möndludropar
2-4 dl vatn (eftir þykktarsmekk)

Kokka grautinn í grýtu upp á gamla móðinn á eldavél. Setja til hliðar meðan þykjustuflöðeskúm er mallað saman.

 

NOW erythriol

Þykjustu flöðeskúm

100g kotasæla
50g hreint skyr/kvark/kesam
1 msk NOW erythritol
Better Stevia french vanilla dropar

Hræra öllu saman með töfraprota þar til silkimjúkt.
Hræra saman við tilbúinn grautinn þar til vel blandað saman.
Kæla í 60-90 mínútur helst yfir nótt.

IMG_5345


Kirsuberjasósa

150g frosin eða fersk kirsuber
1 msk NOW erythritol
1/2 dl vatn
1/4 tsk NOW xanthan gum (þykkingarefni)

Öllu skellt saman í grýtu og suðan látin koma upp. Leyfa að dunda sér í c.a 15 mínútur.

Eða svindla og nota sykurlausa tilbúna kirsuberjasósu frá Cervera.


DSC03070

Danskurinn klikkar ekki á smáatriðunum. Þessa gleði sjoppar Naglinn í Magasin du Nord eða Super Best.

Hella yfir grautinn og njóta… ó njóta.
Öööönaður…. algjör ööönaður segi ég og skrifa.

Velbekomme!

Allt hráefnið nema kirsuberjasósuna fæst í Nettó verslunum á Íslandi.

Leave a comment

Filed under morgunverður, sykurlaust, Uppskriftir